Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 54

Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 54
<&L Einkenni Meyjunnar Meyjan passar best við naut og sporðdreka. Frægt fólk í meyjunni: Sophia Loren, Claudia Schiffer, Michaei Jackson, Leonard Cohen og Ómar Ragnarsson. Happatölur: 3 og 5 Fólk fætt í meyjunni er yfirleitt mjög jarðbundið og duglegt og leggur mikinn metnað í þau verkefni sem það tekur sér fyrir hendur. Meyjur eru nákvæmar og siðmenntaðar og vilja hafa hreint í kringum sig. Meyjur eiga þó oft erfitt með að ákveða sig og gefa sér mikinn tíma í að velja rétt, sérstaklega þegar sambönd eru annars vegar en þegar þær finna sér lífsförunaut eru þær mjög ástríkar. Ljón 24. júlí - 23. ágúst L Meyja 24. ágúst - 23. september FÆvog 24. september - 23. október <3E Sporðdreki 24. október - 22. nóvember Ljóniðerímikluandlegujafnvægi þessadag- ana og hefur haldið sig töluvert til hliðar við annríki sumarsins. Nú er þó komið að þér að rasa út og nýta síðustu sumardagana í að klára þau plön sem þú hafðir fyrir sumarið. Þegar þú rýkur af stað áttu eftir að ná skara af fólki með þér og þið eigið eftir að upplifa ótrúlega skemmtilega tíma. Passaðu þig þó á að ætla þér ekki meira en þú getur tekið að þér og leggja frekar meiri kraft í að gera fáa hluti vel. Næstu vikur eiga allavega eftir að vera mjög erilsamar hjá Ijóninu sem fer á fleygiferð inn í haustið. Þú hefur verið alveg ótrúlega umburðar- lynd/ur við vini þína að undanförnu sem hafa sumir hverjir gjörsamlega gengið upp á lagið við þig. Nú verður þú að setja ákveðn- um aðilum stólinn fyrir dyrnar og láta þá skilja að ekki er hægt að ráðskast með þig út í hið óendanlega. Meyjan hefur verið allt of föst í fortíðinni síðustu vikurnar og hefur verið að reyna að telja upp öll þau mistök sem hún kann að hafa gert undanfarna mán- uði. Hættu því strax og njóttu þess í stað þess sem er framundan hjá þér. Sumarið hefur verið eitt stórt partý hjá þér og þú hefur haft gaman af því að hneyksla fólkið í kringum þig með óvenjulegri og kæruleysislegri framkomu. Nú þarf vogin þó að fara að safna orku fyrir haustið og sýna að hún getur borið ábyrgð þegar þess virki- lega þarf. Ekki láta stoltið ráða öllu sem þú gerir því þú verður stundum að viðurkenna að þú þarft aðstoð til að koma þínum mál- um á hreint. Ef þú slakar aðeins á og sýnir áhuga gæti auk þess meira orðið úr sum- arrómantíkinni en þú hafðir hugsað þér í fyrstu. Þú þarft mikið persónulegt frelsi þessa dagana og kannt illa við að fólk sé að skipu- leggja framtíðina þína fyrir þig. Þú nýtur þess að vera í sviðsljósinu og vissulega bein- ast Ijósin að þér um þessar mundir. Ekki láta það þó stíga þér til höfuðs því það kemur að því að fólk fer að líta annað. Þú ert haldin/n óslökkvandi áhuga á þeim verkefnum sem þú ert að vinna að núna en hefur sökkt þér ögn mikið ofaní vinnuna á kostnað vinanna. Gerðu þér glaðan dag á næstunni þar sem þú þarft ekki að hugsa um neitt annað en að láta þér líða vel og þú verður mun undir- búnari fyrir haustið. Bogmaður 4tSft Steingeit ^^Vatnsberi Fiskar 23. nóvember - 21. desember 22. desember - 20. janúar 21. janúar -19. febrúar 20. febrúar - 20. mars Mikil vinna er búin að fara í að byggja umppframann hjá þér að undanförnu og þú hefur lítið hugsað um sjálfa/n þig eða fólkið í kring á meðan. Þú þolir illa að lifa í rútín- unni og fer slíkt mikið í skapið á þér þessa dagana. Þó að þú takir ekki eftir því sjálf/ur þá finna vinnufélagarnir vissulega fyrir því. Lítill tími hefur farið í félagslífið hjá þér og ættir þú að breyta til og draga vini þína út að skemmta sér með þér. Þú ert að verða tilbúin/n að taka næsta skref í sambandi við hitt kynið og ættir að taka áhættuna í þeim efnum núna. Óróleiki og kvíði er búinn að einkenna þig síðustu dagana en þú veist bara ekki af hverju. Þú þarft að nýta næstu