Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 26
26
„Nákvæmlega," samsinnir Siggi
en virðist velta fyrir sér algildi
þessarar reglu „Ég myndi t.d.
aldrei fallast á að vera poppari
- einfaldlega svo fólk geti ekki
sæst mjúklega og þægilega við
það," bætir hann við. En ég má
heldur ekki taka mig svo alvar-
lega að ég geti ekki sjálfur sætt
mig við að vera poppari. Mamma
kallar mig t.d. aldrei annað en
poppara: „Siggi minn er alltaf í
poppinu," segir hann og skellir
upp úr. „En svo er þetta auðvitað
komið af orðinu popular, þannig
að um leið og hún er vinsæl er
hún kannski orðin popptónlist,"
segir Siggi og ég er nokkuð sátt-
ur við þessa einföldu niðurstöðu.
„Mér finnst mjög gaman að vera
í íslensku reggíhljómsveitinni
Hjálmum," skeytir hann við eins
og til að pottþétta svarið.
„En benti ekki einmitt Heidegger
á mikilvægi vinsælla frumlegra
listamanna, þeir finni nýjar hlið-
ar og blandi nýjum litum saman
og stýri þar með þjóðfélaginu úr
stöðnuðum farvegi?" spyr ég og
finnst gott að tala aftur um Hei-
degger.
„Jú, jú, þeir gera það þangað til
þeir drepast, þá fer fólk að skilja
þá"
End of civilization?
„Hefuru eitthvað pælt í því hvað
verði um tónlist Hjálma eftir 40
ár? Er þetta orðið nægilega rót-
gróðið til að standast tímans
tönn?"
„Ég vona það," svarar Siggi og
æðruleysið er uppmálað.
„Þetta heldur ekkert fyrir þér
vökunni?"
„Nei, á meðan maður hefur ein-
hverju að sinna þá angrar þetta
mann ekkert. Þetta er þó ekkert
sem ég pæli mikið i," svarar hann
en tekur fram að það hvarfli ekki
að sér að hætta.
„Það er kannski púkinn í manni
sem kallar á samfélagslega viður-
kenningu en engillinn sem vill að
maður geti bara dáið sáttur?"
Siggi glottir: „Menn falla auðvit-
að misdjúpt í glyslífernið?"
„Er það ekki bara tilgangur lífs-
ins: Að vinna bug á púkanum í sér
til að geta dáið sáttur í liði með
englum?"
„Það held ég. Því miður virðist þó
ekki vera mikið af þannig mennta-
líteti á íslandi - okkur er einhvern
veginn slétt sama um allt nema
sjálf okkur."
Samræðan stöðvast. Platan hef-
ur runnið sitt skeið og við sitjum
og hugsum meðan monsúnregnið
gegnur í skrokk á varnarlausu hús-
þakinu. „Erum viðeftil vill aðhorfa
fram á endalok siðmenningarinnar
-engin siðamörktil. Erekki heims-
enda alltaf spáð svona?" spyr ég
og ríf þögnina.
„Jú, byggingar munu falla og
árnar flæða yfir bakka sína. En
er þetta ekki eitthvað sem hefur
alltaf verið sagt: „Jæja, nú er það
búið" - og svo gerist aldrei neitt.
Er ekki sagan alltaf að endurtaka
sig?" spyr Siggi og virðist forvit-
inn.
„Jú, jú," svara ég. „En það hafa
nottlega orðið margir heimsendar,
Rómarveldi brann, heimsstyrjaldir
mörkuðu tímabundin endalok sið-
menninga og allt það-allt sprengt
í klessu og reist að nýju. En kannski
erum við bráðum búin að spilla
plánetunni það mikið að við get-
um ekki endurtekið söguna. Ætli
við vöknum einn daginn eins og í
senu í miðri Mad Max-mynd?"
Siggi hlær. „Jú, enda segja menn
að ef það er búið að gera kvik-
mynd um eitthvað þá hefur það
gerst. Það sem mér finnst merki-
legt er að við erum uppi á tíma
þar sem einhvern veginn allt er til.
Fólk kemst allt, það er engin hugs-
un eftir sem segir: „Nei, þetta er
ekki hægt" - það er allt svo nálg-
anlegt. Það er ekki lengur til neitt
sem heitir „nóg", bara „meira af
því sama". Þessi kúltúr er orðinn
óhugnanlega stór og mikill."
