Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 36
Ragnar Freyr Pálsson, stofnandi Form Islandia.
Hönnunorvettvongur
Loksins almennileg lyftistöng fyrir íslenska hönnun?
Hönnunarvettvangur er þriggja
ára tilraunaverkefni sem Iðn-
aðar- og viðskiptaráðuneytið,
Samtök iðnaðarins, Útflutnings-
ráð íslands, Iðntæknistofnun,
Reykjavíkurborg og Form ísland-
ia standa að. Markmið Hönnun-
arvettvangs er að standa fyrir
faglegu og virku hönnunarsam-
félagi sem kynnir, hvetur og eflir
íslenska hönnuði og framleiðslu
þeirra. Vettvangurinn mun starfa
fyrir alla hönnuði í landinu, allt
frá gullsmiðum og leirlistafólki,
til arkitekta og iðnhönnuða.
Fyrstu verkefni Hönnunarvett-
vangs eru annars vegar að koma
upp öflugum rafrænum gagna-
grunni, sem nýtast mun hönn-
uðum í leit að upplýsingum um
styrki, þjónustu, ráðgjöf, áhuga-
verðu efni o.fl., og hins vegar
Hönnunardagar sem haldnir
verða 17. - 19. október. Hönnun-
ardögum er ætlað að vekja at-
hygli almennings á sem flestum
hönnuðum og framleiðendum
og hjálpa þeim að koma þjónustu
sinni og vöru á framfæri. Eru sem
flestir hvattir til að vera með sýn-
ingar og kynna verk sin en Hönn-
unarvettvangur mun svo sjá um
ráðstefnuhaldogaðraruppákom-
urtengdar Hönnunardögum.
Guðbjörg Gissurardóttir er fram-
kvæmdastjóri Hönnunarvett-
vangs en Impra, nýsköpunarmið-
stöð, mun hýsa verkefnið til að
byrja með. Nánari upplýsingar
má finna á www.icelanddesign.is
og á www.impra.is.
flhugciverðir tenglar:
www.icomefromreykjavik.com
Halli Civelek er óumdeilanlega einn af okkar ferskustu hönnuðum. Verk hans eru einstak-
lega hugmyndarík og sjaldan er langt í húmorinn heldur. Halli er nú við nám i New York
hjá Parsons School of Design.
www.grafiksense.net/sol
r ; , ; > Sól Hrafnsóttir er nemi í grafískri hönnun hjá Listaháskóla íslands og sýnir hún hér flest
; '% * af sínum bestu verkum.
www.vaniiiusaft.com
Siggi Eggertsson er, svo vægt sé til orða tekið, einn frumlegasti hönnuður landsins. Á
Vanillausaft má finna samsafn helstu myndskreytinga og verka hans.
www.isakwinther.com
ísak er með fjölhæfari mönnum sem finna má og sannast það svo um munar þegar litið
er yfir verk hans. ísak er iðnhönnuður að upplagi en einnig afbragðs grafískur hönnuöur.
Form Islondia
Vefmagasín tileink-
að íslenskri hönnun
og sjónrænni menn-
ingu
Form Islandia er
hugarfóstur Ragnars
Freys Pálssonar en
hann er nýútskrifað-
ur grafískur hönnuð-
ur frá Listaháskóla
íslands. Ragnar, sem
ritstýrði áður hönn-
unarveftímaritinu
lcelandic National
Team, sem nú hefur
verið lagt niður, hef-
ur lengi haft puttana
á hönnunarpúlsinum
og verið ötull við að
kynna allt það nýj-
asta og markverðasta
í íslenskri og erlendri hönnun fyrir
samferðamönnum sínum.
Form Islandia er ætlað að kynna
íslenska hönnun og sjónmenningu
í víðasta skilningi en á vefnum má
finna umfjallanir um atburði, sýn-
ingar, einstaka hönnuði, viðtöl,
greinar og margt fleira. Ragnar
hefur fengið í lið með sér nokkra
unga og upprennandi hönnuði,
sem og fasta penna, til að færa
lesendum vefjarins yfirgripsmikla
og áhugaverða umfjöllun um sem
flestar hliðar hönnunar.
Form Islandia vefurinn er allur á
ensku og segir Ragnar það vera til
að ná til sem flestra. "Við viljum
kynna íslenska hönnun fyrir heim-
inum, ekki bara íslendingum, þótt
þess gerist reyndar þörf líka!" Er-
lendur lesendahópur vefjarins er
þegar orðinn þónokkuð stór og
þykir Ijóst að íslensk hönnun vekur
áhuga hjá fólki. Hingað til hefur
ekki verið til mikið ef ni um íslenska
hönnun á netinu þótt þörfin hafi
vissulega verið mikil."
Aukgreinaog umfjallana máeinn-
ig finna handhægan lista yfir um
100 íslenska hönnuði og heimasíð-
ur þeirra á vefnum. Listinn er þægi-
lega flokkaður eftir fagi hvers
einstaklings og stækkar hann ört
með hverjum deginum. Einnig má
finna gagnlega tengla inn á heima-
síður helstu stofn-
ana, safna og félaga
er tengjast íslenskri
hönnun á einhvern
hátt. Þannig virkar
vefurinn sem eins
konar gátt að net-
kerfi íslenska hönn-
unarsamfélagsins.
Á næstunni kem-
ur út, í fyrsta sinn á
íslandi, alíslenskur
hönnunarannáll á
vegum Form Island-
ia. Safnað hefur ver-
ið saman verkum frá
mörgum af ferskustu
hönnuðum (slands
og er annállinn eins
konar yfirlit yfir það
helsta sem gerðist í
hönnun og sjónmenningu á íslandi
árið 2004. Tilgangur verkefnisins
er að vekja athygli á þeim hönnuð-
um sem þótt hafa skarað fram úr á
sínu sviði en hafa ekki, af einhverj-
um ástæðum, fengið tækifæri til
að koma sér og sínum verkum á
framfæri. Verður annállinn frjáls til
niðurhals á vefsíðu Form Islandia
en búast má við því að hann verði
sendur til helstu hönnunarsetra á
netinu til kynningar.
Ragnar segir að Form Islandia sé
ákveðin tilraun til að finna hina
sönnu rödd íslenskrar hönnunar
en hann telur að íslensk hönnun
hafi átt erfitt með að finna sinn
eigin hljóm eða fagurfræðileg ein-
kenni. „Danmörk hefur sinn hljóm.
Svíþjóð hefur sinn hljóm og Finn-
land líka. ísland vantar reyndar
þessa sterku hönnunararfleifð sem
hin löndin búa yfir og þess vegna
er erfitt að alhæfa um hinn eina
sanna íslenska hönnunarhljóm.
Það er ein af ástæðunum fyrir að
ísland er alltof oft skilið út undan
þegar fjallað er um skandinavíska
hönnun. Um hvað snýst íslensk
hönnun? Ull, víkinga, álfa eða
harðfisk? Það held ég ekki! Við er-
um komin út úr moldarkofanum.
Við erum á heimsmælikvarða!"
www.formislandia.com
Safnað hefur
verið saman
verkum frá
mörgum af
ferskustu
hönnuðum
íslands og er
annállinn eins
konar yfirlit
yfir það helsta
sem gerðist
íhönnun og
sjónmenn-
ingu á íslandi
árið 2004.
36