daga í að skoða vandlega hvað það er sem þú vilt fá útúr lífinu og ákveða stefnu þína vel og vandlega með haustinu. Það er nauðsynlegt að breyta til með ákveðnu millibili og ef þú tekur þér tíma í að skipuleggja þig þá áttu ekki eftir að sjá eftir því að taka næsta stökk framávið. Þú átt eftir að þurfa að færa ýmsar fórnirá leiðinni en þegartil lengri tíma er lit- ið er betra fyrir þig og þá sem eru þér næstir að þú hættir að hjakka í sama farinu. Þú hefur haft mikla löngun til þess að vera úti í náttúrunni það sem af er sumars og hefur náð að draga vini þína i alls kyns ótrú- legar ferðir. Næsti stoppistaður hjá þér ætti núna að vera heimilið þitt og þú ættir að loka þig af næstu dagana og safna kröftum fyrir næstu ævintýri sem eru framundan. Ný tækifæri eiga eftir að koma upp í vinnunni með haustinu sem tengjast jafnvel flutning- um og þú átt líklega eftir að þurfa að taka erfiða ákvörðun. Gefðu þér góðan tíma í að meta kosti og galla og láttu síðan tilfinning- una ráða ferðinni. Fiskarnir eru einstaklega töfrandi þessa dagana og eiga auðvelt með að heilla hitt kynið upp úr skónum. Sumarið hefur líka verið framar öllum vonum þar sem allt virð- ist ganga upp. Þú hefur verið á miklu spani og þorað að taka ótrúlegustu áhættur og leysa úr verkefnum sem þú hefðir ekki litið á áður. Þú ættir því að freista þess að fá af- rakstur erfiðisins í vinnunni og krefjast meiri ábyrgðar. Núna væri heldur ekki heimsku- legt að biðja um launahækkun. Hrútur 21. mars - 20. apríl INaut 21. apríl - 21. maí Tvíburar 22. maí - 21. júní Krabbi 22. júní - 23. júlí Síðustu vikur hafa verið ótrúlega rómantísk- ar hjá hrútnum sem hefur komið sjálfum sér virkilega á óvart í þeim efnum. Þér hefur einnig gengið ótrúlega vel að leysa úr deil- um við vini þína og margir hafa leitað til þín eftir ráðum. Nú er komið að þér að vera miðpunkturinn og þiggja ást og umhyggju í stað þess að veita hana. Vinnan hefur ver- ið erfið undanfarið og mikið af verkefnum lagst á þig og nú er kominn tími til að þú sjáir það á bankareikningnum þínum. Þó að fjármálin fari að snúast þér í hag verður þú þó að gæta þess að eyða ekki um efni fram því erfiðari tímar eru framundan. Nautið er haldið gífurlegri ferðaþrá um þess- ar mundir og ætti að skella sér í langþráð frí. Ótrúleg smámunasemi hefur einkennt þig og ef þú hættir ekki að velta þér uppúr hlutum sem hafa litla sem enga þýðingu átt þú eftir að gera sjálfa/n þig og aðra gjörsam- lega geðveika. Þú átt erfitt með að ákveða þig þessa dagana og hefur hlaupið úr einu í annað, bæði í vinnunni og einkalífinu. Ef þú finnur ekki út úr því hvað það er sem þú vilt fljótlega áttu eftir að standa uppi með auðar hendur en mikla eftirsjá. Þú hefur ekki náð að slaka almennilega á i sumar þar sem þú hefur alltaf verið á nálun- um yfir því að þú sért að missa af einhverjum spennandi ævintýrum. Kyrrlátari tímar eru framundan sem þú átt eftir að þurfa nokk- urn tíma til að venjast en eftir nokkra stund áttu eftir að kunna að meta heimveruna og næðið sem fylgir því að vera ekki alltaf á barnum. Á þeim tíma áttu eftir að sjá bet- ur hvar þú vilt vera í framtíðinni og miklar breytingar eru framundan í þinni daglegu rútínu. Taktu þessum nýja kafla með opnum huga og þú átt eftir að læra mikið næstu vikurnar. Krabbinnerbúinnaðverahrókurallsfagnað- ar í sumar og mikið hefur verið um skemmt- anir. Lítið hefur þó bólað á rómantíkinni og þú hefur ekkert skilið hvað þú sért að gera rangt. Það þarf þó ekki mikið til þess að um- turna ástarmálunum hjá þér ef þú bara held- ur rétt á spilunum. Vertu bjartsýn/n og skoð- aðu þá möguleika sem þú hefðir vanalega litið framhjá af ótta við höfnunina. Með smá ákveðni getur þú fengið allt sem þú vilt þessa dagana og átt auðvelt með að breyta langri vináttu í svo miklu, miklu meira. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.