Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 31

Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 31
-Hlustið þið á Nælon? ætlaði líka að láta sjá sig og þiggja léttar veitingar, en stúlkukindin var barasta veik. DNA var sérstaklega óhress með það, enda kom hann víst til veislu vopnaður tilbúnum umræðupunktum fyrir væntanlegt samtal þeirra á milli. Fjarvera Ragnheiðar og Steinunnar veldur því einnig að kynjahlutföll eru ójöfn við borðið, nokkuð sem vanir veislustjórar vita að er ávísun á vandræði. Ekki að það hafi verið nein svoleiðis. En þeirra var samt sárt saknað. Boðið hefst á rólegu nótunum, þó allt þetta fólk kannist hvort við annað (mis-mikið, reyndar)þurfasamræðurnarsmátímatil þess að komast í gang og „smella". Andrúmsloftið varð hinsvegar aldrei vandræðalegt, meira huggulegt, ef eitthvað er. Dóri segir Þóri frá NBC plötunni og útskýrir aðgerðarleysi sveitarinnar í kynningarmálum með því að flestir meðlima hennar séu í prófum um þessar mundir. Einarog Kira ræða lítiðeitt um hljómsveitirnar Buff (Kira: „Fáir vita að það hafa verið tvær Buff-hljómsveitir starfandi hér á landi. Svavar Pétur Skakkamanage og Sighvatur úr Apparat voru í einni þeirra"), Emmett og Á túr. „( hvaða hljómsveit ert þú, Dóri?" Kira: „í hvaða hljómsveit ert þú, Dóri?" DNA: „Ég kenni mig ekki við neina sérstaka hljómsveit, kalla mig Dóra DNA og hef verið í ýmsu, Bæjarins Bestu, til dæmis..." Einar: „Ha, er hún hætt?" DNA: „Nei, en um þessar mundir er mest áhersla á NBC, út af plötunni sem við vorum að gefa út og svona. Það sem gerðist með íslenska rappið var að ein jólin voru gefnar út eitthvað um 800 rappplötur og markaðurinn og almenningur sameinaðist eiginlega í mótmælagöngu gegn þessu öllu." Einar: „Já, það var skrýtið, rosa mikið að gerast og svo allt í einu hætti allt bara." DNA: „Fer það ekki að gerast með indírokkið fljótlega? Það er ekki þverfótað fyrir því núna." Einar: „Samt ekki, það hefur aldrei farið svo hátt, heldur sig aðeins undir sjónmáli alltaf." Þórir: „Það sem er ólíkt með indí og rappi er að það er mjög erfitt að gera vel sándandi rokkplötu heima í stofu, á meðan rapparar geta klárað heilu bálkana í svefnherberginu sínu. Þegar fordæmið hafði verið sett og allir föttuðu „hey, við getum gert þetta!" komu út milljón rappplötur, eins og þú sagðir." DNA: „Já, það vildu allir verða ríkir á þessu. Svo bara svona... datt það uppfyrir." Jólarapplög eru alltaf hallærisleg en það er Sigríður Nielsdóttir aldrei Af þeim veisluréttum sem í boði eru í dag virðast mandarínurnar heilla tónlistarfólkið okkar mest, meira en smákökur og jólakökur; þau eru hreint og beint sólgin í þær. Þórir gengur skrefinu lengra og leikur sér með hýðið að átinu loknu, þegar boðinu lýkur er það komið í þúsund flygsur. Hann er fiktari, Þórir. Andrúmsloftið er orðið náttúrulegra og spurningu er varpað fram: Myndi eitthvert þeirra gefa út jólaplötu? Þórir: „Ég er búinn að gefa út jólaplötu. Gaf út jólaplötu í fyrra með honum Þráni úr Hudson Wayne." Kira: „Ég gaf einmitt út jólaplötu með honum í hitteðfyrra. Það verður spennandi að sjá með hverjum hann gefur út jólaplötu í þetta skiptið." Einar: „Ég gerði einusinni jólalag með Curver og Stilluppsteypu, sem við sendum inn í jólalagakeppni Rásar 2. Það var fínt. Við unnum samt ekki." Kira: Sigriður