Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 56

Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 56
56 Tískan var ekki ósvipuð því sem hún er akkúrat núna í dag. Buxur með víðum skálmum og há- hælaðir skór hjá strák- unum og bolir. Síða hár- ið var vinsælt. Stuttir leðurjakkar og þröngir voru vinsælir hjá báð- um kynjum. Svipaðir þeim sem Spúútnik, Elvis og Rokk og Rós- ir selja í dag. Það sem allar stelpur vildu eiga voru há stígvél og strákarnir líka. Loðfeldir eða afgan kápur, voru líka mjög "inn". Að horfa á tískuna í dag og hlusta á tónlistina er í raun og veru eins og spikfeitt og stórt "Blast from the past". Þetta er mjög líkt og é þessum árum. Ekkert nýtt undir sólinni. Hvað var mest áberandi i sam- félaginu á þessum tima? Það er helst að íslenskar konur minntu dug- lega á sig með eftirminnilegum hætti með því að efna til kvennafrídagsins, sem nú er mikill merkisdagur hjá allri þjóðinni. Ung- lingahljómsveitin Lónlí Blú bojs var stofnsett og gáfu út sína fyrst plötu STUÐ STUÐ STUÐ og Queen sendu frá sér tímamótalagið Bo- hemian Rhapsody. Af erlendum vettvangi er það helst hinir miklu jarðskjálftar í Pakistan 1975 og 6000 manns fórust. Þessar hörm- ungar rifjast upp núna þegar nýliðnar nátt- uruhamfarir hrjá þennan sama heimshluta. Lumarðu á einhverri skemmtilegri sögu af þér frá þessum tima? Það eru til svo margar sögur af mér og mín- um frá þessum tíma og öðrum. Ég bendi hinsvegar á bókina mína "Bo & Co...með íslenskum texta" sem Gísli Rúnar Jónsson skrifaði fyrir þremur árum. Þar er aragrúi n af hinum ýmsu sögum af mér og mínum samferðamönnum. Ef fólk vill meira þá les það bókina hans Tomma Tomm bassaleikara Stuðmanna ..."Sögur Tómasar frænda". Það er skemmtisögu- bók sem enginn verður svikin af. Hverjar voru vinsælustu bió- myndirnar og sjónvarpsefnið? Helstu kvikmyndirnar voru margar góðar á þessum tíma. Myndir eins og Monty Python and the Holy Grail, Roc- ky Horror Picture show, One Flew over the Cuckoo's nest, Chinatown og Barry Lyndon. Vinsælt sjónvarpsefni á þessum tíma var nokkuð fjölbreytt og sumt mjög skemmtilegt. Ég hélt mikið uppá þætti eins og All in the family, MASH, Hawaii Five O, Kojak, Combat og Streets of San Fransisco. Tónlistarþættir eins og Old Grey Whistle test fóru aldrei fram hjá okkur. Ég horfði reyndar mikið á AFRTS sjónvarpið sem var sent út frá Keflavík- urvelli á sjöunda áratugnum á meðan það var í loftinu og þar af leiðandi mótaði það mikið minn smekk á sjónvarpsefni í þá daga. Hvar sástu sjálfan þig árið 2005? Árið 1975 var ég önnum kafinn við að vinna með Change og við höfðum uppi stórar áætlanir um að sigra Evrópu að minnsta kosti. Það tók hug manns allan. Maður var ekki að hugsa mikið svona langt fram í tím- ann. Ég og konan mín vorum að kynnast á þessum tíma þannig að samband okkar tók líka sinn tíma sem ég sé ekki eftir. Ég sló því upp í gríni að vísu að þegar við værum orðnir frægir, feitir og ríkir þá myndum við flytja með fjölskyldur okkar á sólríka staði og byggja hljóðver og gefa út tónlist með eingöngu þeim listamönnum sem okkur lík- aði við. Ég er mjög ánægður með þá hillu sem ég er á í dag. Þetta ferðalag var og er skemmtilegt í alla staði. Hlakka til morgun- dagsins. fannst alveg ótrúlega fyndin... ég mikið að spá í að gerast stuntmaður í kvikmyndum) eða þá að stórveldin næðu Hvar sástu sjálfan þig árið 2005? að