Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 30

Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 30
 JOLAVEISLAN MIKLAI PLÖTUFLÓÐINU, MEÐ SÚKKULAÐI OG MANDARÍNUM Þórir, Kira Kira, Dóri DNA, Daníel Ágúst og Einar Sonic hitta fulltrúa Orðlaus yfir kakóbolla Dóri DNA: „Þetta er gott súkkulaði, sjóðandi heitt og gott. Og það gerir rjómann sérstaklega saetan, þar sem hann kælir líka. Vitiði hvað ég er að tala um?" Kira Kira: „Já, einmitt. Þetta er betra en bollinn sem ég fékk í dag." Dóri: „Þetta er þinn annar súkkulaðibolli í dag?" Kira: „Já, ég var að funda áðan, um væntanlega hátíðartónleika Kiru Kiru og Skakkamanage sem við ætlum að halda í Útskálakirkju, vonandi þann 18. desember, fékk mér súkkulaði þar." Myndir: Steinar Hugi Þórir: „Einar, viltu rétta mér eina mandarínu?" EinarSonic: „Sjálfsagt!" Ofangreint ágætisfólk situr saman við e.k. aðventuhlaðþorð þar sem finna má ýmsar kræsilegar kræsingar. Skál af mandarínum, enska jólaköku sem öllum í heimi finnst vond, nema kannski Englendingum, breitt úrval af búðarkeyptum smákökum og heitt súkkulaði hvers uppskrift kom úr ranni ömmu greinarhöfundar, en sú hefur um árabil annast alla heita súkkulaðigerð fyrir árlegan jólabasar Tónlistarskóla ísafjarðar og þykir mikill meistari í þeirri list. Tímaritið orðlausa tekur sig ekki alltaf sérstaklega hátíðlega, en það kann hinsvegar vel að meta hátíðirnar og datt þess vegna í hug að egna þessu ólíka tónlistarfólki - sem allt á plötur í „Nýtt" rekkum hljómplötuverslana um þessar mundir - saman, halda litla hátíð og athuga hvað það hefði að segja hvert við annað, hvort einhverjar nýjar hugmyndir kæmu upp og einhverjar gamlar yrðu grafnar. Veikar eða óhreinar söngkonur - seinir stórmeistarar Stödd í miðlungs-jólaskreyttri borðstofu í Norðurmýrinni þennan dag snemma í desember eru semsagt þau Kristín Björk AKA Kira Kira, sem sendi nýlega frá sér hina heillandi Skottu, Þórir, sem hefur undanfarið kýlt fólk í andlitið með þeirri ágætu plötu Anarchists are hopeless romantics, rapphundurinn Dóri DNA, en platan Drama með hljómsveit hans NBC kom loksins út eftir miklar tafir - unnendum góðrar músíkur til mikillar gleði - og hin nýlega 30-ára gamla goðsögn Einar Sonic, hryngítarleikari einnar bestu rokksveitar íslands - Singapore Sling - sem sendir frá sér skífuna Taste the blood of Singapore Sling um miðjan mánuðinn. Allt gott fólk og hæfileikaríkt sem hefur mikið fram að færa við bæði samtíma sinn og FRAMTÍÐINA. Fleirum var boðið í boðið. Stórmeistarinn Daníel Ágúst, sem er um þessar mundir að kynna sinn stórmeistaralega sólófrumburð Swallowed a star, hringdi um það leyti sem heita súkkulaðið var að sjóða upp úr pottinum og sagðist verða seinn fyrir - hann kom á endanum, veislugestum til mikillar ánægju. Ekki gekk jafn vel með hina boðsgestina. Þrálátir misskilningar urðu milli söngkonunnar Ragnheiðar Gröndal og veislustjórans, sem urðu á endanum til þess að veislugestir fengu ekki þægilegrar nærveru hennar notið þennan daginn. Og Steinunn úr hljómsveitinni Nælon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.