Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 52

Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 52
rifka MyndinSilla Nú fara að hefjast hin vinsælu námskeið hjá förðunarskóla rifka en skólinn hefur verið starfræktur frá því 1997 undir nafni NoName og er því elsti skóli af sinni tegund hér á landi. Það eru miklar breytingar í vændum hjá þeim því þau eru að fara í útrás og byrja á því að opna útibú í Noregi. í tilefni af því hafa þau skipt um nafn og nú bera skólinn og snyrtivörurnar nafnið Rifka. Þær Þórdís, Silla, Anna Rún og Ragnheiður eru aðalkennarar skólans. Þær Þórdís og Ragnheiður sögðu okkur aðeins betur frá náminu og skólanum. Ragnheiður og Þórdís við störf hjá förðunarskóla rifka * * * SNYRTIBUDDAN v ••••;*•« ,. M -V* ' • •••#/•' • • m* • i a w rifka Skólinn Skólinn var stofnaður fyrir átta árum síðan og byggir á kennsluefni sem hefur verið að þró- ast í öll þessi ár „Það er mjög mikilvægt að kennsluefnið sé gott en við höfum verið að bæta og laga það allan tímann sem skólinn hefur verið í gangi þannig að það er orðið mjög vand- að. Við erum líka alltaf að bæta nýju efni inn í kennsluskrána til að vera alltaf að kenna það sem er í gangi hverju sinni" segir Þórdís yfirkennari skólans. Þau kenna heldur ekki aðeins að farða heldur er Ragnheiður menntuð hárgreiðslukona og því læra nemendurnir undirstöðuatriðin í hári og stíliseringu. „Það er mjög mikilvægt að nemendurnir læri að hugsa hlutina í víðara samhengi því þetta helst allt í hendur; hár, make up og stílisering" segir Ragnheiður. Skólinn bíður upp á sex vikna grunnnámskeiðannarsvegar og átta vikna framhaldsnámskeið hinsvegar en þú getur einnig tekið þau bæði. Það sem er líka frábrugðið öðrum skólum er að þú þarft ekki að kaupa vörur með námskeiðunum. „Það er svo mikið af stelp- um sem eru búnar að eyða miklum fjárhæðum í snyrtivörur og þær geta alveg notað þær. Þá kennum við þeim bara að nota sínar vörur" heldur Þórdís áfram. Skólinn býður upp á glæsilegan vörupakka á sér kjörum fyrir þær sem það kjósa. „Nemendurnir eru hér af mismunandi ástæðum. Sumir vilja bara læra að farða sig og kannski vinkonurnar á meðan aðrir vilja starfa við þetta í framtíðinni en þeir sem vilja það taka þá framhaldið líka. Þar er farið dýpra ofan í hlutina og þeim er til dæmis kennt að koma sér á framfæri og vinna með Ijósmynd- urum og módelum." Förðunarnámskeiðin hefjast 12. septemb- er og við hvetjum allar þær stelpur sem hafa áhuga á förðun að skella sér í skólann. * * * Mac varanæring TÖFRALAUSNIR frá Þórdísi og Ragnheiði Ef húð þín er feit og glansar mikið, prufaðu þá að púðra hana áður en þú setur farðann og síðan aftur á það svæði sem glansar mest! Lausan gylltan augnskugga saman við farðann og húðin verður glóandi og fersk! Lýstu alltaf vel svæðið kringum aug- un með Ijósari farða eða hyljara með gulum undirtón og augnsvæðið virk- ar stærra og andlitið fær meiri dýpt. Þetta gerir J-Lo!!! Notaðu stök augnhár og settu yst á eftri augnhárin, 2-3 stk. og augun stækka og lengjast. Settu maskara fyrst, síðan augnhárin og svo aftur maskara. Byrjaðu alltaf að setja maskara á neðri augnhárin, kemur í veg fyrir að maskarinn stimplist upp á augnbeinin eins og gerist þegar við byrjum á efri! Ef eitthvað klikkar, bíða þá til hann þornar, þrífa þá og ekkert smitast út. Flott að setja fallega sanseraða augn- skugga undir gloss á varir, glossið helst betur á og fallegur undirtónn kemur í gegn. Ef þú ert ekki örugg með hvar kinna- liturinn/sólarpúðrið á að vera skaltu taka skaftið á kinnalitaburstaum, leggja endann á því upp við mitt eyra og vísa fram í munnvikið, þá sérðu nákvæmlega hvar kinnbeinið er og skyggir undir það og lætur eyðast út upp á við! 52 Mac augnblýantur Þessi er æði því hann er hægt að nota bæði sem augnblýant og augnskugga.Einnig er mjög sniðugt að nota hann undir lausan augn- skugga því það færir lausa augnskugganum dýpri lit og hann helst betur á. Origins perfect world andlitsvatn og rakakrem. Byrjið á því að setja á ykkur andlitsvatnið sem eykur og viðheldur rakanum i húðinni ásamt því að þétta hana, gefa henni orku og jafnar út húðlitinn. Síðan er rakakrem- ið sett á en það eykur úthald húðfrumanna til að gera við sig sjálfar hjálpar henni að verjast UV geislum frá sólinni og heldur þannig húðinni ungri lengur. Allar þær stelpur sem sem eru oft með þurrar og sprungnar varir ættu að eign- ast Mac varanæringuna. Næringin er Fake Bake Þetta brúnkukrem hefur gjörsamlega slegið í gegn á meðal stjarnanna en Mad- onna, J-Lo og Britney Spears nota það allar. Brúnkukremið skilur ekki eftir sig rákir né appíelsínugulan lit heldur færðu djúpa, raunverulega og fallega brúnku sem helst á í viku. Origins Peace of mind Bestu hjálpina gegn streitu er að finna í þessu litla hylki. Berðu tvo dropa af olíunni á hnakka, gagnauga og eyrnasnepla. Þú finnur hugann stillast og streitan og áhyggjurnar hverfa. Allt skólafólk ætti að nota þetta yfir prófatímann. Gosh augnskuggar Augnskuggarnir eru þrír í pakka og eru fáanalegir í mörgum litum. Litirnir tóna vel saman og henta einstak- lega vel fyrir þá sem eiga erfitt með að setja sam- an tvenna liti því þessir passa allir mjög vel saman og því þarftu ekki að prófa þig áfram með fullt af litasamsetningum. \ i Marbert Gloss Marbert glossinn er rosalega fal- legur gloss sem gefur vörunum fal- legan gljáa og lyftingu ásamt því að vera ótrúlega bragðgóður. Glossinn er fáanlegur í fjórum litum. m§í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.