Orðlaus - 01.07.2005, Blaðsíða 10
Brenndalokan
Um daginn var ég stödd í annars
manns stofu vestur í bæ. Úr græj-
unum ómaði söngur einhvers sen-
sitive póníteil tónlistarmanns sem
söng um fegurð ástarinnar í takt
við blaktandi loga kertaljósanna.
Við hlið mér sat maður sem get-
ur verið pirrandi á köflum en yfir
heildina þá dái ég hann. Hann hélt
um fótinn á mér og kitlaði á mér
tærnar og mér fannst hann frekar
adorable svona áfastur við ilina á
mér. Þetta var þetta fullkomna
augnablik sem einhverjar óræð-
ar tilfinningar sem erfitt er að út-
skýra fara af stað og mann langar
helst til að breyta ekki neinu það
sem eftirlifir... eða allavega þang-
að til manni fer að leiðast.
En um það bil sem ég ætlaði að
fara að opna munninn til að segja
manninum, sem enn var fastur
með varirnar við fótinn á mér,
hvað mér fyndist hann meistara-
lega vel heppnaður þá var eins og
það lokaðist fyrir eitthvað í hálsin-
um á mér. Það sem gerði vart við
sig í hálsinum á mér var það sem
ég vil kalla brenndulokuna.
Þetta er loka, svona eins og vatns-
loka, sem myndast þegar ein sál
brennir aðra. Lokan verður svo
alltaf stærri og stærri eftir því
sem brunaútköllin verða fleiri og
svo þegar kemur að því að tjá til-
finningar, sýna væntumþykju eða
leyfa sér að slappa af og líða vel,
þá skynjar brenndalokan það,
herðir fyrir málpípuna og fram-
kvæmdagleðina og við hvorki segj-
um né gerum neitt. Tökum enga
sénsa að gefinni reynslu. Stöndum
Oft þegar við tjáum tilfinningar
okkar þá gerum við það með þeirri
kröfu um að fá það sama til baka.
Segi ekki neitt við neinn sem segir
ekki neitt við neinn. Við ætlumst
til að allir dóli sér á sama hraða og
maður sjálfur og allir séu í hrifnir
í takt og skotnir á sömu móment-
um. Við þjáumst greinilega enn
„Við ætlumst til að allir dóli sér
á sama hraða og maður sjálf-
ur og allir séu í hrifnir í takt og
skotnir á sömu mómentum"
bara og störum og minnumst tíma
þegar við hlupum á okkur í þess-
um efnum og hverju það skilaði
okkur. Málið var að ég vildi ekki
segja honum neitt því ég var svo
hrædd um að hann hefði ekki það
sama að segja, eða að ég myndi
segja - mér finnst þú frábær - og
þá segði hann bara - já, ég veit...
eða ... - takk. Og við vitum öll að
það versta sem hægt er að heyra
þegar maður játarástartengdartil-
finningar er... takk. Og hvað segir
maður þá... verði þér að góðu (og
kannski éttu það sem úti frýs).
af samfósyndrominu síðan í sjö
ára bekk ... fer ekki skólann nema
vera samfó Dísu ... segi ekki hvern-
ig mér líður nema þú sért samfó
og liði þannig líka. Ekki frekar en
við vildum labba ein í skólann í sjö
ára bekk, sem bæ ðe vei var algjör-
lega ömó, viljum við ekki vera eini
aðilinn í tveggja manna sambandi
semdeilirtilfinningumeðatjáirað-
dáunsína. Svo fara þessar ósögðu
tilfinningar að brjótast út í afbrýð-
isemi og óöryggi og maður fer að
fríka út...
- HVAÐA STELPA VAR ÞETTA SEM
ÞÚ VARST AÐ TALA VIÐ?! -
- Eeeemm, pulsusalinn -
JÁ, ER ÞAÐ JÁ? ÞÚ GETUR BARA
ÁTT ÞIGI-
Og þar með er það samband bú-
ið.
Þetta hugsaði ég allt saman á
meðan maðurinn í stofunni vestur
í bæ kyssti á mér ilina, brenndalok-
an var að gegna sínu óumbeðna
hlutverki og ég sagði ekki neitt
við neinn sem sagði ekki neitt við
mig. Síðan ákvað ég bara að gefa
skít í þetta. Opnaði fyrir lokuna
og lét vaða. Og viti menn, það var
bara alls ekkert svo slæmt. Ég var
bara sátt við að hafa sagt mitt og
á þeim tímapunkti var mér í raun
sama um hvort hann væri sam-
mála mér eða ekki. Ég var bara
svo ánægð að hafa opnað fyrir
lokuna. Stundum verður maður
að taka áhættu og prófa að lifa
og njóta. Maður græðir ekkert á
lífinu ef maður ætiar sér alltaf að
vera varkár.