Níelsdóttir hringdi einmitt í mig um daginn og spurði hvort Stórsveitin gæti útsettfyrirhana lag í jólalagakeppnina. Við Hildur Guðnadóttir og Rúna Esra tókum það að okkur - lagið heitir Fjölskyldujól. Sigríður Níelsdóttir, hún er æðisleg." DNA: „Ég myndi aldrei gefa út jólaplötu, það er bara allt of hallærislegt. Ekki að jólalög séu endilega hallærisleg, en það er bara svona í rappinu, það er svo þunn lína milli þess að vera töff og að vera hallærislegur, því miður." I þessu hringir Daníel Ágúst og segist vera á leiðinni. Veislugestir nýta tækifærið og fá sér meira af súkkulaði og mandarínum. Þegar Daníel hefur lokið máli sínu spyr gestgjafinn hvort eitthvert þeirra gæti hugsað sér að skrifa jólabók. Á því eru skiptar skoðanir, Kira og DNA segja undantekningalaust já, Einar hummar fram af sér spurninguna en Þórir svarar neitandi. „Ég bara get ekki skáldað, á mjög erfitt með að búa til eitthvað svona. Þegar ég sem lög eða texta þá er það allt út frá sjálfum mér, aðstæður sem ég hef lent í eða hugrenningar sem ég hef átt. Ég held ég gæti ekki diktað svona sögu bara upp úr sjálfum mér." Þórir étur mandarínusteina og skáldar ekki, Dóri er ógeðslega reiður við Nælonstelpuna DNA [Horfir á Þóri borða mandarínuj: „Éturðu steinana?" Þórir: „Já, ég geri það." DNA: „Og skáldar ekki? Jahérna. Ég er annars ógeðslega reiður við Nælonstelpuna að koma ekki, mig langaði að brydda upp á því þær eru allar með eldri körlum. Er þetta eitthvað sem Einar Bárðar elur í þeim?" Kira: „Ha? Ég þekki þetta svo illa. Þetta eru rosalegar fréttir sem ég er að heyra hérna." Allir, nema Dóri: „Ekki markvisst... maður heyrir þetta í sjónvarpinu og svona..." DNA: „Jájá. Og hef gaman af. Núna verður maður náttúrulega að hlusta á þær, því þær eru á leiðinni til London í heilu lagi, að meika það. Það kemur í Hér & Nú á morgun. Þær ættu nú að brydda upp á raunveruleikaþættinum sínum aftur ef þær eru allar að flytja til London, hann yrði geðveikur. Sérstaklega ef þeim yrði rænt af brjálæðingum... neinei. Mér koma annars þessi meik-áform furðulega fyrir sjónir, ég held að tónlistin sem Nælon syngur, undarlegar popp-ballöður með skítsæmilegum textum... þetta er hvergi til annarsstaðar í heiminum en á íslandi." Þórir: „Nei, það er rétt. Þetta er bara sér- íslenska poppið." DNA: „Það er ekkert eins og írafár, t.d., sem er sérstaklega vinsælt úti í heimi. Ég held að Einar Bárðar þurfi að gera eitthvað mjög sérstakt ef hann ætlar að láta þær meika það úti." Einar: „Þarf hann ekki bara að kaupa almennileg lög fyrir þær, af einhverjum góðum lagahöfundum?" DNA: „...svertingjum?" Einar: „Nei, Svíum. Allir þessir popplagahöfundar eru Sviar. Þeir eru einhvern veginn búnir að ná þessu." Þórir: „Ég hef einmitt velt þessu fyrir mér, hvað Svíar eru góðir í að því er virðist hvaða tónlistartegund sem er. Þeir gera allt vel í músík, sama hvort við erum að tala um popp, pönk eða dauðarokk." DNA: „Já, þetta er rétt. Þeir komast meira að segja upp með að vera með hvíta rastafara sem eru bara svalir, eins og gæjarnir í Hjálmum. Og svo eru þeir góðir í handbolta. Helvítis Svíarnir. Svíagrýlan. Við verðum að stöðva þetta, senda Nælon á þá. Annars vil ég ekki að neinn misskilji mig, Nælon eru fínar stelpur og eru örugglega bara með eldri mönnum því þær eru þroskaðri." „Þetta er allt gert