Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 41
FULLORBNUN
06 FULLKOMNUN
Texti: Sunna Dis
Eg fékk áfall lífs míns um daginn.
Og líf mitt var áfallið. Nánar tiltekið: lengd þess.
Jón Páll Halldórsson er búinn að vera í tattú-bransanum í 12 ár, lærði í Aþenu á
Grikklandi, opnaði JP Tattoo fyrir meira en áratug og tók sér síðan smávegis pásu.
Núna er hann kominn til baka, íslendingum til mikillar ánægju, og rekur nú nýja
stofu, fslenzku húðflúrstofuna, á Hverfisgötu 39.
Fyrir nokkrum árum var aðalmálið
að fá sér tribal tattú. Er eitthvað
sérstakt sem er ráðandi núna?
Þetta kemur úr öllum áttum núna, en það
sem mér finnst vera ráðandi, a.m.k. af því
sem við erum að fá inn til okkar hér á stof-
unni, er að fólk kemur með myndir sem það
er búið að hugsa vel um áður en það mætir
eða biður okkur um að teikna eitthvað sér-
stakt fyrir sig. Það má því segja að tattúin
séu orðin persónulegri, við til dæmis tattú-
verum aldrei sömu myndina tvisvar, þó hún
komi úr möppunum hjá okkur. Mismunandi
litir eru líka að koma sterkir inn núna, en
fyrir nokkrum árum komu allir inn og fengu
sér svört tribal-tattú. Þetta er að breytast
og meira að segja ég er að spá í að setja liti
í gömlu, svörtu tattúin mín.
Svokallaðar "Dark images" með
miklum skyggingunum eru það
rosalegasta sem ég hef séð í
tattúveringum að undanförnu.
Er þetta vinsælt hér á landi?
Dark images eru mjög vinsæl í Ameríku,
enda mikil list og fólk er aðeins að opna
fyrir þessu hér heima. Dark images eru sér
flokkur af tattúum, eins konar evil-djöfla
þema. Þetta er stíll sem að hágæða tattú
njóta sín mjög vel i. Núna er hægt að gera
alveg geðveikar myndir, með brjáluðum lit-
um og þvílíkum skyggingum. Þú getur gert
hreinlega allt í dag.
Færðu mikið af fyrirspurn-
um frá fólki sem vill losna
við gömul tattú?
Já, alveg rosalega margar. Það sem við ger-
um þá er að líta yfir gömul tattú því það
er eiginlega besta leiðin til þess að bjarga
þessu. Núna er komið svo mikið úrval af
flottum litum þannig að það er ekkert mál
að breyta til dæmis gömlu daufu tribal-
tattúi í fallega mynd.
Gerir þú jurtatattú?
Nei, mín skoðun á svona jurtatattúum er sú
að þau eru rugl. Þetta eru litir sem eru not-
aðir á snyrtistofum til að lita til wwvdæmis
augabrúnir og í kringum augun, en það seg-
ir sig alveg sjálft að þegar maður stingur nál
með lit inn í húðina þá myndast alltaf smá
ör eftir hana. Liturinn fölnar úr á mörgum
árum en fer aldrei alveg. Þess í stað verð-
ur viðkomandi með einhverja gráa klessu
í einhverju öri á líkamanum það sem eftir
er ævinnar. Jurtatattú eru fín og sniðug í
andlit en ekki á sléttan húðflöt sem einhver
mynd.
Hvert er stærsta tattúið
sem þú hefur gert?
Ég er að vinna núna í mínu stærsta verkefni
til þessa. Þetta eru svipmyndir úr goðsögun-
um með öllum æsunum saman komnum og
tattúið nær yfir allt bakið, axlirnar og alveg
niður að olnboga. Ég teikna þetta sjálfur og
það er alveg ótrúlega gaman. Ég er akkúrat
að teikna það núna.
En það furðulegasta?
Einu sinni kom strákur til mín og lét mig
tattúa galdrarún á tittlinginn á sér, sem átti
að koma í veg fyrir að það yrði höggvið af.
Áttu þér einhvern uppá-
haldstattúmeistara?
Já, það er einn brjálaður sem heitir Guy
Atchinson. Hann er með rosalegar myndir
en hægt er að kíkja á þær á heimasíðunni
hans, sem er http://www.hyperspacestudi-
os.com/
Hvað kostar síðan eitt
stykki tattú?
Það er svona frá 7.000 krónum og upp úr.
"The sky is the limit".
Þeir sem vilja kíkja á það sem Jón Pál
hefur verið að gera geta farið á http://
icelandtattoo.com eða www.jon-pall.com.
Gömul og glórulaus
Ég var minnt á það á hrottalegan hátt að
þegar afmælið mitt rennur upp og lífgar
upp á septemberþunglyndið í haust, verð
ég 22 ára. Ég hafði staðið í þeirri trú í þó
nokkurn tíma að ég væri að verða tuttugu
og eins. Ég, sem hristi höfuðið ákaft yfir
aulagangi í foreldrum sem þurftu 5 mínútna
umhugsunartíma i hvert skipti sem þau voru
spurð um aldur, var í sömu sporum. Sama
hver ástæðan fyrir þessu minnistapi mínu er
(og mig grunar að hún sé fóbía mín yfir þvi
að aldur minn sé nú þriggja stafa orð í stað
eins - þetta skelfilega OG eitthvað) er niður-
staðan aðeins ein: ég er að verða gömul.
