Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 25
Það var búið að vera dularfullt
veður þessa vikuna. Sól og molla
höfðu blíðkað skaplund mann-
anna á hitabeltismælikvarða. Nú
rigndi einhvers konar monsún-
rigningu, volgri þægilegri sturtu
sem stakk svo glettilega í stúf við
hefðbundin köld og lárétt skúra-
högg íslenskra sumardaga. Sím-
inn skelfur og nötrar á borðinu.
„Ég er fyrir utan," segir Siggi sem
stendur hundblautur við læsta úti-
dyrahurðina. Við staulumst upp
í ris og ég hef áhyggjur af því að
trumbusláttur risavaxinna drop-
anna á glamrandi bárujárninu yfir-
gnæfi samtalið á snældunni, sem
ég sendi af stað. Siggi fær sér sæti
í slitnum stofusófanum og skimar í
kringum sig.
„Má ég reykja?" Ég kinka kolli og
hann kveikir sér í sígarettu. Marl-
boro lights í mjúkum - við eigum
það þó sameiginlegt - listamaður-
innogforvitinnsýningargesturinn.
Ég reyki gestinum til samlætis og
býð honum Ríbbena-djús og Búgg-
les. Hann horfir hljóður í kringum
sig. Plötusafniðvekuráhuga. Plata
hans hefur fyrir löngu vakið for-
vitni mína.
Gruggugtvatn
Fyrir nokkru hafði ég verið að
skoða spjallrás á netinu þar sem
verið var að tala um Hjálma. Þar
rak ég augun í stutta færslu: „Lag-
ið Kindin Einar er eftir Heidegger,
Heidegger var nasisti, þarf að
segja meira?" Þetta fórfyrir brjóst-
ið á mér þar sem ég lofaði jafnan
Hjálma í hástert og var aðdáandi
hugsunar Heideggers. Ég sneristtil
varnar: „I fyrsta lagi var Heidegger
ekki nasisti heldur var hann innli-
maður í nasistaflokkinn á aðlögun-
artíma nasista eins og flestir Þjóð-
verjar sem ekki voru skotnir, sendir
í útlegð eða flúðu land. i öðru lagi
ruglar þú þarna saman pólitík og
skáldskap eins og asni - voru óper-
ur Wagners eitthvað verri af því að
hann var harður jafnaðarmaður?
(Eins og Þórbergur heitinn benti
réttilega á.)
Siggi brosir kankvíslega þegar
ég segi honum þessa sögu og það
læðist um mig illur grunur.
„Ég heyrði af þessari umræðu,"
segir hann og hallar sér aftur í sóf-
anum eins og sá sem valdið hefur.
Hann skynjar ákafa forvitni mína
og ákveður að kitla aðeins þessa
ófullnægðu hvöt mína.
„Lagið er reyndar ekkert eftir
Heidegger heldur er það þjóðlag
frá Jamaica," segir hann og bros-
ir - mér fannst ég hafa gengið í
gildru við það að heyra lagið í út-
varpinu I fyrsta sinn fyrir mörgum
mánuðum.
„En hvers vegna Heidegger?"
spyr ég vonsvikinn og sit uppi með
gamlar túlkanir og kenningar í
molum - ég,
sem hef svo oft
hæðst að þeim
sem rembast
við að túlka
hvert orð sem
listamenn láta
frá sér fara,
hafði nefni-
lega lengi brot-
ið heilann um
texta lagsins.
Hver var þessi
Einar kind?
Hvers vegna er
keyrt á hann?
Átti hann það
skilið fyrir að
skemma tún-
ið við vegar-
brúnina eða
fyrir að vera
sauðheimskur?
Siggi brosir
„Lagið fjallar
í rauninni um
að keyra á kind
sem var í raun-
inni inntakið í
erlenda laginu.
