Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 2

Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 2
KVtNKYKS ^ TlMARIT GJAFIR SEM GEFA AFRAM 28. tbl. desember 2005 RITSTJÓRN Steinunn Helga Jakobsdóttir Hrefna Björk Sverrisdóttir Hilda Cortez UPPLÝSINGAR VARÐANDI EFNI Steinunn Jakobsdóttir steinunn@ordlaus.is S: 822 2987 AUGLÝSINGAR OG FJÁRMÁL Hrefna Björk Sverrisdóttir hrefna@ordlaus.is S: 822 2986 HÖNNUN & UMBROT Steinar Pálsson / Sharq Birna Geirfinns / www.birnageirfinns.com ÚTGEFANDI Ár og dagur ehf. Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur S: 510-3700 www.ordlaus.is FORSÍÐUMYND Atli www.at.is FORSÍÐUANDLIT Hildigunnur, Halldóra, Ellen og Aníta HÁR, FÖRÐUN OG STÍLISERING Sóley Ástudóttir / Emm AÐSTOÐ: Steinunn/Emm SÉRSTAKAR ÞAKKIR Sigga í Balletskóla Guðbjargar FATNAÐUR Arena heifdverslun, Eiðistorgi MYNDIR Steinar Hugí Esther ir Friðrik Tryggvason Arnar Fells PRENTSMIÐJA Prentsmiðja Morgunblaðsins Upplag: 25.000 PENNAR Agnar Burgees Björn Þór Björnsson Haukur S. Magnússon Hilda Cortez Hrefna Björk Sverrisdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir Margrét Hugrún Steinunn Jakobsdóttir Sunna Dís Másdóttir Lagið Hjálpum þeim hefur verið spilað talsvert á útvarpsstöðunum að undanförnu og minnir mann á að það eru alls ekki allir sem horfa fram I bjarta tíma þegar jólin eru að koma. Ég heyrði lagið fyrst spilað þegar ég var á leið í Kringluna til þess að huga að smá jólainnkaupum og náði að klára að hlusta sökum þess hversu erf- itt var að fá bílastæði: Það var nánast eins og hver einasti Reykvíkingur væri mættur á svæðið, til í slaginn. Já, jólaeyðslan verður meiri og meiri með hverju árinu. Búast menn meira að segja við því að öll eyðslumet verði slegin hér á landi í ár, spá tæpum 11% vexti í jólainnkaupunum. Kaupmenn eru að vonum glaðir og bjartsýnir og verið er að tala um að plasmasjónvörp verði aðalgjöfin og þá er ekki verið að henda ein- hverjum þúsundköllum í pakkann. Stór hluti landsmanna fyllist kaupbrjálæði þessa síðustu daga ársins og við staujum og straujum kortin okkar eins og um keppni sé að ræða. Smá græjur hér, nokkrar flíkur þar og á meðan hugsa bankarnir gott til glóðarinnar því þegar þessi miklu eyðslujól eru framundan streyma milljónirnar til þeirra í færslugjöld án þess að landinn kippi sér mikið upp við það. Fyrst við erum lítið að kvarta yfir tíkallinum sem fer í bankann í hvert sinn sem við tökum upp kortið hljótum við að geta séð af einhverjum krónum til annarra, ekki satt? Það eru auðvitað ekki allir sem geta keypt ómálað málverk upp á margar milljónir til styrkt- ar góðgerðarmálum en meðalmaðurinn getur þó gert margt annað sem þarf ekki að koma of illa við pyngjuna. Það er hægt að hugsa sig um tvisvar áður en jólakortin eru keypt. Viljum við frekar styrkja UNICEF, langveik börn, SOS barnaþorp, Barnaheill, Rauða krossinn eða önnur samtök í stað þess að kasta peningunum í stórmarkaðina. Það er hægt að kaupa eigulega og bráðskemmtilega geisladiska til styrktar Palestínu eða Mæðrastyrksnefnd sem eru kjörin gjöf fyrir vinina og bolirnar og peysurnar sem hönnuðir Nakta Apans og Dead gerðu til styrktar öryrkjum í Palestínu eru flott jólagjöf svo að nokkur dæmi séu nefnt. Allt eru þetta gjafir sem gefa áfram. Það er líka hægt að setja jólapakka undir tréð í Kringlunni um leið og jólainnkaupunum er lokið en gjöfunum er síðan er deilt til barna og fullorðinna hér á landi. Möguleikarnir eru margir og ómögulegt að telja þá alla upp hér, en ef við höf- um augun opin og munum eftir þessu þá hugsa ég að allir geti fundið eitthvað sem getur skipt sköpum allt í kringum okkur, bæði innanlands og utan. Við megum auðvitað ekki gleyma þeim sem eru okkur næstir né gleyma því að leyfa okkur sjálfum að njóta þess stutta tíma sem jólin standa en á meðan er einnig gott að gleðja þá sem við þekkjum ekki neitt og munum liklegast aldrei rekast á og hjálpa þeim sem eiga erf- itt með að hjálpa sér sjálfir. Gerum það sem við getum, hversu lítið sem það er. Steinunn Jakobsdóttir ... og fleiri nafnlausir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.