Móðir mín og lífsgúrú hefur iðulega haldið
því fram að ég sé svokölluð gömul sál. Að
minnsta kosti óvenjulega andlega þroskuð
eftir aldri (nokkuð sem undirrituð hárreytti
sig þó nokkuð yfir á hinum grimmu og al-
ræmdu unglingsárum: lýsandi fyrir mína
heppni að ég fyrst ég sé þroskuð á einhvern
hátt þurfi það endilega að vera ANDLEGA.
Frábært. Nei, í alvöru. Takk.) Ég er hins veg-
ar að komast að því - með aldrinum, auð-
vitað - að ég er alveg hrikalega nýfædd og
glórulaus sál. Og ég er alveg sjúklega léleg í
því að vera fullorðin.
Það er alltaf að verða skýrara og skýrara að
ég átti aldrei að verða eldri en átján. Nítján
kannski. Það eru vissulega ekki nema þrjú ár
siðan það var, en mér finnast þau vera 10.
Ég er orðin fullorðin, því verður ekki neitað.
Sönnunargögn?
1. Ég versla í Bónus - og eins og það sé
ekki nógu fullorðinslegt, þá versla ég
mat fyrir fimm tölu upphæðir og treð
honum í frystihólfið.
2. Ég er með yfirdráttarheimild og er
komin á hinn ógnvænlega lista LÍN.
3. í skápnum undir eldhúsvaskinum
mínum er að finna a.m.k. 7 mismun-
andi tegundir af hreinsiefnum.
4. Ég rakaði ekki á mér lappirnar í...
allt of iangan tíma af því að mér fannst
of blóðugt (ha!) að borga 1000 krónur
fyrir rakvélablöð.
Tálsýnir og trylltur hjartsláttur
Ókei, svo kannski er ég bara orðin nísk og
ekki fullorðin. En sannleikurinn er sá að ég
er arfaléleg í þessu öllusaman. Mig dreymir
martraðir um að LÍN og Handrukkarafélag
íslands hafi tekið höndum saman og það
sé bara tímaspursmál hvenær þeir næla í
mig - svo ekki sé minnst á hjartsláttartrufl-
anirnar sem ég fæ í hvert skipti sem ég fer
í bankann. Orðið "þjónustufulltrúi" hefur
sömu áhrif á mig og "endajaxlataka" hefur
á aðra..
Fullorðnu fyrirmyndirnar mínar - fólkið sem
ég hafði fyrir augunum sem barn - voru svo
fullkomnar. Ég sá þau aldrei fá svitaköst og
fara að skjálfa þegar minnst var á þjónustu-
fulltrúa. Ekki heldur trassa allt sem hægt
var að trassa - bara vegna þess að oft er
mun skemmtilegra að liggja í sófanum og
horfa á Desperate Housewives í stað þess
að, tja... borga reikninga? Læra fyrir próf?
Skila skattaskýrslu? Takast á við sívaxandi
FIT-kostnaði?
Fyrsta verslunarferð mín í Bónus kom af
stað þvílíku hláturskasti hjá föður mínum
að mér stóð ekki á sama. Það var líklega af
því að sú ferð átti sér stað klukkan hálf ell-
efu á laugardagsmorgni - nokkuð sem hefði
verið algerlega óhugsandi örfáum árum
áður vegna þynnku á stærð við loðfil. Og í
sannleika sagt hlæ ég álíka mikið með sjálfri
mér þegar ég hugsa til þess að litlir krakkar
horfa á mig og kalla mig "konu" (hefur or-
sakað dagmartraðir) - manneskju sem hélt
að FIT-kostnaður væri nýr megrunarkúr. í
rauninni eru bara tveir möguleikar í stöð-
unni: annað hvort er ég bara gjörsamlega
glötuð sem fullorðinn einstaklingur, eða þá
að fullorðnu fyrirmyndirnar mínar voru ekki
fullkomnar.
Ég ætla að rannsaka málið. Ég ætla að gera
raddmælingar á fullorðnum fjölskyldumeð-
limum mínum þegar þau hringja í þjónustu-
fulltrúa, og athuga hvort ég geti greint titr-
ing. Taka strokur úr lófum þegar þau horfast
í augu við konurnar hjá skattstjóra og gá
hvort svitaframleiðsla hefur aukist. Mig er
nefnilega farið að gruna að þetta með að
vera fullorðinn sé stærsta lygi í heimi. Við
séum öll jafn glórulaus - og líf okkar byggt á
tálsýn um fullkomnun.
Jæja, ég ætla að skokka yfir í bankann og
hækka yfirdráttinn minn. Nema ég geri
það á morgun. Lifið vel - fullorðin eða ekki.
41
I