Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 12

Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 12
EF EG VÆRI FRÆG.f •* myndi ég gera þátt um mig til að verða frægari! Ozzy var fyrstur til að gera raunveruleikasjónvarp og því fyrirmynd allra stjarna sem fylgdu honum i kjölfarið. V Jk . t 1 12 Þegar raunveruleikasjónvarp var nýtt af nálinni heyrðust háværar raddir fólks sem hafði áhyggjur af því að leikarastétt- in myndi deyja út og venjulegt fólk kæmi í stað þeirra, því þau krefjast ekki launa. Sú virðist raunin ekki vera því að eftir að stjarna Osbournes fjöl- skyldunnar byrjaði að rísa hafa launin heldur betur hækkað hjá fólkinu í raunveruleikaþátt- unum. Nú keppast stjörnurnar um að koma af stað þáttum um líf sitt þannig að stjarna þeirra rísi enn hærra og veskið þeirra þykkni svo um munar. Cameron Diaz - Trippin Það er nokkuð Ijóst að umhverf- ismál skipa stóran sess í lífi Cam- eron Diaz. i þessum þáttum sem sýndir eru á MTV fylgjumst við með Cameron ferðast um heim- inn ásamt vinum sínum en það kemur alltaf nýtt fólk til hennar í hverjum þætti. Drew Barrymore var í einum þætti og Kid Rock og Jessica Alba í öðrum þannig að það er alltaf einhver stórstjarna sem slæst með í för. Hún fer ekki á hefðbundna staði heldur skoð- ar hún kóralarif og regnskóga og leggur sérstaka áherslu á það að fræða áhorfandann um umhverfi sitt. Staðreyndir eins og að ef þú styttir sturtutímann þinn um eina mínútu gætirðu sparað drykkjar- vatn fyrir þig næstu ellefu árin, vekja mann vissulega til umhugs- unar. Diaz notar því nafnið sitt til styrktar góðs málefnis. Sukkarinn Tara Reid verður á útopnu í Wild on! Tara Reid - Wild on! Partýpían Tara Reid hefur landað draumadjobbinu sínu, eða alla- vega myndi maður halda það. Hún er komin með sína eigin þætti á E! Channel sem ganga út á það að ferðast um heiminn og skoða alla heitustu partýstaðina. Það hefði áreiðanlega ekki verið hægt að finna betri kandítat fyrir þættina því að Tara er þekkt í Hollywood fyrir að vera mikill sukkari og er oftar en ekki fullasta manneskjan á svæðinu. Nú þegar hafa fréttir borist af henni þar sem hún var alveg á skallanum í Frakklandi að taka upp þáttinn og var komin með pilsið upp á bak og rassinn út í loftið. Það verður því eflaust áhugavert að sjá þættina ef Tara verður drukkin að skandalísera út um allan heim. Britney Spears - Chaotic Þessi þáttur fjallar um Britney Spe- ars og kallinn hennar hann Kevin Federline. Þessi raunveruleikaþátt- ur erfrekarfrábrugðinn öðrum þar sem mest er notast við vídjóklipp úr einkasafni Britney þegar hún var á Evróputúr og notaði þá mikið myndbandsupptökuvél til þess að stytta sér stundir. (fyrsta þættinum sjáum við því þegar hún ákveður að bjóða þessum sæta strák sem hún rakst á i LA, honum Kevin, að koma til sín á túrinn en þá þekkjast þau lítið. Við fáum því að fylgjast með sambandinu Britney þykist vera orðin töffari og talar ekki um annað en kynlíf í þáttunum sínum Chaotic. þróast frá fyrsta degi sem er mjög skemmtilegt því allt þetta efni var tekið upp áður en hún ákvað að gera þátt og því er ekkert er leikið. Britney virðist þó reyna að breyta ímynd sinni og vera villtari