Jóhanna
WO
«-30
<S)
>
VINNA
Vinna er áhugamál sem flest-
ir stunda átta tíma á dag.
Þú skalt vinrva eins og þú þurfir
ekki á peningunum að halda.
Enginn er atvinnulaus með-
an þvottakarfan er full.
KYNLÍF
Það sem þú vilt að aðrir gjöri yður, það
skalt þú gjöra svo vel og biðja aðra um.
Kynlíf er smáatriði sem kemur að fjölgun
mannkyns. Hver er aftur tilgangur lífsins?
Að tjá sig um kynlíf við fjölmiðla
er eins og að skilja útidyrahurð-
ina opna handa þjófum.
MATUR
Þú lifir ekki til að borða,
þú borðartil að lifa.
Góðir kokkar hafa ekkert í makann
þinn þegar hann fer að sjóða vatn.
Laugardagar eru nammidagar.
MANNLEG SAMSKIPTI
Eyddu orku þinni í fólk sem gef-
urþéreitthvaðtil baka.
Það sem þú vilt að aðrir gjöri yð-
ur... blablabla, þú veist.
Sá sem á mest dót þegar hann deyr - vinnur.
PENINGAR
Það er dýrt að skulda en það er
betra en að eiga ekki neitt.
Líttu á peninga sem lán og
peningaleysi sem - lán.
Þú skalt vinna eins og þú þurfir ekki á
peningunum að halda. (Sjá vinna.)
Hljómsveitin Gubbrass hefur
sent frá sér lag á rokk.is sem
heitir Fuckface. Það vakti for-
vitni okkar að vita hverjir væru
á bak við þetta lag og því slóg-
um við á þráðinn og komumst
að því að það eru tveir Orma-
bræður sem standa fyrir Gubb-
rassi.
Hverjir skipa Gubbrass?
Við erum tveir strákar sem erum
reyndar í öðrum hljómsveitum. Ég
heiti Halli, er 18 ára og er í Lödu
Sport, og síðan er Rafnar sem er í
Tony the pony.
Hvernig varð Fuckface til?
Við erum búnir að vera mjög góðir
vinir lengi og vorum bara að leika
okkur eina helgi og sömdum þetta
eina lag og hentum því inn á rokk.
is.
Hvenær eru fyrstu tón-
leikarnir planaðir?
Það er í rauninni ekkert planað.
Við búum hvor í sínum landshlut-
GUBBRASS
anum þannig að það er mjög erfitt
að æfa. En við þyrftum I rauninni
tvo í viðbót með okkur til að geta
spilað live, einn á bassa og einn á
hljómborð.
Hver spilar á hvað?
Ég Halli spila á trommur, hljóm-
borð, tunnur, bumbur og síðan
syng ég og gef frá mér stunur.
Rafnar spilar á gítar, bassa, hljóm-
borð og syngur.
Nú er textinn í laginu
frekar grófur. Hvað-
an kemur hann?
Þetta er nú bara eitthvert flipp.
Við vorum bara að leika okkur og
langaði að gera eitthvað öðruvísi.
Hvort kom á undan,
textinn eða lagið?
Lagið kom á undan.
Þið skilgreinið ykkur
á rokk.is sem klám-
myndarokk. Er það
eitthvert djók eða...?
Já, bæði og... maður hefði nú ekk-
ert á móti því að heyra lagið í ís-
lenskri klámmynd.
Hvaðan kom nafn-
ið Gubbrass?
Við vissum ekkert hvað við áttum
að láta hljómsveitina heita en síð-
an vorum við að skrifa eitthvað og
það kom stafsetningarvilla í text-
ann og út úr því kom Gubbrass.
Eruð þið búnir að vera
lengi í hljómsveitum?
Já, við erum búnir að vera það.
Ég (Halli) er búinn að vera í Lödu
Sport í um það bil þrjú ár og Rafn-
ar er búinn að vera í Tony the pony
í svipað langan tíma.
Er eitthvað sem þér
finnst virkilega vanta í
íslenskt tónlistarlíf?
Nei, mér finnst bara að það vanti
meiri metnað í tónlistarsækjend-
ur, en þeir mættu alveg vera dug-
legri að mæta á tónleika.