Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 8

Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 8
...And this one's for you! "Jane says 'l'm done with Sergio'" "Jenny darlin'! Hear me cryyy your name!" "Sheena is a punk rocker nooow!" Alveg síðan nútímamaðurinn barði fyrst á trommu höfum við verið að semja lög hvort öðru til heiðurs. Sandy, Sweet Jane, Suzy og jafnvel Barbara Ann hafa feng- ið lög um sig. Karlarnir eiga sín lög líka: Joe ætlar að skjóta konuna sína, Ziggy er góður á gítar og báðir versla þeir hjá Geira Smart. Alltaf geta lagahöfundar gripið í mannanöfnin til að kynda undir hugmyndaeldinum. Einföld saga um lífshlaup manns eða lýsing á augnabliki með dularfullri konu eru alltaf verðug umfjöllunar- efni. Hver og einn hlustandi túlkar þessi lög á sinn eiginn hátt, en við eigum það öll sameiginlegt að þekkja eina eða fleiri af þessum persónum. Til dæmis ættu allir að þekkja að minnsta kosti eina Jolene. Orðlaus er með sínar Babúskur, Yoko og Lólur alveg á hreinu og hér gefur að líta stuttan lista yfir lög sem eiga það eitt sameiginlegt að fjalla um, tjah - fólk! Rolling Stones • Angie Mjög tilfinningarík og góð ballaða, sem er afar sjaldgæft hjá durgum eins og Rolling Stones. Þessi saga af sambandsslitum hefur gefiö mörgu ungmenninu gæsahúð og þónokkr- ir ættu að kannast við tilfinningarnar sem þarna er sungið um. Mick Jagger samdi þennan smell af plötunni 'Goats Head Soup' frá 1973 um Angelu Bowie, eiginkonu David Bowie. Þjóðsagan hermir að Angela hafi komið að þeim Jagger og Bowie saman í rúminu eftir sér- staklega subbulegt djamm. Hvort sem það er þjóðsaga eða ekki, þá vita þeir sem sem hafa séð myndbandið við dúettinn þeirra 'Dancing in the Street' að þessir öfuguggar eru til alls líklegir. AC/DC - Whole Lotta Rosie Þeir koma kannski frá Ástralíu, en dreng- irnir í AC/DC yrkja hér um kellingu sem allir geta séð fyrir sér. Rosie er gellan sem mætir á barinn hangandi aftan í mótorhjóli með einhverju dusilmenninu og gleypir sprútt í slíku magni að fílefldum karlmönnum er ekki um sel. Hún strunsar um barinn með speglasólgleraugu og í leðurpilsi og blæs sígarettureyk framan í handrukkarana. Hún dansar uppi á barnum og borðar billjardkúl- ur í morgunmat. Hún Rosie er hörkukelling sem talar talið, gengur ganginn og brókar presta og skilorðsfulltrúa. Alvöru rokk- kvendi. Aðeins Angus Young gæti reitt fram riff sem er nógu groddalegt til að þóknast henni. Þú verður að hlusta á þetta lag með bjór í hönd og á hæsta hljómstyrk. Annars kemur Rosie og drepur þig. Derek and the Dominoes - Layla Patty Boyd er kona sem eflaust er með af- ar sterkt sjálfsálit. Þessi fagra stúlka gekk á milli þeirra George Harrison og Eric Clap- ton á sjöunda áratuginum og háðu þeir hat- ramma baráttu um ástir hennar. Þeir keppt- ust við að semja um hana lög og er Patty það heppin í dag að vera yrkisefni tveggja af bestu ástaróðum allra tíma: Hinnar fögru Bítlaballöðu 'Something' og 'Layla' sem Clapton gerði með hljómsveit sinni Derek and the Dominoes. Öfugt við 'Something', sem er angurvært ástarljóð, er 'Layla' kóf- sveitt og þrútið greddulag með standpínu. Patty flögraði á milli kappanna þangað til hún áttaði sig á því að þeir væru báðir hálf misheppnaðir. Clapton á kafi í heróínmar- tröð og Harrison kominn í jógann. Bob Dylan • Maggie's Farm BobDylanerkóngurinnímannanafnalögun- um, og er oft erfitt að velja á milli. 'Sara' er Ijúfsárt lag um skilnaðinn við konuna. 'Billy 4' lofsyngur Billy the Kid og 'Blind Willie McTell' er raunasaga gamals blústónlistar- manns sem lést óþekktur og blásnauður. En 'Maggie's Farm' er merkilegt fyrir þær sakir að það talaði til tveggja kynslóða. í þessum stormandi slagara notar Dylan sveitabýli sem myndlíkingu fyrir kerfið sem treður á ungdóminum. Verkamaðurinn Bob hefur fengið sig fullsaddann á kjaftæðinu og seg- ir hingað og ekki meir. Tuttugu árum seinna tóku pönkarar í Bretlandi þetta lag upp á sína arma. Þeir þóttust kannast við hana Maggie í járnfrúnni MargaretThatcher. Elton John - Daniel Þeir Elton John og Bernie Taupin, textahöf- undur Eltons á áttunda áratuginum, voru sérstaklega lagnir í að hamra saman lauflétt- um, sólskinsbökuðum ballöðum sem voru ríkulega hlaðnar fallegum melódíum. Elton fylgist með honum Daniel fljúga út úr lífi sínu og kyngir tárunum. Scissor Sisters, ein af vinsælli hljómsveitum dagsins í dag, sækir ákaft í hugmyndabanka Eltons og Taupins og er þetta lag glöggt dæmi um það. Hann Elton kom út úr skápnum mörgum áratug- um seinna, en flestir hefðu átt að gruna ýmislegt, þar sem þessi hommaballaða var býsna stór vísbending. Orchestral Manoeuvres in the Dark - Enola Gay Paul Tibbetts flaug B-29 sprengjuvél í seinni heimstyrjöldinni. Það væri svo sem ekki ífrá- sögur færandi nema fyrir þær sakir að í einni sendiferðinni skutlaðist Paul með kjarnorku- sprengju og fleygði henni á saklausa borg- ara Hiroshima. Þessi sprengja ásamt þeirri sem varpað var á Nagasaki seinna um dag- inn urðu að minnsta kosti 120.000 manns að aldurtila. Flugvél Tibbetts var skírð í höfuð- ið á móður hans: Enola Gay. Fjórum áratug- um seinna sungu OMD um þessa sendiför í lagi sem er eitt besta dæmið um glaðvært lag með grafalvarlegum texta. Enola Gay, is mother proud of her little boy today? Spyrja drengirnir með ásakandi augnaráði og benda fingri. Björn Þór Björnsson balladofbob.blogspot.com Dolly Parton - Jolene Þetta meistaraverk Dolly Parton er einfald- lega rökin fyrir því að kántrý sé góð tónlist. Þessi angistarfulla en gagnslausa bón eigin- konunnar er í senn átakanleg og stappandi skemmtileg. Ef einhver hefði sagt mér fyrir tíu árum síðan að heilu næturklúbbarnir af fólki ættu eftir að dansa uppi á borðum og öskra með kántrýlagi þá hefði ég hlegið. Eða grátið. En þetta sannar bara hversu góð- ur tónlistarmaður Dolly er. Aðeins snillingur gæti samið línu einsog, "He talks about you in his sleep / and there is nothing I can do to keep / from crying when he calls your name, Jolene." Algerlega sláandi. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.