kjarnorkukála mér og öllum hinum í Ég hélt ég yrði dauður, ég gat ekki trúað leiðinni. öðru en ég myndi ná að kála mér með einhverjum fáraðanlegum hætti (enda var "Að horfa á tískuna í dag og hlusta á tónlistina er í raun og veru eins og spikfeitt og stórt "Blast from the past". Þetta er mjög líkt og á þessum árum. Ekkert nýtt undir sólinni." Hvar varst þú staddur i lifinu árið 1975? Þá bjó ég í Englandi og starfaði í hljómsveit- inni Change. Við vorum á samningi hjá EMI/ Chappel og vorum að vinna að upptökum og stefndum hátt. Við bjuggum allir saman í Dartford og Bexleyheath. Það voru skemmti- legir tímar í minningunni og lærdómsríkir. Allir dagar voru skemmtilegir og bjartir hjá mér. Engar áhyggjur. Hverjar voru stærstu hljómsveitirnar, is- lenskar og erlendar, og hvað hlustaðir þú helstá? Danstónlistin var mjög heit á þessum tíma. Sérstaklega man ég eftir einu lagi sem hljóm- aði í tíma og ótíma. Það var lagið "That's the way I like it" með KC and the Sunshine band. Ekki má gleyma henni Donnu Summer sem var mjög heit. Diskóið var í algleymingi á þessum tíma. Það sem ég hlustaði hinsvegar Hvað varst þú staddur í lífinu árið 1980? Ég var 18 ára og að spila á trommur, vinna í sumarvinnu í skógræktarstöð Reykjavíkur þar sem margar ungar stúlkur unnu og kynntist Hilmari Erni Agnarssyni sem bauð mér með sér í hljómsveit sem átti eftir að heita Þeyr. Svo var ég að drattast við að vera i menntaskóla en var ekki góður nemandi, sofnaði mikið ítímum... Hverjar voru stærstu hljómsveitirnar, islenskar og erlendar, og hvað hlustaðir þú helst á? Ég man ekki eftir neinum stórum íslenskum hljómsveitum sem maður var að hlusta á á þessum tíma en ég var að hlusta á allan skrattann og man eftir Bob Marley og Spyro Gira og svo kynntist ég breska síðpönkinu eins og Joy Division og þá varð ekki aftur snúið.... Vinsælustu skemmtistaðirnir, hvert fórstu helst út á lífið? Borgin, en aðallega man ég eftir að hafa farið í Stúdentakjallarann. mest á var góð blanda af The Eagles, Bruce Springsteen, Bob Dylan, Pink Floyd, Crosby, Stills, Nash and Young, Elvis og gamla rokk- ið. íslensku böndin sem voru vinsæl heima voru þá Pelican, Lónlí Blú Bojs og auðvitað Change, sem og hin ýmsu establiseruðu bönd eins og Ingimar Eydal bandið. Vinsælustu skemmtistaðirnir, hvert fórstu helst út á lifið? Við bjuggum í Englandi þannig að við stunduðum ekki mikið skemmtistaðina hér heima. En ætli það hafi ekki verið Hollywood, Klúbburinn og Óðal og fleiri staðir. Maður fór auðvitað á þessa staði af því að þar var fólkið sem maður var að umgangast á þess- um tíma. Hvað var mest áberandi í tiskunni? Hvað var mest áberandi í tískunni? Hjá mér var rosa mikið verið að pæla í að pæla ekki í tískunni. Lumarðu á einhverri skemmtilegri sögu af þér frá þessum tima? Ekki sem mig langar að deila með alþjóð. Hverjar voru vinsælustu biómyndirnar og sjónvarpsefnið? Mel Brooks, Fellini, Monty Python, annars horfði ég ekki mikið á sjónvarp á þessum tíma nema að ég man eftir þætti sem hét Professor Drovels Hemmelighed. Svo sá ég einu sinni mynd um þetta leyti sem hét ævintyri Picassos og mér Hvað var mest áberandi i samfélaginu á þessum tima? Eltast við stelpur og spila tónlist, ég vildi að ég gæti logið en þetta er því miður satt ... svona í stóratriðum. Sigtryggur Baldursson Björgvin Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.