af eðlisávísun og innsæi" -Nú varst þú að gefa út skemmtilega Skottu, Kira, en ekki er víst að hún rati í marga jólapakka, því hún er ýkt skrýtin. Hana þarf að nálgast með ákveðnar forsendur og gefa ákveðin tíma eigi maður að meta hana að verðleikum. Þegar þú semur lög, ferðu þá eftir einhverri forskrift? Hefurðu reynt þig við hefðbundna popplagasmíð? Þórir: „Ég ætlaði einmitt að spyrja að þessu , hvernig býrðu til lögin? Mín lög verða nefnilega til í hausnum á mér áður en ég sest niður með gítarinn, fyrir mestan part. Kira: „Þetta er að mestu keyrt á eðlisávísun og innsæi. Ég grúska og fúska í allskonar hljóðum og hljóðfærasprettum sem ég spila og safna í vasaupptökutæki og leyfi svo að saumast inn í hvert annað I kjölturakkanum þar til eyrað er sátt. Hvert lag sprettur oftast uppúr einni kjarntilfinningu - eitt vill vera hestadaraugagangur, til dæmis, og þá verða bítin til úr hófadyn og út úr melódlunum lekur öskrandi hnegg. Ég reyni að festast ekki í heilabrotum þegar ég er að semja músík, því mér hefur alltaf sýnst gæfulegra að hún geri sig svolítið ósjálfrátt eða hlaupi fram úr mér á einhvern hátt, þó rétt þannig að ég ráði við þau eins og almennilega ótemju. Einhver sagði við mig um daginn að það væri stórhættulegt að skipuleggja tilfinningar og ég held að það sama eigi mjög oft við um tónlist. Ég hugsa heldur aldrei um til hvers lögin eigi að höfða, nema þau séu beinlínis samin til einhvers. Stundum er engu líkara en þau hafi sinn eigin sjálfstæða vilja, næstum eins og einhver annar hafi komið og samið þau með mér" [Hér mætti í framhjáhlaupi geta þess að Keith Richards lýsti eitt sinn sínum hætti við lagasmíðar á svipaðan hátt, „Það er eins og þau komi bara til mín, eða einhver semji þau með mér" - nokkuð sem sértrúarsöfnuðurinn Krossinn gerði sér mikinn mat úr í tímariti sem kom út fyrir rúmum áratug og hafði yfirskriftina „Rokkið hefuralltaf veriðtónlist djöfulsins". Eðlilega. Hver er þessi „einhver" sem semur lögin með Keith og Kiru? Er það ekki bara djöfullinn?] DNA: „Undarlegt hvernig rappið virkar allt öðruvísi. Það er nær alltaf samstarf tónsmiðs og textahöfundar og þá þarf oft að gera miklar málamiðlanir, því textinn þarf jú að hæfa undirspilinu. Það þarf meira skipulag þegar maður gerir svoleiðis." Einar um Þóri og öfugt svo eða öfugt -Einar, vilt þú segja okkur aðeins frá nýju Sling plötunni? Þórir: „Ég er örugglega búinn að hlusta á hana oftar en Einar, ég get sagt ykkur frá henni." -OK. Um hvað er hún? Þórir: „Um hvað er hún? Ehrm, bara um Henrik held ég. Hann gerir alltaf frekar spes og flotta texta sem maður veit ekki alveg hvernig á að túlka nákvæmlega. Einar: Platan er öll gerð með trommuheila og tekin upp á átta rása tæki, ólíkt okkar síðustu." Þórir: „Já, hún er ekki jafn „þykk" og hin var. Það var rosalega stór plata, mikið í gangi á öllum stundum og miklar sándpælingar. Hvert einasta fídbakk er úthugsað og „layerin" í hljómnum eru þykk og flott. Þessi nýja er mun hrárri. Segi ég og er ekki Daniel: „Ég held að þær sveitir sem þú nefndir séu alveg einlægar í sinni tónsköpun. Ég vil sko vera laus við alla væmni og segja að við séum í grunninn öll á höttunum eftir því sama; að selja helling af plötum og leyfa sem flestum að heyra tónlistina okkar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.