Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 50

Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 50
NDIR National Lampoon's Christmas Vacation Jólin hjá mörgum byrja ekki fyrren búiðeraðskella þessari í tækið. Chevy Chase er hér upp á sitt besta sem höfuð Griswold-fjölskyldunnar sem ætlar svo sannarlega að halda heljarinnar jólaveislu fyrir alla stórfjölskylduna en auðvitað fer allt á annan endann. Ein af bestu jólamyndunum að okkar mati. How the Grinch stole Christmas Jim Carrey er svo sannarlega ekki í jólaskapi og með skítaglottið fast á andlítinu reynir hann að stela jólunum frá íbúum Whoville sem elska jólin út af lífinu. Jólaandinn hellist hreinlega yfir mann yfir þessari klassísku sögu Dr. Seuss og maður er minntur á að jólin þurfa alls ekki að snúast eingöngu um fínar gjaflr. Miracle at 34th street Richard Attenborough og hin unga Mara Wilson í mynd um krísu lítillar stelpu um hvort jólasveinninn sé til í alvörunni sem flytur þann fallega boðskap að draumar manns geta ræst ef maður bara trúir nógu ofboðslega mikið. Fjölskyldumynd sem ætti að koma mönnum í jólaskapið. | Home Alone Mynd sem allir þekkja og hafa eflaust séð oftar en einu sinni og kom Macaulay Culkín á kortið. Aleinn heima um jólin og þarf að passa húsið gegn vitlausum ræningjum. Sama hvað hver segir þá elskuðu allir Home Alone þegar þeir voru krakkar og því um að gera að rifja upp æskuminningarnar. The Muppets Christmas Carol Klassísk Disneymynd um prúðuleikarana gerð eftir sögu Dickens sem er algjör skylda um jólin. Nightmare before i christmas í Snilldarmynd eftir Tim Burton fyrir þá sem fíla isvartan húmor í öllum ’jólaundirbúníngnum. Myndin fjallar um beinagrindina Jack sem viil flytja jólin í Hrekkjavökuborgina sína. Eitt besta við myndina er líka frábærtónlistin. £1 Scrooged Bill Murray tekst alltaf að leika fúla kallinn alveg óborganlega og hann fer á kostum sem sjónvarpsmaðurinn sem þolir ekki jólin. Jóladraugarnir ná að hressa hann aðeins við og flytja honum boðskap jólanna, og áhorfendunum í leiðinní. Die Hard 1 og 2 Bruce Willis í fantaformi og myndirnar gerast auðvitað báðar á jólunum. Sprengjur og skotbardagar, jólaboð, hryðjuverkamenn og gíslatökur... gerist ekki betra. MAKAVAL Hvernig veljum við okkur maka? Eru það sömu eiginleikar eða ein- kenni sem kynin laðast að. Er það útlit, persónuleiki eða fjárhags- staða sem skiptir okkur mestu máli? Flestir eru sammála um að öll þessi atriði hafa áhrif á það hversu aðlaðandi við teljum einhvern vera en samt sem áður er kynbundinn munur á því hvað menn og konur leggja áherslu á. í einkamáladálkum er ekki óal- gengt að reka augun í auglýsingar á borð við þessar hér að ofan. Kon- ur gera útliti sínu hátt undir höfði en karlar leggja áherslu á að þeir séu fjáðir og vel settir. Þannig virð- ist útlit kvenna alltaf skipta meira máli heldur en útlit karla þegar um er að ræða samskipti kynjanna út frá möguleika á ástarsambandi eða makavali. Þegar talað er um makaval þá er ekki átt við að fólk fari á barinn og taki meðvitaða ákvörðun um að daðra við ákveðinn einstakling sem er líklegur til þess að sinna ör- ugglega öllum þeim skyldum sem felast í móður/föðurhlutverki, veiti vel og sé öllum mannkostum gædd- ur. En samt sem áður þá er eitthvað sem hefur áhrif á það að við löð- umst að ákveðnu fólki. En hvað skiptir máli í makavali? Gera menn og konur sömu kröfur eða leggja kynin mismikla áherslu á ákveðna eiginleika sem þeim finnst skipta máli þegar kemur að því að velja sér kærasta eða kær- ustu? Denzel Washington er dæmi um sérstaklega samhverfan mann Að hverju löðumst við? Vissulega er það svo að fólk er al- mennt sammála um nokkur atriði sem þurfa að gæða einstakling svo að hann komi yfir höfuð til greina sem hugsanlegur maki. Flest mynd- um við kjósa greinda, heilbrigða og góðhjartaða manneskju sem hægt er að treysta á. Hins vegar kemur fram töluverður munur þegar kyn- in eru látin forgangsraða vissum eiginleikum sem þeim finnst skipta miklu máli að séu til staðar hjá væntanlegum maka. Menn setja líkamlegt aðdráttarafl í fyrsta sæti yfir þá eiginleika sem þeim finnst nauðsynlegir í fari kvenna en per- sónuleiki og gáfur fylgja á eftir. Hins vegar finnst konum staða karl- mannsins og karakter skipta meira máli en útlit hans. Þrátt fyrir að kynin telji útlit mis- mikilvægtþáeruákveðnirlíkamleg- ir eiginieikar sem höfða til beggja kynja. Samhverfa líkamans hefur mikið að segja um það hvort að einstaklingur sé