Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 39

Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 39
Klíkurnar fara að spretta upp Svokallaðir Teddy Boys voru eitt dæmi unglingagengja sem byrj- aði að mótast í Bretlandi á sjötta áratugnum. Þetta voru í upphafi verkamannastrákar sem hlustuðu á rokk og ról, klæddust fínum föt- um, hvítri skyrtu og bindi, söfn- uðu börtum og formuðu hárið með brilljantíni. Stelpurnar gengu um í stórum og víðum pilsum með tagl í hárinu og dönsuðu jive við strákana. Kvikmyndin West Side Story lýsir þessu tímabili vel og sýnir hvernig unglingunum var full alvara með klíkurnarsem þeir tilheyrðu. Teddy Boys voru þó ekki einir um að móta unglingatískuna því bóhemarnir sem reyndu fyrir sér með skrifum og listum fóru að mótast í klíku sem kallaðist Be- atniks. Þeir voru á móti ríkjandi háttum og gengu helst i öllu svörtu. Þeir hafa komið fram í fjöl- mörgum kvikmyndum og þáttum, meðal annrars myndinni The Beat Generation frá árinu 1959. Samfélagið varð sífellt frjálslegra og unglingarnir urðu draumur markaðssetningarmannsins. Þeir höfðu meiri peninga á milli hand- anna en foreldrar þeirra höfðu haft á sama aldri og fylgdust vel með því sem var að gerast. Sú breyting, sem hafði átt sér stað síðustu tiu árin, var bara byrjunin á unglingabylgju sem átti eftir að einkenna það sem eftir var aldar- innar. Steinunn Jakobsdóttir idáirt r m vi| Herbergi 405 Línurnar gegna hlutverki bláæða sem tengja saman alla hluta herbergis ástralska hópsins Pandarosa. Auk þess tákna línurnar þá margbrotni tengingu sem er á milli mismunandi lífvera í náttúrunni. Pandarosa hópurinn hefur unnið við Ijósmyndun, prentlist, vefsíðugerð og sett upp margs konar sýningar í gegnum tíðina. Herbergi 115 „Herbergi 115 er undir áhrifum frá því sem ég sé og heyri út um gluggan á herberginu mínu í Caracas" segir Masa, grafískur hönnuður frá Venesúela. Græni liturinn er þar allsráðandi en hún býr í steinsteyptu húsi sem er umkringt af skógi og grænum hlíðum. Hún vildi því gera dvöl gestanna afslappandi og færa þá inn í náttúruna þegar þeir koma inn úr asa stórborgarinnar. Herbergi 407 Brasilíski hönnuðurinn Speto gerði allar myndskreytingarnar sjálfur og klæddi húsgögnin með mjúku leðri. Hann segir sjálfur að list sín sé fremur barnaleg en að verkið í herberginu eigi að sera nokkurs konar háðsdeila og blandar saman sögu, stjórnmálum og lífsbaráttu við áberandi liti og mynstur. 39

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.