en áður því hún sést reykja og drekka og talar mikið um kynlíf. Whitney Houston & Bobby Brown - Being Bobby Brown Fyrsti þátturinn um hjónin byrjar þegar Bobby losnar úr fangelsi og kemur og hittir fjölskyldu sína á ný, en hann hafði ekki séð Whitn- ey í 30 daga. I öðrum þættinum er Bobby færður fyrir rétt fyrir að hafa barið Whitney fyrr á árinu en hún mætir sjálf í réttarsalinn hon- um til stuðnings. Bobby er látinn laus gegn tryggingu og ákveður að fagna og býður því Whitney í spa og síðan í rómantískan kvöld- verð! Já, það er klikkað líf sem Whitney og Bobby lifa og áhorf- endur fá að kynnast því öllu í ser- íunni Being Bobby Brown. Whitn- ey er rosaleg díva og lætur Bobby sko ekki vaða yfir sig enda er hún dugleg við að skella á hann hurð- um, rjúka út í fússi og fara í fýlu. Afhverju vildu þau eiginlega gera slíkan þátt, spyrjum við? Tommy Lee - Tommy goes to college Trommuleikari Mötley Crue, Tommy Lee, er búinn að skrá sig í nám við Háskólann í Nebraska. Tommy er alvöru rokkstjarna sem þarf nú að taka námið alvarlega og láta sér lynda við herbergisfé- Ætli Tommy Lee eigi eftir að sænga hjá kennaranum sínum? laga sinn hann Matt. Matt dúxaði í gagnfræðaskóla og er lærður stjórnmálafræðingur, talsmaður stúdentaráðs og meðlimur í Delta Tau Delta félaginu. Matt er því draumanemandi allra skóla, en það er Tommy alveg örugglega ekki. Hann þarf einnig að láta sér nægja að glápa, en ekki snerta „hjálparhellu" sína hana Natalie, sem er flottasti kvenmaður skól- ans. Hún hefur meðal annars á ferilskránni að verða í öðru sæti í Miss Nebraska og hreppa titil- inn flottasti sundfatakroppurinn ásamt því að vera að útskrifast úr læknisfræði, en hennar hlutverk er að hjálpa Tommy með námið. Ætli Tommy geti staðist hana? T Boz and Chilli -RUtheGirl? Það vita eflaust flestir að vinkona þeirra T Boz og Chilli úr stúlkna- sveitinni TLC, Lisa Left Eye lést í bílslysi árið 2002, en þá hafði hún verið með stúlkunum í ellefu ár. Nú hafa T boz og Chilli ákveðið að halda áfram með TLC en þær vantar auðvitað þriðju stelpuna. Þær hófust því handa við að leita að henni en nú stendur leit þeirra yfir í Bandaríkjunum. Sú stúlka sem mun verða fyrir valinu kemur fram með stelpunum í lokaþættin- um ásamt því að taka upp lag með þeim sem verður gefið út. Það er því greinilega til mikils að vinna en það er ekki á hverjum degi sem stórstjörnur í risahljómsveitum vantar meðlimi. TIPS FYRIR ÞÁ SEM ELSKA RAUN- VERULEIKAÞÆTTI FRÆGA FÓLKSINS! Þú getur keypt þér skemmti- pakkann hjá Digital ísland á aðeins 2090 krónur á mánuði í stað þess að borga 5000 krónur fyrir áskrift að Stöð 2 til að sjá þættina sem eru tveimur árum á eftir. Þú færð því aðgang að eftirfarandi raunveruleikaþátt- um sem eru sýndir allan sólar- hringinn og oft í endursýningu og eru komnir mun lengra en íslenska dagskráin: MTV - Newlyweds - Cribs - Pimp my Ride - Trippin - Osbournes - Punk'd - Ashley Simpson Show - Jackass - Simple life -Trippin -o.fl. E! - Wild on - E True Hollywood Story - Gastineau Girls - Anna Nicole o.fl. VH1 - fullt af skemmtilegum þáttum eins og Fabulous life of..., Now and then o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.