Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 2

Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 2
25. tbl. September 2005 RITSTJÓRN Steinunn Helga Jakobsdóttir Hrefna Björk Sverrisdóttir UPPLÝSINGAR VARÐANDI EFNI Steinunn Jakobsdóttir steinunn@ordlaus.is S: 822 2987 AUGLÝSINGAR Hrefna Björk Sverrisdóttir hrefna@ordlaus.is S: 822 2986 FJÁRMÁL Hrefna Björk Sverrisdóttir hrefna@ordlaus.is s: 822 2986 HÖNNUN&UMBROT Steinar Pálsson / Sharq Birna Geirfinns / www.birnageirfinns.com ÚTGEFANDI Ár og dagur ehf. Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur S: 510-3700 www.ordlaus.is FORSfÐUMYND Suzy & Elvis FÖRÐUN OG HÁR Sóley Ástudóttir FORSÍÐUANDLIT Elín J. MYNDIR Arnar Fells Atli - www.at.is Steinar Hugi Ester PRENTSMIÐJA Prentsmiðja Morgunblaðsins Upplag: 25.000 PENNAR Aðalbjörn Sigurðsson Agnar Burgees Bjarni Sigurðarson Björn Bragi Björn Þór Egill Harðar Haukur S. Magnússon Hrefna Björk Sverrisdóttir Jóhanna Sveinsdóttir Katrín Bessadóttir Kristín Nanna Vilhelmsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir Margrét Hugrún Steinunn Jakobsdóttir Sunna Dís Másdóttir HRIST UPP í RÚTÍIUUIVIIYII Jæja, þá er komið að því. Sumarið er búið og skólarnir byrjaðir. ífyrsta sinn frá því að ég var sex ára gömul er ég þó ekki meðal þess stóra hóps sem sest á skólabekkinn á ný á þessum tíma ársins. Á meðan ný rútína hefst hjá þeim hópi er ég enn stödd í þeirri sömu og þegar sumarið byrjaði. Eina sem breytist er í rauninni það að sólin vekur mig ekki jafn snemma á morgnana, vindarnir eru farnir að blása kröftug- ar og nú verður erfiðara að plata vinina út í alls kyns vitleysu, þar sem bækurnar taka allan þeirra tíma. Sumarævintýrinu er lokið og skammdegið tekur við. Sumarið hefur yfirgefið mig og níu mánuðir í það næsta og það eina sem ég sit uppi með er verkefnalistinn sem átti að klára í fríinu. Við nánari athugun þarf þetta kannski alls ekki að vera svo hrikalegt. Þó að spenn- andi tímar, fullir af viðburðarríkum sumarkvöldum, beygluðum morgnum og óteljandi kjaftastundum fram á nótt með vinunum úti á svölum þar sem sólin skein meirihluta sólarhringsins og öll heimsins vandamál voru leyst eftir því sem leið á nóttina tilheyri núna fortíðinni er framtíðin kannski ekkert svo slæm. Eftir að einu ævintýrinu líkur tekur nefnilega alltaf annað við. Þegar svartasta skammdegið skellur á og enginn sér sólarglætu í grámyglulegri tilver- unni fyllist stór hluti landsmanna þó yfirleitt af miklum leiða. En það er ekkert mál að lækna leiða. Eina sem þarf er smá forvitni og að leifa ímyndunaraflinu að krydda tilveruna. Hvernig dagarnir næstu mánuðina verða hjá okkur er ekki spurning um neitt annað en hvernig við ákveðum að þeir eigi að vera. Ef við breytum hugsunarhættinum þá breytist tilveran með. Ef ímyndunaraflið þrýtur get ég auðvitað alltaf haldið sam- bandinu við svalirnar góðu með því að mála loksins dyrnar á þeim, en það var fyrsta verkefni sumarsins í upphafi. Vetrinum þarf nefnilega ekkert að fylgja stanslaus partýtil þess að hversdagurinn sé skemmtilegur. Eftir annasamt sumar er tími til að leyfa sér að verða latur, gefa sér tíma í að hanga í sófanum í fleiri klukkutíma, gera heimilið huggulegt og leyfa líkamanum síðan að fá þann svefn sem hann þarf. Nú færist hangistaðurinn frá Austurvelli aftur inn á heimilið og með réttu tónlistinni og rétta fólkinu getur blandan orðið fyrirtaks kokkteill. Steinunn Jakobsdóttir EFIYIISYFIRLIT Heiða í Nikita Ertu Rasti? Hollywood Trabant Kvikmyndahátíð Möst áður en þú Tískan á áttunda deyrð... áratugnum .... og svo mikið, mikið meira! ... og fleiri nafnlausir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.