Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 18

Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 18
* EFTIR AÐ KREDITLISTINN RULLAR... Eftir að kreditlistinn rúllar fara söguhetjurnar á hvíta tjaldinu heim í raunveruleikann og fatta að samband er ekki leikur einn nema þú hafir hollívúddískan handrits- höfund til að skrifa niður fyrir þig lífið. Handritsskrifuðu söguhetj- urnar á hvíta tjaldinu með sína fullkomnu húð draga úr von okkar eðlilega fólksins með alla okkar galla á að vera sátt við okkar mið- ur heppnuðu veröld. Á hvíta tjaldinu rétta karlmennirn- ir ekki úr bakinu þegar þeir ropa til að ná betri hljómgrunn, þeir ropa barasta ekki yfir höfuð, ekki nema þeir leiki karakterinn sem aldrei fær að sofa hjá. Á hvíta tjaldinu eru konurnar ávallt í blúndunar- íum og prumpa ekki undir sæng- inni, annað en raunverulegar konur sem prumpa í gríð og erg. Á hvíta tjaldinu er ekkert vesen útaf illalyktandi sokkum sem virð- ast hafa sjálfstætt líf og skríða um alla íbúðina, af því að á hvíta tjaldinu er enginn táfýla til, sokk- ar hafa sinn fullkomna stað eins og allt annað í þeim heimi. Stund- um vildi ég óska þess að ég gæti bara búið í heimi hvíta tjaldsins, í táfýlulausu, prumpfríu hamingju- sömu handritsskrifuðu landi þar sem allir blómstra þangað til okk- ar lífsins kreditlisti rúllar yfir lífs- hlaupið okkar. En svo er ekki. Ég er stödd á hinum blóðuga baráttu- velli ástarinnar. Ég í mínum ósexí bómullarnaríum á móti manninum í táfýlusokkunum. Baráttan hefst þegar nýjabrumið af sambandinu er farið og maður stendur frammi fyrir þvi að maki manns er ekki full- kominn, og það sem verra er, ekki alltaf sammála manni. Þetta kallar á blóðuga baráttu. Lífsins rifrildi eru nefnilega aðeins flóknari en þau sem gerast í landi hvíta tjalds- ins þar sem rifrildin eru alltaf byggð á misskilningi... hún frétti að hann væri fífl en hann var það alls ekki, það var bara rangur misskilningur og þar með er eina lífskrísan þeirra að baki ... og kreditlistinn rúllar... you had me at hello ... sagði hún eftir að hann var búinn að koma fram við hana eins og tóma jógúrt- dollu ... kreditlistinn rúllar. Halló! Ég segi við minn kærasta - ég er bara ekki sátt við að tuð tuð tuð - þá segir hann bara - já er það, ég er bara ekki sammála þér - ég stend ein eftir á baráttuvellinum í krumpuðum nærbuxum og bíð eft- ir að tónlistin feidist upp og kredit- ið rúlli yfir ástríðuþrunginn koss en það eina sem heyrist er vel tónað réttúr bakinu rop og það eina sem rúllar eru illa lyktandi sokkar upp úr þvottakörfunni. í sambandi koma saman tveir ein- staklingar ólíkir að gerð og lögun og fyrr en síðar verða árekstrar þar á milli á blóðugum vígvelli ástarinn- ar þar sem tveir einstaklingar berj- ast fyrir tilvistarrétti sínum. Þó rifr- ildin séu hundleiðinleg á meðan á þeim stendur þá er það eftirleikur- inn sem skiptir máli. Eftir hvert rifr- ildi er maður reynslunni ríkari og það er stundirnar á milli stríða sem skipta máli því í raun eru sambönd ekkert nema stund á milli stríða. Þú nýtur góðu dagana og reynir að komast í gegnum þá slæmu. Ég held við ættum að vissu leyti að mæla sambönd eftir því hvern- ig slæmu stundirnar eru frekar en góðu. Aðgefastekkiuppeftireina slæma viku eða jafnvel ár sýnir að fólk er tilbúið til að vinna úr vanda- málunum, sem er góðs viti þar sem heimurinn utan hvíta tjaldsins er vandamálin endalaus, það er sífellt eitthvað að koma uppá sem þarf að vinna úr og það er gott að vita að það sé einhver með manni sem er tilbúinn til að gefa sér tímann til að vinna úr því. Við því miður lifum í raunveruleikanum sem gerist eftir að kreditlistinn rúllar á hvíta tjald- inu sem kvikmyndaáhugamenn fá ekki að vera vitni að, við verðum því að njóta stundanna sem eru á milli stríða ... lítið á það þannig að í stað eins kreditlista sem tákn- ar happily ever after þá fáum við marga litla kreditlista eftir hvert rifrildi og hverja baráttu, og þá hefst Hollívúddmyndin uppá nýtt. Og það er ekki slæmt ef lífið er margar hamingjusamar Hollívúdd- myndir... munið bara að ganga út í hléi ef myndin er með eindæmum leiðinleg. Góða baráttu Jóhanna TAKA 2: KVIKMYNDAKLUÐUR Þegar stóru kallarnir í Hollywood gleyma að vinna heimavinnuna sína verður ýmislegt skrautlegt úr því. Hér á eftir fara aðeins nokk- ur dæmi um það hvernig þeir ná að klúðra hlutunum. Stundum er þetta grátbroslegt með hliðsjón af þeim milljónum sem eytt er í hverja mynd. Besta viðgerðaliðið Það er sko ekki hann Michael Schumacher sem er með besta viðgerðaliðið í bransanum. Hann bliknar í samanburði við mennina á settinu hjá Arnold Schwartze- negger í Commando. Þar