Orðlaus


Orðlaus - 01.09.2005, Síða 27

Orðlaus - 01.09.2005, Síða 27
ada hætti bara allt í einu. Það var sameiginleg ákvörðun, allt í góðu og allir hressir]. Samkvæmt við- stöddum lifir þó enn mikið af Kan- ada í Trabant, ekki síst hvað varð- ar sviðsframkomu og slíkt, hægt er að tala um Trabant sem rökrétt framhald af Kanada, að einhverju leyti. Svo spjöllum við um Eyjar. Allir, í biðu: „Eyjar voru rosa skemmtilegar, rok og rigning. Mér leið eins og í einhverri hetju- kvikmynd [...] þessi brekka þarna er líka svo skrýtin, það verður til svona steidíum fílingur þarna [...] síðan rigndi náttúrulega svaða- lega mikið [..] þetta var mögnuð upplifun." R: „Ég og Ásdís gleymdum svefn- poka og vorum alveg fokkt, spurð- um gaurana í Eyjum hvort þeir gætu reddað okkur en það var ekkert hægt. Við lentum semsagt í vandræðum þarna og vorum eitt- hvað að ræða það baksviðs, þá var þvílík heppni að þar var staddur Helgi Björns, í einhverjum geðveik- um pimp-pels, svona risastórum Holy-B pels. Og hann var bara: „Krakkar, ég lána ykkur þennan pels í nótt, þið getið lagt ykkur undir honum ef þið lofið að njóta ásta." Og þar sváfum við. Undir pelsinum. Hann er með fallegri mönnum, hann Helgi Björns." G: „Já, þetta var mjög gaman. Daginn eftir, þegar við spiluðum á Innipúkanum, þá minntist Ragn- ar eitthvað á Eyjar. Og þá var bara „búúúú", búað á hann og eitt- hvað. Alveg glatað." Ragnar tekur við: „Það er margt sem er að verða óþægilegt hérna á íslandi, eins og til dæmis að hér búa allt í einu tvær þjóðir: „Við erum svona fólk sem fer á Innipúkann og ALDREI í Eyjar." Það er eins og hér búi tvær þjóðir sem skilgreina sig út frá og burt frá hvorri annarri." -Gæti Trabant þá orkaö sem sameiningarafl fyrir þessa ólíku flokka ? R: „Já, er það ekki bara? Við, Múg- íson og Helgi Björns." Frami og frægð á er- lendri grundu - „Ljóti hnötturinn!" -Hvað er annars á seyði hjá Tra- bant þessa dagana? Þ&R: „Núna erum við bara að und- irbúa haustið. Við erum að fara gefa út plötuna okkar í Bretlandi fyrir áramót og munum spila eitt- hvað þar i kjölfarið. Útgáfan heit- ir Southern Fried Records, lítið og krúttaralegt fyrirtæki. Bretland er svona tilraun um hvort þetta meiki einhvern sens úti, svo sjáum við til með útgáfur annarsstaðar. Við fá- um ágætis þóknun fyrir Bretland, ekkert svakalegt, en gerir okkar mál þeim mun þægilegri. Svo er- um við aðeins byrjaðir að semja." -Hvernig verður næsta plata? Þ: „Hún verður eins og öll vinsæl- ustu lögin af þessari. Bara meira af þeim." R: „Þetta verður samt svona kon- septplata um litinn strák sem er í herbergi. Svo kemur svona álfur og tekur hann upp, fer og flýgur meðhannkringumheiminnogsýn- ir honum hann. Hún heitir „A little boy's journey". Andri Snær semur textana og við erum í viðræðum við Borgarleikhúsið um að gera svona söngleik uppúr henni." G: „...sem heitir Ljóti hnötturinn". Þ: „Við ætlum að vinna þetta uppi í Hallgrímskirkjuturni, toppa múm." -Þiö vitið að ég get haft þetta allt eftirykkur og mun gera það? G: „Viðtöleru baraekkertskemmti- leg ef það er allt satt í þeim. Ég ætlaði einmitt að stinga upp á því að við færum að Ijúga einhverju sniðugu." -Ég hef þetta líka eftir ykkur. Trabant leikbrúður 12 Tóna Þegar hér er komið sögu erum við truflaðir af kurteisri afgreiðslu- stúlku, sem færir þeim mat er hans óskuðu. Talið berst á aðrar slóðir eins og vill verða þegar matur er framreiddur, rætt er um Reykjavík [,,Ég finn hvergi álíka tilfinningu og hér. Veitir innblástur og svo er þægilegt að vinna hér [...] best við Reykjavík er þessi Tómasar Guð- mundssonarfílingur, vera eitthvað að labba úti - það verður allt svo rómantískt í huga manns. Erfitt að koma orðum að þessu."], tón- list almennt [„Ótrúlega skiljanlegt listform[...] pipar í hversdaginn"] og kvikmyndina Gargandi snilld [„Ekki séð hana [...] hún er fín, gaman að sjá Sigur Rós á tónleik- um loksins [...] hugmyndafræðin, tenging milli náttúru, þjóðarvit- undar og listsköpunar, er ótrúlega nasísk - þetta er bara áróðurs- mynd af versta tagi [...] mörg mögnuð atriði þarna [...] annars hefur þetta dekadent Reykjavík- ursamfélag mun meiri áhrif á okk- ur en náttúran, held ég."]