Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 4

Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 4
SFÓLflO SVONA ER FRAMTÍÐIN... 4 MIÐLAR - Þeim sem þyrstir í að vita ailt um fræga fólkið í útlöndum ættu að kíkja á síðuna trent.blogspot.com en þar er að finna ferskasta slúðr- ið um stjörnur á borð við Britn- ey Spears, Paris Hilton, Freddie Prinze, Jr., Lindsay Lohan, Jessicu Simpson, Rod Stewart og allt þar á milli. Bloggarinn Trent skrifar auk þess mjög fyndnar athugasemdir við myndirnar af stjörnunum. - Nú geta allir sem vilja orðið blaðamennþvíMTVsjónvarpsstöð- in í samvinnu við Nokia er búin að setja á laggirnar nýtt tímarit sem eingöngu er búið til af lesendum þess. Tímaritið heitir MTV Starz- ine og notendurnir geta búið til sína eigin síðu með því að senda texta og myndir í gegnum farsí- mann sinn. Hægt er að kynna sér þetta betur á síðunni starzine. mtv.co.uk. - Nýja gallabuxnalínan frá kanad- íska hönnuðinum Jasin Trotzuk er að slá í gegn. Tískublöðin keppast um að hrósa línunni sem heitir Fidelity jeans enda eiga buxurn- ar að láta leggina sínast lengri og rassinn girnilegri. Hægt er að skoða buxurnar á síðunni www. fidelitydenim.com - Japanskir neytendur eru búnir að fá nóg af því að versla í gegn- um netið og eru núna farnir að nota símann sinn til þeirra nota. Xavel Inc sem er tískuvörusmásali í Tokyo er búin að stofna farsíma- búð þar sem viðskiptavinirnir geta verslað vörur með því að nota sí- mann sinn. Ungar japanskar kon- ur nota þetta mikið og er bara tímaspursmál hvenær þetta tísku- sveifla breiðist um heiminn. KVIKMYNDIR -Alþjóðlega kvikmyndahátíðin verður haldin í Reykjavík dagana 29. september til 9. október og dagskráin verður einstaklega fjölbreytt og glæsileg að þessu sinni. Henni verður skipt niður í sjö flokka þar sem hægt verður að finna myndirfrá öllum heimshorn- um, hlusta á fyrir- lestra og taka þái í kvikmyndamar; þoni. Fjölmargí verðlaunamynd verða sýndar og má þar nefna Born Into Brot- hels sem vann Óskarinn sem besta heimild- armyndin árið 2005 og Tarnation sem vann fyrstu verðluan á kvik- myndahátíðinni í London. Nán- ari upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðunni www. filmfest.is TÆKNI -iPod notendur sem eru að missa þolinmæðina á biluðum batter- íum og sambandsleysi tækjanna ættu nú að anda léttar því fyrir- tækið Creative er að kynna nýjung á markaðnum sem heitirZen Sleek MP3 player og er fáanlegur meðal annars í Bret- landi. Hann er minnioglétt- ari en iPod- inn og er einnig með i n n b y g g t upptökutæki og útvarp. -iPodinn heldur þó áfram að þró- ast og innan skamms verður hægt að horfa á þætti eins og Arrested Developement og 24 á skjánum því FOX sjónvarpsstöðin er að setja á laggirnar kerfi á heimasíð- unni sinni þar sem hægt verður að hlaða þáttunum frítt beint inn á iPodinn. -Þeir sem hafa áhuga á samsær- iskenningum ættu að kynna sér heimasíðuna www.jennyjet.com. Um er að ræða skemmtilegt ævin- týri sem þú tekur þátt í í gegnum síman þinn. Jenny Jet starfar fyrir leyniþjónustuna við að rannsaka samsæri ríkisstjórnarinnar sem tengist geimverum. Auk Jenny koma ýmsar persónur við sögu, þar á meðal hættuleg skriðdýr sem búa langt undir yfirborði jarð- arinnar og starfsmenn ríkisstjórn- arinnar sem hafa hugsanlega gert leynilegan samning við geimver- urnar. Þeir sem taka þátt í ævintýr- inu fá daglegar fréttir af rannsókn- inni í gegnum SMS og geta miðlað sínum kenningum