ekur rík- isstjórinn eins og vitleysingur og klessir á allt sem á vegi hans verð- ur og bíllinn beyglast í samræmi við það. Þegar vondu kallarnir eru horfnir og Arnold kveður gelluna í bílnum og keyrir í burtu sáttur við kossinn er bíllinn eins og nýkom- inn úr kassanum, engin ummerki eftir glæfraaksturinn. Slappasta líffræð- in, sagnfræðin og landafræðin I stórmynd síðasta sumars, Tróju, með Brad Pitt fremstan i flokki, var flott markaðsatriði þar sem sýnt var hvernig kaupa mátti hvað sem er í þessari fornu stórborg. Leirker, þrælar, glingur og fleira, meira að segja lamadýr. Það eina er að lamadýr koma frá Suður-Am- eríku, en menn fóru ekki þangað í fyrsta skipti fyrr en nokkur hundr- uð árum seinna, smá klúður þar. Vatnið sem var ekki til í Titanic er Leonardo DiCaprio tíðrætt um Lake Wissota þar sem hann átti að hafa alist upp og veitt úr vök á veturna. Vatnið er í Wisconsinfylki, nálægt Chippewa Falls og er gert af mannavöldum með stíflu. Hængurinn er að vatni var ekki hleypt í lónið fyrr en ár- ið 1918, sex árum eftir að Titanic sökk, og Leo með því. Soldið eins og að segjast hafa farið á sjóskíði í Hálslóni í fyrrasumar. Besta notkun á dauð- um aukaleikara Það er ekki bara Clint Eastwood sem þarf að hafa áhyggjur af au- kaleikurunum sínum. [ Tom Cru- ise myndinni Top Gun er æsilegur lokabardagi þar sem Cruisinn sem Maverick flugkappi fær að hefna sín fyrir besta vin sinn og aðstoð- arflugmanninn Sundown sem dó fyrr í myndinni. Það er Merlin sem flýgur í staðinn með honum í bar- daganum en ef maður horfir vand- lega á aftursætið í bardaganum má greinilega sjá hjálminn hans Sundown heitins, draugur? Eða klippiklúður. Lélegur Stormtrooper f fyrstu Star Wars myndinni þeg- ar Stormtrooperarnir ráðast inn í stjórnherbergið má sjá að einn þeirra er greinilega ekki farinn að venjast hjálminum sínum þar sem hann rotar sig næstum því á því að reka höfuðið í dyragættina. Á DVD útgáfu myndarinnar má meira að segja heyra dynkinn þeg- ar þetta gerist. Tískulöggus Maximus Eftir bardagann við Germani í ósk- arsverðlaunastykkinu Gladiator fer Maximus að hesti morguninn eftir kvöld á barnum og gefur hon- um epli að narta í. Ef litið er vand- lega á milli Maximuss og hestsins má greinilega sjá einhvern náunga í glænýjum Levi's 501 buxum, nokkuð sem Sesar sjálfur átti ekki á þessum tíma. Svosem ekki skrýt- ið þegar Levi Strauss var uppi um aldamótin 1800 - 1900, nokkrum árum eftir að Rómaveldi féll. ( sömu mynd má sjá greinileg merki áþurðatraktora á ökrunum sem Maximus ríður framhjá á leið- inni heim til sín þegar hann hafði frétt að búið væri að myrða fjöl- skylduna. The Matrix [ atriðinu alræmda þar sem Neo tekur fræga Matrix move-ið sitt uppi á þakinu og kemst hjá því að vera skotinn í spað af Agent Smith sér maður greinilega byssurnar hans Neo fyrir neðan hann. Aðeins seinna eru byssurnar svo horfnar án þess að nokkur hafi getað tek- ið þær í burtu. Leikstjórarnir hafa sennilega ekki verið að spá í þetta þar sem þeir voru uppteknir við að fá hugmyndir um hvernig væri hægt að eyðileggja myndir 2 og 3. Fatavesen í Fantastic Four er atriði þar sem eldgaurinn flýgur sem eldkúla um borgina með eldflaug á eftir sér. Ekkert við það svosem að athuga fyrir utan það að hann virðist hafa farið í búninginn sinn öfugan í at- riðinu þar sem fjarkinn á brjóstinu er speglaður. Annað hvort það eða skotið var speglað. Freudian slip [ fyrstu Charlie's Angels myndinni er atriöi þar sem skvísurnar þrjár berjast við krípí thin guy í húsa- sundi. Rétt áður en Drew Barry- more sveiflar Lucy Liu í hring til þess að sparka í gaurinn kallar hún "Lucy" til þess að ná athygli henn- ar. Lucy heitir Alex í myndinni. Bíll í Héraði [ Fellowship of The Ring ganga Fróði og Sámur um akur með fugla- hræðu. f tveimurskotum má greini- lega sjá bíl á ferð í bakgrunninum sem keyrir frá hægri til vinstri. Sum- ir halda að rykið sem kemur vegna bílsins sé reykur og því sé þetta skorsteinn. Bíllinn hefur þó verið fjarlægður með hjálp tækninnar á DVD útgáfu myndarinnar. Með góðum vilja má þó sjá greinileg merki tæknivinnunnar. Blindasta tökuliðið [ unglingamyndinni Road Trip frá árinu 2000 er atriði þar sem strák- arnir í ferðalaginu eru búnir að gereyðileggja bílinn sinn og kom- ast þvi hvergi. Þeir standa þarna við bílgarminn og öskra We're stuck in the middle of nowhere. Ef aðeins þeir hefðu getað snúið sér við eða einhver ( tökuliðinu bent þeim á að gera það þar sem á milli trjánna fyrir aftan þá má greini- lega sjá veg og bíla aka eftir hon- um. Mætti segja að þeir hafi gert aðeins of mikið úr vandamálinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.