Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 12

Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 12
 ‘r<^'lÍSdeð*VÍÍSS S»9a \eQs ‘ \N íSitSssíSfc-- ... Pl§|g|S§^ tí Vó SXJ OQ ^ SoQ feíSss-" 55«.« Hvaðan kemur þetta? Goth-tískan á upptök sín í ný- bylgju 80's áranna. Sá sem kom með þetta heiti var enginn annar en Anthony H. Wilson, stjórnandi plötufyrirtækisins Factory Rec- ords, sem hljómsveitin Joy Divisi- on var á samningi hjá, sem sagði einhverntíma að sú hljómsveit væri gotnesk miðað við það sem var að gerast í samtímanum. Þá átti hann við allan drungann og dramað sem ósaði frá sveitinni eins og uppgufun af líkama þung- lynds manns sem er við það að breytast í varúlf. Goth-tónlist Á eftir hinni stefnumótandi Joy Division spruttu Goth-hljómsveit- 12 Byrjendagræjur fyrir verdandi Goth-pönkara: Föt Bíómyndir Támjóir nornaskór með The Addams Family krossreimum (möst) The Hunger Korselett Interview with a vampire Sítt, svart pils ...(raunar allar vampírumyndir) Svartir blúnduhanskar sem ná Eddie Scissorhands upp fyrir olnboga Nightmare before christmas Dökkfjólublá blússa með víðum, ...(raunar allt með Tim Burton) síðum ermum Svört hælasíð leðurkápa, eða Og margar fleiri... skikkja Bækur Sandman teiknimyndasögurnar Smink Allt eftir Edgar Allan Poe Hvítasta meikið í búðinni Eldrauður varalitur Ljóð eftir Byron lávarð Svartur augnskuggi og eyeliner Húsgögn Gerviaugnahár Svo lengi sem það er gamalt, i Plokkari til að plokka augabrún- dökkt og slitið þá sleppur það. irnar mjóar og hvassar Rauður pluss sófi og flauels- Svartur háralitur og jafnvel eld- gardínur eru t.d. mjög passleg rauður líka til að bæta í strípum húsgögn á gjaldgengu Goth- heimili. Tónlist Aukahlutir sem virka eru t.d. Siouxsie and the Banshees stórir kertastjakar, þurrkaðar Bauhaus Sisters of Mercy rósir, reykelsi og svartir púðar. Joy Division Bíll Cure Marilyn Manson Cradle of Filth Indöstríal tekknó Líkbíll irnar upp eins og Goth-kúl- ur en af þeim ber helst að nefna Sisters of Mercy, Siouxsie and the Banshees, Bauhaus, The Cure, Christian Death og fleiri líf- leg bönd. The Cure er eflaust sú Goth-hljómsveit sem flestir kann- ast við, enda oftar en ekki áheyri- leg og skemmtileg tónlist þar á ferð þó að elstu lögin með þeim séu kannski tormeltari en Love Cats og Why can't I be you. Opinn og frjáls, svo lengi sem það er inn- an vissra marka Goth-stíllinn er misjafn þó að undirstöðurnar séu alltaf svarti liturinn, drungi og heljarmikið drama. Gotharinn getur fílað allt frá svörtum jakkafötum og bol með áprentaðri hljómsveitar- mynd (eða öðru Goth-dóti), út í það að mæta í vel strekktu kor- seletti, viktorísku pilsi, púfferma- skyrtu, með síðar fléttur niður að rassi, hring á hvurjum fingri og fimm þung silfurhálsmen. Þessi stefna er líka eiginlega sú eina í dag sem leyfir strákum að mála sig og í henni blandast kynin voða mikið saman. Enginn myndi gera athugasemd þó að Gotharinn Hreggviður mætti í afmælisboðið íklæddur korseletti með langar, rauðar neglur. Goth-fjölskyldan er nefnilega opin fyrir öllu, svo lengi sem það er ekki "normal" eða hresst. Hatar normið Þessi listi er alls ekki afgerandi fyr- ir Goth-stílinn en af honum, eru eins og fyrr segir, ýmis afbrigði. Margir halda því meira að segja fram að Goth sé fyrst og fremst hugarástand og lífsstíll en ekki tíska eða stefna. Sannur Gothari á til dæmis að geta klætt sig í venjuleg föt á daginn en mætt svo í svarta gallanum á Goth-mót- ið eða þegar hann fer á tónleika eða í partý. Gotharar eiga það samt allir sameiginlegt að fyrir- líta merkjasnobb, líkamsrækt, sjónvarpsþáttaraðir, strákabönd, stelpubönd og yfirleitt allt sem er taliðtil plebbisma og norms. Óspennandi á íslandi Á íslandi hafa Gotharar oftar en ekki verið kallaðir Mansonistar í höfuðið á Marilyn Manson (en hann er kannski einn frægasti Gothari dagsins í dag þó að marg- ir séu ósammála um hvort hann sé sannur Goth eður ei, en Gotharar fyrirlíta jú einnig allt sem flokkast undir auglýsingaskrum). Það er samt ekki hægt að segja að við göngum neitt sérlega langt í lúkkinu hér á skerinu. Algengt íslenskt Goth-lúkk er síður, svart- ur leðurfrakki, sítt svartlitað hár með Ijósri rót, svartur, víður stutt- ermabolur með mynd af Marilyn á og svo einhverjar svartar buxur. Frekar svona döll miðað við það sem tíðkast erlendis og þá sér- staklega Japan en þeir eru afar þróaðir í sínum Goth-lífsstíl og lúkki. Reyndar var um tíma Goth -pönkari að vinna á kassanum í 10/11 við Austurstræti. Örugg- lega sá elsti á landinu. En hann entist ekki lengi og hvarf fljót- lega úr mannlífsflóru miðbæjar- ins. Vonum að hann sé ekki farinn að vinna á Kárahnjúkum heldur kominn í faðm stórfjölskyldunnar í Þýskalandi, en þar á Goth-stefn- an miklu fylgi að fagna. Hata sól og sumaryl Það versta sem Goth-pönkari get- ur hugsað sér er að vera sólbrúnn og öll merki um heilbrigði og hreysti eru viðbjóður í huga hans. Ég gleymi því þess vegna aldrei þegarégfórá Hróarskeldu hér um árið. Þetta var ein af þessum góðu hátíðum þegar sólin skein allan tímann, öllum var hlýtt og tjöldin komu heil heim. Flestir eðlilega mjög sáttir við þetta nema Got- hararnir (sem höfðu flykkst alls staðar að til að sjá Cure koma sam- an á ný) og þá sérstaklega þessi ákveðna stelpa svipinn eins og öll fjölskylda hennar hefði farist í jarðskjálfta á ættarmóti. Fölari en hvítt blað á hægri vanganum en rauð eins og flengdur aparass á vinstri. Greyið hafði greinilega sofnað úti, svo kom sólin upp og grillaði litlu vampíruna... en bara öðrum megin. Til að fræðast meira um Goth- stefnuna og skoða marga hlekki mæli ég með því að þú kíkir á www.goth.net

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.