Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 4
SFÓLflO
SVONA ER FRAMTÍÐIN...
4
MIÐLAR
- Þeim sem þyrstir í að vita ailt um
fræga fólkið í útlöndum ættu að
kíkja á síðuna trent.blogspot.com
en þar er að finna ferskasta slúðr-
ið um stjörnur á borð við Britn-
ey Spears, Paris Hilton, Freddie
Prinze, Jr., Lindsay Lohan, Jessicu
Simpson, Rod Stewart og allt þar á
milli. Bloggarinn Trent skrifar auk
þess mjög fyndnar athugasemdir
við myndirnar af stjörnunum.
- Nú geta allir sem vilja orðið
blaðamennþvíMTVsjónvarpsstöð-
in í samvinnu við Nokia er búin að
setja á laggirnar nýtt tímarit sem
eingöngu er búið til af lesendum
þess. Tímaritið heitir MTV Starz-
ine og notendurnir geta búið til
sína eigin síðu með því að senda
texta og myndir í gegnum farsí-
mann sinn. Hægt er að kynna sér
þetta betur á síðunni starzine.
mtv.co.uk.
- Nýja gallabuxnalínan frá kanad-
íska hönnuðinum Jasin Trotzuk er
að slá í gegn. Tískublöðin keppast
um að hrósa línunni sem heitir
Fidelity jeans enda eiga buxurn-
ar að láta leggina sínast lengri
og rassinn girnilegri. Hægt er að
skoða buxurnar á síðunni www.
fidelitydenim.com
- Japanskir neytendur eru búnir
að fá nóg af því að versla í gegn-
um netið og eru núna farnir að
nota símann sinn til þeirra nota.
Xavel Inc sem er tískuvörusmásali
í Tokyo er búin að stofna farsíma-
búð þar sem viðskiptavinirnir geta
verslað vörur með því að nota sí-
mann sinn. Ungar japanskar kon-
ur nota þetta mikið og er bara
tímaspursmál hvenær þetta tísku-
sveifla breiðist um heiminn.
KVIKMYNDIR
-Alþjóðlega kvikmyndahátíðin
verður haldin í Reykjavík dagana
29. september til 9. október og
dagskráin verður einstaklega
fjölbreytt og glæsileg að þessu
sinni. Henni verður skipt niður í
sjö flokka þar sem hægt verður að
finna myndirfrá öllum heimshorn-
um, hlusta á fyrir-
lestra og taka þái
í kvikmyndamar;
þoni. Fjölmargí
verðlaunamynd
verða sýndar og
má þar nefna
Born Into Brot-
hels sem vann
Óskarinn sem
besta heimild-
armyndin árið 2005 og Tarnation
sem vann fyrstu verðluan á kvik-
myndahátíðinni í London. Nán-
ari upplýsingar um hátíðina er
að finna á heimasíðunni www.
filmfest.is
TÆKNI
-iPod notendur sem eru að missa
þolinmæðina á biluðum batter-
íum og sambandsleysi tækjanna
ættu nú að anda léttar því fyrir-
tækið Creative er að kynna nýjung
á markaðnum sem heitirZen Sleek
MP3 player og er fáanlegur meðal
annars í Bret-
landi. Hann er
minnioglétt-
ari en iPod-
inn og er
einnig með
i n n b y g g t
upptökutæki
og útvarp.
-iPodinn heldur þó áfram að þró-
ast og innan skamms verður hægt
að horfa á þætti eins og Arrested
Developement og 24 á skjánum
því FOX sjónvarpsstöðin er að
setja á laggirnar kerfi á heimasíð-
unni sinni þar sem hægt verður að
hlaða þáttunum frítt beint inn á
iPodinn.
-Þeir sem hafa áhuga á samsær-
iskenningum ættu að kynna sér
heimasíðuna www.jennyjet.com.
Um er að ræða skemmtilegt ævin-
týri sem þú tekur þátt í í gegnum
síman þinn. Jenny Jet starfar fyrir
leyniþjónustuna við að rannsaka
samsæri ríkisstjórnarinnar sem
tengist geimverum. Auk Jenny
koma ýmsar persónur við sögu,
þar á meðal hættuleg skriðdýr
sem búa langt undir yfirborði jarð-
arinnar og starfsmenn ríkisstjórn-
arinnar sem hafa hugsanlega gert
leynilegan samning við geimver-
urnar. Þeir sem taka þátt í ævintýr-
inu fá daglegar fréttir af rannsókn-
inni í gegnum SMS og geta miðlað
sínum kenningum í gegnum netið
og talað við aðra þáttakendur um
samsærið.
