Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 6
BJARNI ÓLAFUR
EIRÍKSSON
Leikmaður meistaraflokks
Vals í knattspyrnu
Hverju ieitar þú heist að í fari kvenna?
Það eru margir hlutir en ef ég ætti að nefna nokkra þá væru
það útlit, hreinskilni og að hún sé skemmtileg og fyndin.
Hvað er það sem fer mest í taugarn-
ar á þér í sambandi við konur?
Hvað þær spá oft mikið í álit annarra.
Ef þú fengir að vera kona í einn dag hver
myndir þú vera og af hverju?
Annika Sorenstam og það myndi vera vegna golf-
hæfileikanna sem stelpan býr yfir.
Er eitthvað sem þú skilur ekki í sambandi við konur?
Endalaus áhugi á að versla.
Við hvað myndir þú helst vilja vinna?
Kennari.
Hvar myndir þú helst vilja búa og af hverju?
Einhver staðar í Suður-Evrópu vegna hitans.
Ef þú mættir breyta einhverju í heimin-
um, hverju myndir þú breyta?
Leikdögum í Landsbankadeildinni.
Hvert er átrúnaðargoðið þitt?
Ég hef aldrei átt neitt átrúnaðargoð.
Hver er besti maturinn sem þú hefur smakkað?
Það myndi vera lambalærið hans pabba með
brúnni sósu og bökuðum kartöflum.
Hefur þú einhvern tímann svikið mikilvægt loforð?
Neibb.
Hvað er klám fyrir þér?
Eitthvað dónalegt.
Hvað er á döfinni?
Fótbolti, vinna og golf.
Mynd: Gúndi.
Raunveruleika sjónvarp 2005
Bandaríkin eru móðir raunveruleikasjónvarps enda
spretta þættirnir þar upp eins og gorkúlur. Það er
engin breyting á í sumar en þessum raunveruleika-
þáttum er spáð mestra vinsæida Vestanhafs.
Dancing with Stars er nýr þáttur þar sem frægt fólk
er látið spreyta sig í dansi. Stjörnunum er parað saman við
atvinnudansara og síðan eru þær þjálfaðar upp og keppa
síðan. Eitt par er valið út í hverri viku af áhorfendum og
dansdómurum.
í þættinum Brat Camp eru vandræðaunglingar sendir til
Oregon til að læra tamningar og upplifa náttúruna. Sá vinn-
ur sem sýnir mestar framfarir í hegðun en þar sem krökkun-
um er hent beint út í náttúruna án matar, sígaretta og fatn-
aðar þurfa þau að bjarga sér sjálf og lifa á náttúrunni.
The Scholar snýst um tíu nemendur úr framhaldsskóla sem
keppa um styrk til framhaldsnáms. Keppendurnir fengu allir
hæstu einkunn úr sínum skóla.
The Cut er nýr þáttur þar sem Tommy Hilfiger heldur
keppni á milli ungra fatahönnuða.
jj^ Mamma Paris Hilton, Kathy, kennir tjórtán ungum keppendum á félagslífið í New York í þættinum / Want to be a Hilton. sá sem vinnur fær að vera í New York í heilt ár á kostnað Hilton fjölskyldunnar og upplifa all- an lúxusinn sem fylgir nafninu.
1 Keppnin í Fire Me ... Please snýst um tvær manneskjur sem byrja í nýju starfi og þurfa að ná að láta reka sig fyrir kl 3.
The LawFirm er nýjasta sería David E. Kelly en hún geng-
ur út á að láta unga lögfræðinga fá alvöru mál og reka á
móti hvor öðrum fyrir framan alvöru kviðdóm og dómara.
í þættinum Are ÝOU the Gírl leita
þær tvær söngkonur sem eftir eru I TLC að
nýjum meðlim til að fylla skarð Lisu "left
eye" Lopez.
Welcome to the Neighbourhood
er þáttur um sjö fjölskyldur sem keppast
um draumahúsið sitt í úthverfinu. Það eru
væntanlegir nágrannar fjölskyldurnar sem
velja vinningshafann.
*
6