Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 14
Sumarið er tíminn til að koma elskunni þinni á óvart. Þetta gildir jafnt fyrir stelpur sem stráka því það er ekkert skemmti-
legra en að vera dregin burt í matartímanum í spennandi óvissuferð.
Talaðu við yfirmanninn
og fáðu frí handa henni,
náðu í hana í hádeginu
og keyrið saman út á völl
í rómantíska helgarferð.
Útbúðu matarkörfu og
bjóddu henni í piknik í
Hljómskálagarðinum.
Taktu til
sundföt-
in, náðu
í hana í
vinnuna
og keyrðu
með hana
í sund.
Fáðu hana til að taka lengri
hádegismat og bjóddu
henni í útreiðatúr.
Kauptu handa henni
nudd og leyfðu henni
að slaka á í hádeginu.
Holtið er með hádegis-
verðarseðil á góðu verði
og þið getið átt róman-
tískan hádegisverð þar.
Bjóddu henni með þér í
bíltúr og vertu búinn að
finna felustað til að kela á
Slekkur þú Ijósið?
Langar þig alltaf að slökkva Ijósið
þegar þú ert að sofa hjá? Finnst þér
óþægilegt þegar elskhuginn gónir á
hvern einasta líkamspart í dagsljósinu
og eina sem þú getur hugsað um er
hvort appelsínuhúðin sjáist? Samfé-
lagið í dag gerir óraunhæfar kröfur
um útlit og það er farið að bitna á okk-
ur alla leið inn í sambandið, þó að við
vitum að við erum elskuð.
Samkvæmt nýjum könnunum kemur
fram að það er ekki bara samfélagið
sem grefur þessa óánægju í fólk held-
ur hefur uppeldi einnig með sjálfsálit-
ið að gera. Börn sem upplifa foreldra
sína sem óaðlaðandi eru meðvitaðari
um líkama sinn því undirmeðvitundin
hræðist það ósjálfrátt að verða eins
og þau og trúuð fjölskylda getur kom-
ið þeim hugmyndum að það sé ósið-
legt að vera ber.
Ef þú átt við þetta vandamál að stríða
þá ættirðu strax að fara að vinna í því
að laga álit þitt á líkamanum. Kynlíf á
að vera skemmtilegt og mundu að áður
en að makinn þinn varð ástfanginn af
þér þá laðaðist hann að þér kynferðis-
lega út af útlitinu. Makanum finnst þú
aðlaðandi eins og þú ert og þegar hann
horfir á þig þá er það ekki gagnrýnum
augum heldur ert þú augnakonfekt i
hans augum!
Við, mannfólkið, erum svo helmingi
meira aðlaðandi þegar við erum ánægð
með okkur og það myndi koma makan-
um skemmtilega á óvart ef þú tekur af
skarið og klæðir þig úr inni í stofu um
hábjartan dag eins og ekkert væri eðli-
legra...
Að mála sig út í horn
Sem dæmigerður góður strékur
horfí ég stundum á það sem kon-
um dettur i hug að gera við sig
áður en þær fara út é lifið, til að
sýna sig, sjá aðra og jafnvel svip-
ast um eftir einum myndarlegum
og herðabreiðum eða svo. Það
er hreinsað, þvegið, djúpnært,
rakað, plokkað, vaxað og krem-
borið. Siðan er farið í háa hæla
til þess að grenna og laga líkams-
stöðuna, shock-up til þess að
lyfta rassinum, níðþröngar bux-
ur, wonderbra og aðþrengd og
tilsniðin föt til þess að líta sem
best út - og við erum enn ekki
einusinni komin uppyfir háls. Síð-
an er ráðist i málninguna, en það
er grunnur, maskari, eyeliner,
kinnalitur, varablýantur, varalit-
ur, augnskuggi, alls kyns ilm-dót
og eflaust u.þ.b. 8-900 hlutir ívið-
bót sem ég veit ekki um af þvi að
ég er með vitlausa líkamshluta.
Það sem ég skil ekki er þetta:
„Hvað gerist svo þegar sá mynd-
arlegi bitur á agnið?" Og hvað
segir það okkur þegar mann-
eskja kemur fljótandi inn á 19
sentimetra hælum lítandi út eins
og olíumálverk á stultum? Ég veit
ég tala fyrir dégoðan skammt af
góðu strákunum þarna úti þegar
ég segi að fyrsta ályktunin sem
ég dreg er að þessi manneskja
63%
tánings-
stúlkna
vilia sitia
fyrir nálctar
Samkvæmt nýlegri könnun
thelab.tv um starfsframa
kemur fram að 63% tánings-
stúlkna í Bretlandi vilja frekar
sitja fyrir fáklæddar og vera
módel en að ná sér í hjúkrun-
ar-, læknis- eða kennaramennt-
un. Af þeim 1.000 stúlkum
sem tóku þátt í könnuninni
vildu 63% vera módel, 25%
fannst stripparastarf hljóma
vel en einungis 3% vildu verða
kennarar. Það kom einnig í Ijós
í könnuninni að fleiri stúlkur
litu á Jordan bimbó sem fyr-
irmynd sína en J.K. Rowling
sem skrifaði Harry Potter
bækurnar.
Kynlíf og stjórn-
málaskoðanir
í viðamikilli könnun sem gerð
varífyrravarðandikynlífshegð-
un og stjórnmálaskoðanir kom
í Ijós að repúblikanar í sam-
bandi eru ánægðari með kynlíf
sitt heldur en demókratar! Hér
má sjá niðurstöðurnar:
Ertu mjög ánægð/ur með sam-
band þitt?
Repúblikanar 87%
Demókratar 76%
Ertu mjög ánægð/ur með kyn-
lífið í sambandinu?
Repúblikanar 56%
Demókratar 47%
Hefurðu farið í kynæsandi föt
til að bæta kynlífið?
Repúblikanar 72%
Demókratar 62%
Hefurðu gert þér upp fullnæg-
ingu?
Repúblikanar 26%
Demókratar 33%
tók "ekki" tíma í að læra eitt-
hvað nýtt, finna upp á einhverju
sniðugu eða sækja sér eitthvað til
þess að geta haldið uppi samræð-
um i meira en 15 sekúndur. Það
þarf ekki að vera eins og Grýla -
ekki misskilja mig - en ekki missa
þráðinn í snyrtimennskunni og
gleyma sjélfum ykkur. Ekki mála
ykkur útí horn.
Snorri Hergill
14