Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 27

Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 27
ada hætti bara allt í einu. Það var sameiginleg ákvörðun, allt í góðu og allir hressir]. Samkvæmt við- stöddum lifir þó enn mikið af Kan- ada í Trabant, ekki síst hvað varð- ar sviðsframkomu og slíkt, hægt er að tala um Trabant sem rökrétt framhald af Kanada, að einhverju leyti. Svo spjöllum við um Eyjar. Allir, í biðu: „Eyjar voru rosa skemmtilegar, rok og rigning. Mér leið eins og í einhverri hetju- kvikmynd [...] þessi brekka þarna er líka svo skrýtin, það verður til svona steidíum fílingur þarna [...] síðan rigndi náttúrulega svaða- lega mikið [..] þetta var mögnuð upplifun." R: „Ég og Ásdís gleymdum svefn- poka og vorum alveg fokkt, spurð- um gaurana í Eyjum hvort þeir gætu reddað okkur en það var ekkert hægt. Við lentum semsagt í vandræðum þarna og vorum eitt- hvað að ræða það baksviðs, þá var þvílík heppni að þar var staddur Helgi Björns, í einhverjum geðveik- um pimp-pels, svona risastórum Holy-B pels. Og hann var bara: „Krakkar, ég lána ykkur þennan pels í nótt, þið getið lagt ykkur undir honum ef þið lofið að njóta ásta." Og þar sváfum við. Undir pelsinum. Hann er með fallegri mönnum, hann Helgi Björns." G: „Já, þetta var mjög gaman. Daginn eftir, þegar við spiluðum á Innipúkanum, þá minntist Ragn- ar eitthvað á Eyjar. Og þá var bara „búúúú", búað á hann og eitt- hvað. Alveg glatað." Ragnar tekur við: „Það er margt sem er að verða óþægilegt hérna á íslandi, eins og til dæmis að hér búa allt í einu tvær þjóðir: „Við erum svona fólk sem fer á Innipúkann og ALDREI í Eyjar." Það er eins og hér búi tvær þjóðir sem skilgreina sig út frá og burt frá hvorri annarri." -Gæti Trabant þá orkaö sem sameiningarafl fyrir þessa ólíku flokka ? R: „Já, er það ekki bara? Við, Múg- íson og Helgi Björns." Frami og frægð á er- lendri grundu - „Ljóti hnötturinn!" -Hvað er annars á seyði hjá Tra- bant þessa dagana? Þ&R: „Núna erum við bara að und- irbúa haustið. Við erum að fara gefa út plötuna okkar í Bretlandi fyrir áramót og munum spila eitt- hvað þar i kjölfarið. Útgáfan heit- ir Southern Fried Records, lítið og krúttaralegt fyrirtæki. Bretland er svona tilraun um hvort þetta meiki einhvern sens úti, svo sjáum við til með útgáfur annarsstaðar. Við fá- um ágætis þóknun fyrir Bretland, ekkert svakalegt, en gerir okkar mál þeim mun þægilegri. Svo er- um við aðeins byrjaðir að semja." -Hvernig verður næsta plata? Þ: „Hún verður eins og öll vinsæl- ustu lögin af þessari. Bara meira af þeim." R: „Þetta verður samt svona kon- septplata um litinn strák sem er í herbergi. Svo kemur svona álfur og tekur hann upp, fer og flýgur meðhannkringumheiminnogsýn- ir honum hann. Hún heitir „A little boy's journey". Andri Snær semur textana og við erum í viðræðum við Borgarleikhúsið um að gera svona söngleik uppúr henni." G: „...sem heitir Ljóti hnötturinn". Þ: „Við ætlum að vinna þetta uppi í Hallgrímskirkjuturni, toppa múm." -Þiö vitið að ég get haft þetta allt eftirykkur og mun gera það? G: „Viðtöleru baraekkertskemmti- leg ef það er allt satt í þeim. Ég ætlaði einmitt að stinga upp á því að við færum að Ijúga einhverju sniðugu." -Ég hef þetta líka eftir ykkur. Trabant leikbrúður 12 Tóna Þegar hér er komið sögu erum við truflaðir af kurteisri afgreiðslu- stúlku, sem færir þeim mat er hans óskuðu. Talið berst á aðrar slóðir eins og vill verða þegar matur er framreiddur, rætt er um Reykjavík [,,Ég finn hvergi álíka tilfinningu og hér. Veitir innblástur og svo er þægilegt að vinna hér [...] best við Reykjavík er þessi Tómasar Guð- mundssonarfílingur, vera eitthvað að labba úti - það verður allt svo rómantískt í huga manns. Erfitt að koma orðum að þessu."], tón- list almennt [„Ótrúlega skiljanlegt listform[...] pipar í hversdaginn"] og kvikmyndina Gargandi snilld [„Ekki séð hana [...] hún er fín, gaman að sjá Sigur Rós á tónleik- um loksins [...] hugmyndafræðin, tenging milli náttúru, þjóðarvit- undar og listsköpunar, er ótrúlega nasísk - þetta er bara áróðurs- mynd af versta tagi [...] mörg mögnuð atriði þarna [...] annars hefur þetta dekadent Reykjavík- ursamfélag mun meiri áhrif á okk- ur en náttúran, held ég."]