. Frekar áhugavert stöff allt, sem kæmist ekki fyrir í þessu litla viðtali. Svo við ákveðum að fara slíta þessu. -Að lokum, hvað finnstykkursnið- ugast í íslenskri tónlist núna ? G: „Ég myndi nefna nýju Ghostigi- tal plötuna, hún verður rosaleg!" Þ: „Ghostigital já, og Múgison og GusGus, sú tónlist hefur mikil áhrif á okkur og svo eru þetta miklir vin- ir okkar." R: „Ég vil líka nefna Paul Lydon, hann fangar Reykjavík gjör- samlega. Er eiginlega bara Tómas Guðmundsson okkar tíma. Ég vil ítreka fyrir fólki að hann er bara gjörsamlegaflottastitextahöfund- ur íslands og líka lagahöfundur." -Eitthvað fleira? R: „Já, það er sársaukafullt og fal- legt að vera manneskja." Þ: „Svo vil ég EKKI óska FH-ingumtil hamingj- um með titilinn." R: Jú og eitt enn, það sem ég hata mest við Reykja- vík, af því þú spurðir, eru 12 tón- ar. Við skrifuðum undir einhvern samning við þá og vorum frekar litlir og vitlausir þá. Síðan hafa þeir haft listræna stjórn á öllu sem við gerum, píndu þessu hommarugli upp á okkur og neyddu okkur til að láta lag inn á effemm. Við ætl- uðum bara að gera svona litla og fallega raftónlistarplötu, svo kom Lalli askvaðandi með þessa texta og búninga..." Hlynur Aðils Nafn: nfaN Aldur: rudlA Hjúskaparstaða: aðatsrapaksújH Fyrri störf: fröts irryF Augnlitur: rutilnguA Hefur aðgang að bifreið? ðierfib ða gnagða rufeH Hlutverk innan Trabants: stnabarT nanni krevtulH Uppáhalds litur: rutil sdlaháppU matur: rutam drykkur: rukkyrd hljómsveit: tievsmójlh áfengis- og vímuefni: infeumív go -signefá körfuboltamaður: ruðamatlobuf- rök meðlimuríTrabant:tnabarT í rum- ilðem Barði Jóhannsson eða Guðmund- ur Steingrimsson? Frosti. Ragnar Kjartansson Aldur: tuttuguogníu ára. Hjúskaparstaða: Giftur Ásdísi Sif Gunnardóttur. Fyrri störf: Kynnir hjá Sinfóníu- hljómsveit Islands. Augnlitur: Himinblár Hefur aðgang að bifreið? Stútaði bifreið minni og bensínstöð í síð- asta mánuði þegar ég ók af stað með bensín- dæluna enn fasta í bílnum. Hlutverk innan Trabants: Söngv- ari og dramadrottning. Uppáhalds- -litur: Rauður -matur: Nautasteik -drykkur: Kampavín -hljómsveit:EinsturzendeNeubau- ten -áfengis- og vímuefni: Kampavín -körfuboltamaður: Eiður Smári -meðlimur f Trabant: Guð, ég elska alla þessa menn. Get ekki og vill ekki gera upp á milli hljóðfæra- leikaranna minna. Barði Jóhannsson eða Guðmund- ur Steingrímsson? Mér gæti ekki verið meira sama. ViðarHákon Þorsteinsson Nafn: Skítagutti Aldur: 31 Hjúskaparstaða: engin Fyrri störf: Trillukarl, hljóð- og myndatökumaður á RÚV Augnlitur: glimmer Hefur aðgang að bifreið? Strætó Hlutverk innan Trabants: Gít- arhetja , bassahetja og dótarí, lagahöfundur, pródúsent og um- boðsmadur. Uppáhalds -litur: blóð -matur: kjöt -drykkur: kaffi -hljómsveit: Prince -áfengis- og vímuefni: vodka og landinn hans Hálfdáns Bjarka 9/11s -körfuboltamaður: Bróðir Katrín- ar.is -meðlimur í Trabant: Hlynsi prinsi Barði Jóhannsson eða Guðmund- ur Steingrimsson: Barði er fynd- inn hommi en ætti samt að taka sig á og bera meiri virðingu fyrir gagnkynhneigðum og feisa að það þurfa ekki allir að vera bitrir hommar eins og hann. Gísli Galdur Þorgeirsson Aldur: 22 ára Hjúskaparstaða: í sambúð Fyrri störf: Hótelstarfsmaður, hljóðmaður í Þjóðleikhúsinu og einu sinni var ég settur í þrældóm i Blómavali við að selja jólatré. Augnlitur: Blár Hefur aðgang að bifreið? Er ég að sækja um vinnu hjá ykkur? Hlutverk innan Trabants: Rafrænn slagverksleikari, bakraddir og alls- konar. Uppáhalds- -litur: Blái eldhúsliturinn heima. -matur: Allt of margt, t.d. Skyrfisk- urinn sem mamma gerir. -drykkur: Gamla Sínalkóið -hljómsveit: í dag er það t.d. Jon Spencer Blues Explosion -áfengis- og vímuefni: „Maggi Legó á Sirkus" kokteillinn -körfuboltamaður:XavierMcDani- el -meðlimur í Trabant: Dorrit Barði Jóhannsson eða Guðmund- ur Steingrimsson? Barði Jóhanns- son Guðmund Steingrímsson? Þorvaldur H.Gröndal Aldur: 33 Hjúskaparstaða: Giftur Fyrri störf: Rallycross, röntgen- deild.garðyrkja og matreiðsla Augnlitur: blár Hefur aðgang að bifreið? já,já Hlutverk innan Trabants: tromm- ari Uppáhalds- -litur: brún-svar-grænn -matur: gulrótarkakan hennar Láru -drykkur: mjólk -hljómsveit: Television -áfengis- og vímuefni: Eskimojito á Hótel Búðum -körfuboltamaður: Kareem Abdul Jabbar -meðlimur í Trabant: Sá sem rót- aði siðast Barði Jóhannsson eða Guðmund- ur Steingrímsson? Missti af þessu djóki!

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.