í gegnum netið og talað við aðra þáttakendur um samsærið. SKEMMTANIR -Einleikurinn Tippatal eftir Ri- chard Herring hefur slegið all ræki- lega í gegn um allan heim og ekki að undra, þar sem að í verkinu er leitast við að svara ýmsum spurn- ingum um getnaðarlim karlmanns- ins á ögrandi hátt. Samkvæmt rannsóknum höfundar hefur stór hluti karlmanna reynt að sjúga sinn eigin lim og merkilega margir haft árangur sem erfiði, en ýmsa aðrir fróðleiksmolr um fyrirbærið má finna í verkinu sem verður sett upp hér á landi í næsta mánuði. Er það sjálfur Auðunn Blöndal sem tekur að sér hlutverkið undir leik- stjórn Sigurðar Sigurjónssonar. FÆRRI KALORIUR!! -Egils Lite er alvöru íslenskur léttur bjór með sterkan karakter. Hingað til hefur helsti vandinn við bruggun létts bjórs verið að fá hann til að bragðast eins og al- vöru bjór. Bragðið af Egils Lite er hinsvegar mjög gott og bragðpróf- anir gefa til kynna að bruggmeist- urum Ölgerðarinnar hafi tekist að sameina hvort tveggja - framleiða léttan íslenskan bjór sem bragðast eins og alvörubjór. Ristað kornið gefur honum fallegan gullinbrún- an lit og kraftmikið og Ijúffengt bragð sem er einstakt fyrir svo létt- an bjór. Það er núna hægt að fá sér bjór án þess að fá samviskubit því Egils Lite inniheldur aðeins 29 hitaein- ingar í hverjum 100 ml en það er mun minni hitaeiningafjöldi en í t.d. hrökkbrauði, poppi, og morg- unkorni. Fyrir þær sem eru að hugsa um styrkleikann að þá er misskilningur í gangi um að Lite bjórar séu ekki jafn áfengir og aðrir bjórar. Svo er ekki því bjór- inn er 4.4% að styrkleika og gefur því ekki eftir hinum bjórunum. Nú er bara að skella sér í ræktina og skála síðan í Egils Lite með vinkon- unum til að fagna góðum degi .... samviskulaus. Egils Lite - bjór sem fer betur með línurnar. TÓNLISTIN í GRÆJUNUM ísar Logi Arnarsson Hvaða plötu ertu að hlusta á? Þeir tónlistarmenn sem ég hlusta á þessa dagana eru tveir norskir indie gítarpopparar sem kalla sig The Kings Of Convenience. Þeir eru gjörsamlega búnir að einoka græjurnar mínar síðan ég fyrst heyrði í þeim. Venjulega hlusta ég ekki mikið á gítartónlist, en eins og er þá er sú tónlist í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er helst nákvæmnin í tónsmíð- unum og upptökunum jafnt sem textinn sem grípur mig. Það er ótrúlegt hvað þeir eru naskir á að hitta á rétta tóna og segja réttu orðin. Þetta er alger fullkomnun í minimalisma og svona nördal- eg einlægni sem minnir svoldið á nýrómantík. Eins er hljómsveitin Rivulets, sem hefur komið hingað tvisvar sinnum áður og er leidd af trúbador sem heitir Nathan Am- undson. Ég er með allar plöturnar hans í spilun af og til og vona að hann komi helst á hverju ári til að spila hérna á íslandi. Hvaða plötu ertu að bíða eftir? Ég væri til í að heyra meira frá góðum gítarpoppurum, en er nú eiginlega þannig séð ekki að bíða eftir neinni einni sérstakri plötu. Það er alltaf gaman þegar hetjur manns gefa út tónlist, þar á með- al aðalsprauturnar og raftónlist- armennirnir hjá Warp útgáfunni, Aphex Twin, Autechre, Squarepus- her og félagar. Annars er mikið af tónlist sem ég hlusta á núna alveg laus við að vera samin af þekktum hetjum. Þetta er tónlist sem finnst á net- inu og alger óþarfi að bíða, það er nóg af tónlist að finna á netinu. Svo á ég þokkalega mikið af geisla- plötum og það komast varla fyrir fleiri geisladiskar í kjallaranum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.