. Frekar áhugavert stöff allt, sem kæmist ekki fyrir í þessu litla viðtali. Svo við ákveðum að fara slíta þessu. -Að lokum, hvað finnstykkursnið- ugast í íslenskri tónlist núna ? G: „Ég myndi nefna nýju Ghostigi- tal plötuna, hún verður rosaleg!" Þ: „Ghostigital já, og Múgison og GusGus, sú tónlist hefur mikil áhrif á okkur og svo eru þetta miklir vin- ir okkar." R: „Ég vil líka nefna Paul Lydon, hann fangar Reykjavík gjör- samlega. Er eiginlega bara Tómas Guðmundsson okkar tíma. Ég vil ítreka fyrir fólki að hann er bara gjörsamlegaflottastitextahöfund- ur íslands og líka lagahöfundur." -Eitthvað fleira? R: „Já, það er sársaukafullt og fal- legt að vera manneskja." Þ: „Svo vil ég EKKI óska FH-ingumtil hamingj- um með titilinn." R: Jú og eitt enn, það sem ég hata mest við Reykja- vík, af því þú spurðir, eru 12 tón- ar. Við skrifuðum undir einhvern samning við þá og vorum frekar litlir og vitlausir þá. Síðan hafa þeir haft listræna stjórn á öllu sem við gerum, píndu þessu hommarugli upp á okkur og neyddu okkur til að láta lag inn á effemm. Við ætl- uðum bara að gera svona litla og fallega raftónlistarplötu, svo kom Lalli askvaðandi með þessa texta og búninga..." Hlynur Aðils Nafn: nfaN Aldur: rudlA Hjúskaparstaða: aðatsrapaksújH Fyrri störf: fröts irryF Augnlitur: rutilnguA Hefur aðgang að bifreið? ðierfib ða gnagða rufeH Hlutverk innan Trabants: stnabarT nanni krevtulH Uppáhalds litur: rutil sdlaháppU matur: rutam drykkur: rukkyrd hljómsveit: tievsmójlh áfengis- og vímuefni: infeumív go -signefá körfuboltamaður: ruðamatlobuf- rök meðlimuríTrabant:tnabarT í rum- ilðem Barði Jóhannsson eða Guðmund- ur Steingrimsson? Frosti. Ragnar Kjartansson Aldur: tuttuguogníu ára. Hjúskaparstaða: Giftur Ásdísi Sif Gunnardóttur. Fyrri störf: Kynnir hjá Sinfóníu- hljómsveit Islands. Augnlitur: Himinblár Hefur aðgang að bifreið? Stútaði bifreið minni og bensínstöð í síð- asta mánuði þegar ég ók af stað með bensín- dæluna enn fasta í bílnum. Hlutverk innan Trabants: Söngv- ari og dramadrottning. Uppáhalds- -litur: Rauður -matur: Nautasteik -drykkur: Kampavín -hljómsveit:EinsturzendeNeubau- ten -áfengis- og vímuefni: Kampavín -körfuboltamaður: Eiður Smári -meðlimur f Trabant: Guð, ég elska alla þessa menn. Get ekki og vill ekki gera upp á milli hljóðfæra- leikaranna minna. Barði Jóhannsson eða Guðmund- ur Steingrímsson? Mér gæti ekki verið meira sama. ViðarHákon Þorsteinsson Nafn: Skítagutti Aldur: 31 Hjúskaparstaða: engin Fyrri störf: Trillukarl, hljóð- og myndatökumaður á RÚV Augnlitur: glimmer Hefur aðgang að bifreið? Strætó Hlutverk innan Trabants: Gít- arhetja , bassahetja og dótarí, lagahöfundur, pródúsent og um- boðsmadur. Uppáhalds -litur: blóð -matur: kjöt -drykkur: kaffi -hljómsveit: Prince -áfengis- og vímuefni: vodka og landinn hans Hálfdáns Bjarka 9/11s -körfuboltamaður: Bróðir Katrín- ar.is -meðlimur í Trabant: Hlynsi prinsi Barði Jóhannsson eða Guðmund- ur Steingrimsson: Barði er fynd- inn hommi en ætti samt að taka sig á og bera meiri virðingu fyrir gagnkynhneigðum og feisa að það þurfa ekki allir að vera bitrir hommar eins og hann. Gísli Galdur Þorgeirsson Aldur: 22 ára Hjúskaparstaða: í sambúð Fyrri störf: Hótelstarfsmaður, hljóðmaður í Þjóðleikhúsinu og einu sinni var ég settur í þrældóm i Blómavali við að selja jólatré. Augnlitur: Blár Hefur aðgang að bifreið? Er ég að sækja um vinnu hjá ykkur? Hlutverk innan Trabants: Rafrænn slagverksleikari, bakraddir og alls- konar. Uppáhalds- -litur: Blái eldhúsliturinn heima. -matur: Allt of margt, t.d. Skyrfisk- urinn sem mamma gerir. -drykkur: Gamla Sínalkóið -hljómsveit: í dag er það t.d. Jon Spencer Blues Explosion -áfengis- og vímuefni: „Maggi Legó á Sirkus" kokteillinn -körfuboltamaður:XavierMcDani- el -meðlimur í Trabant: Dorrit Barði Jóhannsson eða Guðmund- ur Steingrimsson? Barði Jóhanns- son Guðmund Steingrímsson? Þorvaldur H.Gröndal Aldur: 33 Hjúskaparstaða: Giftur Fyrri störf: Rallycross, röntgen- deild.garðyrkja og matreiðsla Augnlitur: blár Hefur aðgang að bifreið? já,já Hlutverk innan Trabants: tromm- ari Uppáhalds- -litur: brún-svar-grænn -matur: gulrótarkakan hennar Láru -drykkur: mjólk -hljómsveit: Television -áfengis- og vímuefni: Eskimojito á Hótel Búðum -körfuboltamaður: Kareem Abdul Jabbar -meðlimur í Trabant: Sá sem rót- aði siðast Barði Jóhannsson eða Guðmund- ur Steingrímsson? Missti af þessu djóki!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.