Þetta var ekk-
ert flóknara
en það. Hér
var engin pól-
itísk vísun á
ferðinni. Þetta
er fyrsta lagið
sem við byrj-
uðum að spila
saman þannig
að þetta er eig-
inlega lagið sem gerði okkur að
Hjálmum. Reyndar er ég að reyna
að berja það út úr hausnum á
mér. Við spiluðum það alveg brjál-
að fyrst um sinn en ég fékk vott
af ógeði fyrir því - fínt lag og allt
það. Svo eru auðvitað fjórar græn-
metisætur I bandinu og því var allt-
af dálítið óþægilegt að spila það
með tilliti til innihalds textans."
„Ekki eralltgruggugtvatn djúpt,"
tauta ég nokkuð vonsvikinn.
„Það er nottlega alltaf eitthvað á
bak við allt sem maður gerir," seg-
ir Siggi eins og til að stappa í mig
stálinu, „en það er kannski óþarfi
að vera að túlka þetta á einhverja
pólitíska vísu."
Gullæði
Ég ákveð að gera aðra og bein-
skeyttari tilraun til að átta mig á
því hvar hugur mannsins, sem situr
fyrir framan mig, stendur.
„En hvað með: „Menn eru mein-
semdargrey og markleysur hafa
við Ijótar?" Einhver meining hlýt-
ur að búa að baki þessari fullyrð-
ingu," segi ég og við skynjum báð-
ir eltingaleikinn.
„Að ég sé mannhatari þá?" segir
Siggi og skellir upp úr - skilningsrík-
um hlátri.
ingu sína.
„Það er aðal-
lega skopskyn-
ið held ég,"
svarar hann
án umhugsun-
ar og fær sér
afslappaðan
smók af sígar-
ettu númer
þrjú - eins og
til að sveipa
forvitni mína
reyk að nýju.
Tabúla
Rasa
„Sagði ekki
ÞórbergurÞórð-
arson einmitt
að það sem
einkennir alla
alvöru húmo-
rista væri auga
gagnrýnand-
ans? Að vera
t.d. staddur
úti i búð og þá
birtast handrit
samfélagsins
svo Ijóslifandi
aðmaðurskell-
ir upp úr yfir
fáránleikan-
um?" spyr ég
og er hættur
að reyna að
stjórna þessari
samræðu sem
er fyrir löngu
orðin að samtali
frekar en viðtali.
„Vissulega. En maður er jú alltaf
að reyna að koma auga á fegurð-
ina, sem er víða. Ef við Steini erum
t.d. bornir saman þá er allt önnur
nálgun á þeim bæjum - þótt að
við séum líkir að ótrúlega mörgu
leyti - báðir Marsbúar," segir
Siggi, og af dulráðum augunum
og stríðnislegu brosinu að dæma
hugsar hann til félaga sins. „Steini
sér langt yfir hafið," heldur hann
áfram. „Hann er ekki firrtur held-
ur hitt - meðvitaður - eða hvað
svo sem það er kallað. Hann er
ákaflega andlegur og mikill sveim-
hugi, sem ég er kannski líka að
vissu leyti, nema hvað ég er fastar
bundinn botninum - hvunndags-
lega stöffinu."
„Það þarf auðvitað að snerta
botninum til að geta skilið hann,"
skýt ég inn í.
„Já, ég hlustaði nottlega rosal-
ega mikið á Tom Waits," svarar
Siggi kátur eftir að hafa séð plötu
eftir þetta skurðgoð mitt fremst í
plötustaflanum. Ég vippa plötu á
fóninn, rétt til að fagna uppgötv-
un þessa sameiginlega áhugamáls
- kannski til að trygga trúbróður
minn á þetta sameiginlega mann-
goð. „Er Tom Waits þá kannski
áhrifavaldur? Ég meina, fæðast
„Nei, ekki mannhatari. Það er ekki
hægt að skilgreina það þannig. Að
benda fólki á galla sína er það sem
vinir gera. Kannski misskilningur
sem jafnaðarmenn lenda oft í?"
„Kannski," svarar hann og glottir
út í annað.
Ég gefst upp, hann sér gildrurnar
úr órafjarlægð. Það þarf þolinmóð-
ari nálgun til að kortleggja frum-
skóginn á þessari eyju:
„En hvert sækirðu innblástur?
