Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 8
Natasza Zurek, ein albesta
atvinnu-snjóbrettakona í heimi
NIKITA
Hvað er að frétta af þér?
Bara súperfínt takk.
Hvernig gengur hjá Nikita?
Það gengur bara frábærlega.
Er eitthvað nýtt að gerast hjá ykk-
ur núna?
Já það er alltaf eitthvað nýtt að
gerast, við erum nýbúin að af-
henda Vetur 2005/2006 línuna,
erum búin að vera að að kynna
Sumar 2006 línuna, ég er að idára
Vetur 2006/2007 línuna og byrja á
Sumar 2007. Þetta er það sem snýr
að hönnun hjá Nikita en svo er allt
á fullu í öðrum málum líka.
Hvað eru þið að selja í mörgum
löndum?
Þrjátíu.
Ertu að taka að þér einhver önnur
verkefni með starfinu?
Nei það er enginn tími fyrir það,
við Rúnar höfum reyndar látið
hafa okkur út í það að tala á ein-
hverjum ráðstefnum (erlendis) en
reynum að gera sem minnst af því,
nóg að gera í vinnunni.
Hver er stærsti kúnnahópurinn
ykkar?
Það eru stelpur á aldrinum 18-28
ára sem versla fötin sín í kúl street-
wear búðum og mjög oft búðum
sem tengjast brettasporti á ein-
hvern hátt.
Hvar eruð þið að selja mest af föt-
um?
Viðseljum mest í Evrópu, en Banda-
ríkin eru stærsta einstaka landið
hjá okkur.
Er eitthvað sem þér finnst vanta á
íslandi fyrir brettafólk?
Já algerlega, hellingur. Til dæm-
is alvöru skate-park (bendi Gísla
Marteini bara strax á www.concr-
ete-skateparks.com, græjum
þetta - verður miklu meira notað
en útitaflið!!), svo vantar brettap-
ark í Bláfjöll með "reilum" og pöll-
um, (ekki einn pall sem gerður er í
upphafi vetrar og aldrei viðhaldið,
það er bara slysagildra) og svo er
auðvitað hægt að bæta ýmsu við
t.d. upphitaðri sundhöll með surf-
öldu. Sting upp á að gömlu sund-
höllinni í Hafnarfirði verði breytt í
þessa átt sem fyrst!
Hvað myndir þú ráðleggja stelpum
sem eru að stíga sín fyrstu skref í
brettaíþróttinni?
a) Að fá ráðleggingar hjá einhverj-
um með viti alveg frá upphafi þeg-
ar þú ert að kaupa þér græjurnar.
b) Að fá einhvern sem kann á snjó-
bretti til að segja þér til í fyrsta
skiptið.
c) Að gefast ekki upp þótt þú dettir
á rassinn og fái marblett í fyrsta
skiptið, þetta tekur nokkur skipti.
Skilar sér (frábærri útrás bæði
líkamlega og andlega.
Hvað er skemmtilegast hjólabretti,
snjóbretti eða brimbretti?
Það er erfitt að gera upp á milli, í
raun er alltaf skemmtilegast í því
sem maður er að gera í það skipt-
ið. Ég held samt að snjóbretta-
rennsli í djúpu púðri milli trjánna
í bröttum dal á sólríkum degi með
góðum vinum sé samt eitt það al-
besta sem hægt er að gera.
Eitthvað að lokum?
Takk fyrir spjallið, vona að þið eig-
ið yndislegan vetur.
Minna Hesso frá Finnlandi
í samfesting sem hugs-
anlega fæst á íslandi
... í takmörkuðu upplagi
Hiphop/R8<B pían Est'elle
sem var valin "bjartasta von-
in" í hip hop-inu í Englandi
í síðri peysu frá Nikita.
850 kr.
MOJIT O
alla fimmtudaga
# DJ Dj Kobbi mastermix jr. 8. sept.
# DJ Anna Rakel & Sara 15. sept.
DJ Erna & Ellen 22. sept.
# DJ Sóley 29. sept.
FINLANDIA
Hcivuno
Club
Thorvaldsen Bar
.ibq uaspiBAJOiix