„En hvað þarf þá að gerast til að
einhver hugarfarsbylting verði, að
menn fari t.d. almennt á íslandi að
bera virðingu fyrir náttúrunni?"
„Ætli það þurfi ekki bara blautan
saltfisk í andlitið?" svarar hann
ákveðinn. „Það er ef til vill sorg-
legt að segja það en það virðist
samt vera eina lausnin úr þessu.
Þeir eiga eftir að þurfa að horfast
í augu við það að gullgæsin, sem
þeir sjá í þessari virkjun fyrir aust-
an, fari öll í spað - enda er allt í
klessu á Kárahnjúkum. Ætli þetta
sé ekki stærsta vandamál sem við
höfum hreinlega kallað yfir okkur.
Maður dílar auðvitað ekki við ítali
á svona mælikvarða - það er elsta
reglan í bókinni."
Oa Neró hélt áfram
að leika...
Ég set aðra plötu á fóninn og
við kveikjum okkur í sígarettu. Ég
horfi út um gluggann, sem tekur
við rigningunni eins og bílrúða í
Hollywood-mynd - Monsoon ra-
in.
„Á maður ekkert erfitt með að
gleyma sér í svona veðri? Er þetta
ekki óþægileg áminning um hita-
farsbreytingar fyrir svona „sunny"
band eins og Hjálma?" spyr ég og
Siggi verður alvarlegur og hugsi
- en brosir loks út í annað.
„Jú, jú. Það er fullt af hlutum
sem verða að fara betur og mað-
ur kemst ekki hjá að taka eftir.
En maður verður að halda fólkinu
dansandi meðan þetta genguryfir
- the show must go on."
Mér finnst ég loksins skilja þenn-
an mann. „Þið eruð þá kannski að
endurútsetja síðasta einleik Nerós
núna?"
Hann er alvarlegur. „Það er sorg-
legt hvað fólki er nákvæmlega
sama um náungann og umhverfið
núna."
Ég samsinni. „Hvað verður um
börnin þegar fólk stundar 16 tíma
vinnudag? Hvernig kynslóð tekur
við sem hefur alist upp af Popp-
Tíví, rítalíni og skyndibitamat?"
„Og plastblómum?" bætir Siggi
við og brosir á ný. „Enda erum við
ekki að skilja heiminn eftir í góðu
ásigkomulagi fyrir krakkana til að
taka við honum. Fólk verður bara
að fara að sjá eigin sök í ásigkomu-
laginu. Ég er auðvitað ekkert að
segja að ég sé fullkominn, en við
verðum öll að vera vinir - við get-
um ekki stöðugt keppt hvert gegn
öðru."
Um eigin rass
„Hvaða heim sérðu þá fyrir þér
sem gengur fyrir alla? Ertu t.d. bú-
inn að pæla í einhverju skipulagi
sem gæti gert heiminn vistlegri?"
„Það er alltaf hægt að setja regl-
ur en þær hafa allar tvíeggja mein-
ingu - alveg eins og allt annað: Þú
getur ekki kennt neinum á gítar
sem vill ekki læra að spila. En ef
það er hægt að gera það skemmti-
legt fyrir hann að læra að spila þá
er kannski líklegra að hann geri
það upp á eigið einsdæmi ein-
hvern tíma. Það þarf einhvern veg-
inn að koma því inn hjá fólki að við
getum ekki hugsað endalaust um
rassgatið á sjálfum okkur. Og þessi
tilfinning verður að koma innan
frá frekar en að utan - að það sé
ekki allt í lukkunnar velstandi - en
það gæti allt eins verið það ef við
myndum aðeins opna augun. En
maður verður líka einhvern tíma
að leggja rækt við eigin geðheilsu
og það fer ansi mikill tími í það."
Upptökutækið smellir frekjulega
til marks um að það hafi lokið sér
af. Mér finnst ég hafa náð að kort-
leggja þann hluta eylandsins sem
strandhögg mitt náði til. Afgang-
urinn er fumskógur. Ætli kindin
Einartákni...?
Texti: Magnús Björn Ólafsson
Myndir: Gúndi