SKEMMTANIR
-Einleikurinn Tippatal eftir Ri-
chard Herring hefur slegið all ræki-
lega í gegn um allan heim og ekki
að undra, þar sem að í verkinu er
leitast við að svara ýmsum spurn-
ingum um getnaðarlim karlmanns-
ins á ögrandi hátt. Samkvæmt
rannsóknum höfundar hefur stór
hluti karlmanna reynt að sjúga
sinn eigin lim og merkilega margir
haft árangur sem erfiði, en ýmsa
aðrir fróðleiksmolr um fyrirbærið
má finna í verkinu sem verður sett
upp hér á landi í næsta mánuði. Er
það sjálfur Auðunn Blöndal sem
tekur að sér hlutverkið undir leik-
stjórn Sigurðar Sigurjónssonar.
FÆRRI KALORIUR!!
-Egils Lite er alvöru íslenskur
léttur bjór með sterkan karakter.
Hingað til hefur helsti vandinn
við bruggun létts bjórs verið að
fá hann til að bragðast eins og al-
vöru bjór. Bragðið af Egils Lite er
hinsvegar mjög gott og bragðpróf-
anir gefa til kynna að bruggmeist-
urum Ölgerðarinnar hafi tekist að
sameina hvort tveggja - framleiða
léttan íslenskan bjór sem bragðast
eins og alvörubjór. Ristað kornið
gefur honum fallegan gullinbrún-
an lit og kraftmikið og Ijúffengt
bragð sem er einstakt fyrir svo létt-
an bjór.
Það er núna hægt að fá sér bjór
án þess að fá samviskubit því Egils
Lite inniheldur aðeins 29 hitaein-
ingar í hverjum 100 ml en það er
mun minni hitaeiningafjöldi en í
t.d. hrökkbrauði, poppi, og morg-
unkorni. Fyrir þær sem eru að
hugsa um styrkleikann að þá er
misskilningur í gangi um að Lite
bjórar séu ekki jafn áfengir og
aðrir bjórar. Svo er ekki því bjór-
inn er 4.4% að styrkleika og gefur
því ekki eftir hinum bjórunum. Nú
er bara að skella sér í ræktina og
skála síðan í Egils Lite með vinkon-
unum til að fagna góðum degi ....
samviskulaus.
Egils Lite - bjór sem fer betur með
línurnar.
TÓNLISTIN í GRÆJUNUM
ísar Logi Arnarsson
Hvaða plötu ertu
að hlusta á?
Þeir tónlistarmenn sem ég hlusta
á þessa dagana eru tveir norskir
indie gítarpopparar sem kalla sig
The Kings Of Convenience. Þeir
eru gjörsamlega búnir að einoka
græjurnar mínar síðan ég fyrst
heyrði í þeim.
Venjulega hlusta ég ekki mikið á
gítartónlist, en eins og er þá er sú
tónlist í miklu uppáhaldi hjá mér.
Það er helst nákvæmnin í tónsmíð-
unum og upptökunum jafnt sem
textinn sem grípur mig. Það er
ótrúlegt hvað þeir eru naskir á að
hitta á rétta tóna og segja réttu
orðin. Þetta er alger fullkomnun
í minimalisma og svona nördal-
eg einlægni sem minnir svoldið á
nýrómantík. Eins er hljómsveitin
Rivulets, sem hefur komið hingað
tvisvar sinnum áður og er leidd af
trúbador sem heitir Nathan Am-
undson. Ég er með allar plöturnar
hans í spilun af og til og vona að
hann komi helst á hverju ári til að
spila hérna á íslandi.
Hvaða plötu ertu
að bíða eftir?
Ég væri til í að heyra meira frá
góðum gítarpoppurum, en er nú
eiginlega þannig séð ekki að bíða
eftir neinni einni sérstakri plötu.
Það er alltaf gaman þegar hetjur
manns gefa út tónlist, þar á með-
al aðalsprauturnar og raftónlist-
armennirnir hjá Warp útgáfunni,
Aphex Twin, Autechre, Squarepus-
her og félagar. Annars er mikið af
tónlist sem ég hlusta á núna alveg
laus við að vera samin af þekktum
hetjum.
Þetta er tónlist sem finnst á net-
inu og alger óþarfi að bíða, það
er nóg af tónlist að finna á netinu.
Svo á ég þokkalega mikið af geisla-
plötum og það komast varla fyrir
fleiri geisladiskar í kjallaranum.