Hvaða áhrifavaldar hafa haft áhrif
á textana?"
„Það væri auðvitað rangt að
minnast ekki á Megas sjálfan. Ég
hef raunar ekki gert nein ógrynni
af textum, a.m.k. engan sem hef-
ur farið mjög langt. Annars hefur
mér verið sagt að það sé nettur
Megas í mér. „En maður byrjar á
því að apa" - eins og hann sagði
sjálfur. Auðvitað hlustaði maður
líka á glás af gömlu íslensku drasli.
En svo verður alltaf íronían ofan á.
Það er kannski varla hægt annað
en að vera kaldhæðinn án þess að
maður viti almennilega af hverju."
„Er kannski einhver siðspeki sem
þú lifir eftir, sem kallar fram þessa
íróníu?" spyr ég, handviss um að
hafa króað hann af úti í horni - nú
þarf hann að opinbera staðsetn-
ekki allir óskrifað blað, tabúla
rasa?"
„Jú, tvímælalaust. Einhvers stað-
ar heyrði maður alla þessa hluti,"
svarar Siggi og honum virðist líða
eins og hann hafi vaknað á heima-
velli.
„Heldurðu að það sé ekkert erf-
itt fyrir Marsbúa sem lítur ef til
vill á sig sem snilling og sér hluti í
hvunndeginum sem aðrir sjá ekki,
að halda egóinu í skefjum? Skýtur
„fólk er fífl" hugsunin aldrei upp
kollinum?" spyr ég, og vona að ég
fæli ekki einbúann aftur inn í frum-
skóginn.
„Þetta er auðvitað eitthvað sem
maður er endalaust að glíma við.
Maður er þó meðvitaður um að
frægðin er ekkert eins frábær
og þeir segja. Við getum t.d. al-
veg stigið á svið og spilað eins og
venjulega, þrátt fyrir að hellingur
af hlutum séu ekki eins og þeir
eigi að vera - fólk virðist gleypa
við öllu. T.d. þegar krakkarnir
hrópuðu á mig: „Hæ, hljómborðs-
leikarinn í Hjálmum," þegar ég var
labba til þín áðan - ósjálfrátt er
maður orðinn einhver glansandi
fígúra sem blindar eins og vasa-
Ijós í augu á kanínum. Og frægð-
in skorðar mann - allt í einu þarf
maður að sýna varfærni um hvern-
ig maður hagar sér á almannafæri
því maður þekkist - en síðan fer
fólk auðvitað á endanum að grafa
upp ýmsa hluti," bætir hann við og
virðir aftur fyrir sér herbergið sem
hann er staddur í - eins og til að
endurmeta aðstæður.
Poppið og egóið
„Er egóismi ekki óhjákvæmileg
afleiðing þess að lesa einhverjum
lexíuna? Verður maður ekki að líta
þannig á það að þeir kaldhæðnu
listamenn, sem heilla mest, eru
þeir sem þekkja botninn en sjá
hann ofan frá - eru þannig í að-
stöðu til að gera grín að kerfinu?"
Siggi hugsar sig um skamma
stund. „Jú, en það veltur allt á því
hvernig maður matreiðir hlutina.
Ef maður getur gert það á jákvæð-
an hátt handleikur maður ansi
öflugt vopn. Hjálmar gætu allt
eins boðað hvaða boðskap sem
er - þetta er einhvern veginn ekki
popptónlistogallsekkiboðskapur-
inn um fylliríið og tjaldútileguna."
„Hvernig skilgreinum við popp-
tónlist?" spyr ég án þess að geta
leynt forvitninni því þessu hef ég
lengi velt fyrir mér. Ég kem með
uppástungu: „Kannski eitthvað
sem truflar hustandann ekki þvi
hann venst þvi strax - vegna þess
að lagið hljómar kunnuglega - því
það vantar í það frumleikann - það
er þvi það einfalt að þú lærir og
venst laginu strax - og því krefst
það engrar hugsunar?"
25