talinn aðlaðandi eða ekki. Það sem er átt við er það að ekki sé mikill munur á hægri og vinstri helmingum andlitsins eða líkamans. Dæmi um mann sem hef- ur nánast fullkomlega symmetrískt andlit er Denzel Washington enda hefur hann löngum þótt einn kyn- þokkafyllsti maður í heimi. Þetta á líka við um aðrar tegundir í dýra- ríkinu þar sem þeir einstaklingar sem hafa samhverfa líkamshluta eru teknir fram yfir hina. Til dæm- is taka kvenflugur karlflugur með symmetríska vængi fram yfir hina og eins taka býflugur blóm sem hafa samhverf blöð fram yfir hin sem eru ójafnari. Samhverfa gefur til kynna þróun- arlegan stöðugleika sem er merki um almenna heilsu og hreysti. Einstaklingar sem hafa samhverfa líkamshluta eru líklegri til þess að hafa góð gen og eru því líklegri til þess að eignast börn með góð gen sem þykir eftirsóknarvert í makavali hjá öllum tegundum og hefur áhrif á það hversu hentugur til mökunareinstaklingurinn ertal- inn vera. Sjónarhorn konunnar Konur leggja tvisvar sinnum meiri áherslu á að tilvonandi maki sé fjárhagslega sjálfstæður en menn. Konur kjósa líka frekar menn sem eru aðeins eldri en þær, eða að meðaltali þremur og hálfu ári eldri. Eins verður maðurinn að vera metn- aðargjarn, ákveðinnn, sjálfstæður og greindur. Líkamlegir eiginleikar sem konur telja mönnum til fram- dráttar eru að hæð og vöðvamassi séu aðeins yfir meðallagi en einn- ig þykja menn með breitt enni og sterklega kjálka aðlaðandi. Ef kona ætti að velja á milli tveggja manna er nokkuð öruggt að hún myndi velja þann sem er sterkur, vel liðinn og í góðu starfi og hefur bæði vilja og getu til þess að verja heimili sitt og sjá fyrir börnum sín- um frekar en þann sem er máttlaus og hefur ekki getu eða vilja til þess að skaffa og koma börnum sínum á legg. Frá þróunarlegu sjónarhorni má sjá að það er mun líklegra að konan komi afkomendum sínum á legg með fyrrnefnda manninum en hinum síðarnefnda. Þær formæður okkar sem tóku sér frekar eiginmenn sem höfðu burði til þess að sjá um sína, komu frek- ar genum sínum áfram (af því að börnin þeirra áttu börn o.s.frv.) heldur en þær sem völdu sér mann sem var veikburða og gat ekki séð fyrir afkvæmum sínum. Þannig varð það að velja sér sterkari og betur skaffandi félaga líklega af- leiðing náttúruvals sem hefur enn í dag áhrif á það hvers konar menn eru taldir ákjósanlegastir. En þetta skiptir ekki höfuðmáli í nútíma samfélagi vegna þess að konur eru fullfærar um að sjá um sig og börn sín einar. Sjónarhorn mannsins Karlmenn leggja meiri áherslu á líkamlegt aðdráttarafl og fegurð tilvonandi maka en konur og setja það sem höfuðkost þegar þeir eru beðnir um að forgangsraða þeim eiginleikum sem þeim finnst nauðsynlegt að prýði hugsanlega eiginkonu. Eins tíðkast það í flest- um menningarsamfélögum að karl- maðurinn kjósi frekar yngri konu heldur en eldri. I fyrsta hjónabandi er munurinn að meðaltali tvö og hálft ár en ef viðkomandi giftir sig aftur seinna um ævina þá er mak- inn að meðaltali 5 árum yngri. Því auðugri og valdameiri sem karlinn er þvi meiri möguleika á hann á því að næla sér í yngri konu. Ástæðan fyrir þessu samkvæmt þróunars- álfræðinni er sú að yngri konur eru frjósamari en hinar eldri og hafa ákveðna líkamlega eiginleika sem gefa þessa frjósemi til kynna og þykja mönnum þær því meira að- laðandi samkvæmt rannsóknum. Eiginleikar eins og grannt mitti og stór brjóst tengjast frjósemi kon- unnar en með aldrinum minnkar frjósemin og konur verða mittis- meiri. Menn virðast þannig sækja í yngri kvenmenn vegna þess að það eykur líkur þeirra á getnaði sem er aðalatriðið í mökun mannsins. Það er nokkuð Ijóst að kynin leggja mismikla áherslu á þá kosti sem hugsanlegur maki þarf að hafa. Þrátt fyrir að fólk forgangsr- aði á ákveðinn hátt í rannsóknum þá er ekki þar með sagt að þetta gangi alltaf upp í raunveruleik- anum. Þó svo að einhver telji að líkamlegt aðdráttarafl og fegurð, eða peningar og gáf ur sé eftirsókn- arverðast í fari annarra er ekki víst að sá hinn sami hafi tækifæri til þess að eignast kærasta/kærustu sem fellur í þennan hóp en það stjórnast kannski mest af því sem viðkomandi hefur sjálfur upp á að bjóða. Hilda Cortez "Menn setja líkamlegt aðdráttarafl í fyrsta sæti yfir þá eiginleika sem þeim finnst nauðsynlegir í fari kvenna en persónuleiki og gá fur fylgja á eftir. Hins vegar finnst konum staða karlmannsins og karakter skipta meira máli heldur en útlit hans. "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.