Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 55

Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 55
Hvar varstu stödd i lifinu árið 1994? Ég var heimspekinemi í Háskóla íslands, nýflutt til Reykjavíkur frá Keflavík og var að koma fram út um allt ein með kassagít- ar undir nafninu „Heiða trúbador". Stærstu hljómsveitirn- ar, islenskar og erlendar '94. Hvað hlustaðir þú helstá? Ég hlustaði á pönk og goth, man að Cocteau Twins voru ofarlega á lista hjá mér, sem og allt sem Nick Cave var að fást við. Svo hlustaði ég á Cure og Joy Division og Smiths og Sonic Youth og My bloody Valentine. Svo voru íslensku hljómsveit- irnar HAM, og S/H draumur I miklu uppáhaldi. I/insælustu skemmtistaðirnir, hvert fórstu helst út á lifið? Ég fór oftast á 22 sem var helsti listaspírustaður þessa tíma. Þar var mikið af furðufuglum og finnst mér enn enginn staður hafa náð fullkomlega þeirri stemmingu sem oft myndaðist þar. Svo var Tveir vinir og annar I fríi góður tónleikast- aður sem ég sakna pínu í dag. Tunglið og Rósenberg voru samt helstu tónleikastaðirn- ir, en þeir eru náttúrulega brunnir til kaldra kola í dag, en Tveir vinir er orðin stripp- búlla. Hvað var mest áberandi í tískunni? Ég var enn meiri pönkari þá en ég er núna, og man ekki til þess að ég hafi verslað neitt nema sokka og nærföt I hefðbundnum búð- um. Restin var föndruð eða fundin á háaloftum fjölskyldumeðlima. Man að ég klippti neðan af gallabuxum sem pabbi var hættur að nota og gekk lengi í þeim, hæst- ánægð. Svo verslaði ég á mörkuðum, mest er- lendis. Hvað var mest áberandi í samfélaginu á þessum tíma? Mér var skítsama um samfélag- ið á þessum tíma. Lumarðu á einhverri skemmti- legri sögu af þér frá þessum tima? Æi, sögur...Ég man bara eftir einhverri vitleysu, sem gerðist þar sem ég bjó í Þingholtunum. Einu sinni mættu vinir mínir með garð- bekk neðan úr bæ og gáfu mér fyrir ibúð- ina. Hann var notaður í stofunni. I annað sinn ætlaði góður vinur minn að fanga gæs með berum höndum til að hafa í kvöldmat og stökk út I tjörnina. Svo safnaði ég umferð- arskiltum. Þetta var ansi fínt hjá mér. Hvað voru vinsælustu bíómyndirnarog sjón- varpsefnið á þessum tima? Humm, ég var nú ekki með neitt sjónvarp. •• Birgir Orn Steinarsson " ...mig dreymdi alltaf um að fara til London og gera tónlist. Vonaðist kannski þá að maður yrði kominn aðeins lengra, en ég hugsa að ég sé á svip- uðum stað núna og ég ætlaði mér að vera." Hvar varstu staddur í lifinu árið 1996? Ég var að klára Náttúrufræðibraut I Mennta- skólanum við Sund auk þess að vera í Maus. Þá vorum við búnir að gefa út tvær plötur, og það árið vorum við að vinna að þriðju plötu okkar, Lof mér að falla að þínu eyra, sem gjörbreytti öllu fyrir okkur. Stærstu hljómsveitirnar, islenskarog erlend- ar '96. Hvaö hlustaðirþú helst á? Ég held að ég hafi nú örugglega ekki verið að hlusta á stærstu sveitirnar, sem voru eins og núna Sálin og eitthvað svoleiðis. Á þess- um tíma hlustaði ég nær alfarið á nýbylgju- rokk og indí. Man að Pulp, Blur, My Bloody Valentine, Cranes, Sonic Youth og fleiri sveit- ir voru í miklu uppáhaldi. En ég var líka að byrja að uppgötva raftónlist, hlustaði mikið á The Orb, Orbital, Underworld og slatta af ambient. Af íslensku böndunum var ég lík- Ragnheiður Eiríksdóttir "Tunglið og Rósenberg voru samt helstu tónleikast- aðirnir, en þeir eru náttúrulega brunnir til kaldra kola í dag, en Tveir vinir er orðin strippbúlla." en fór hins vegar oft í bíó. Man eftir því að hafa farið oft á myndir sem fengu hauskúpu í bíódómum I einhverju blaðinu. Fannst mest spennandi að sjá lélegar myndir, og þá helst af öllu lélegar hryllingsmyndir. Uppáhaldið mitt var að fara ein í sjöbió. Fór einmitt á eina arfaslaka sem hét „Even Cowgirls get the Blues" og fannst hún svaka fín. Hvar sástu sjálfa þig árið 2005? Ég held að ég hafi verið viss um ég myndi ekki lifa það að sjá árið 2000 á þessum tíma. Ég var handviss um að deyja 27 ára eins og allir rokkarar. Svo þegar ég náði því að verða 28 ára varð ég mjög fegin, og nú held ég að ég nái örugglega að verða níræð, að minnsta kosti! legast hrifnastur af Sigur Rós, sem við feng- um oft til að hita upp fyrir okkur þá. Hafði líka gaman af Kolrassa Krókríðandi, Bag of Joys og Botnleðju. Hverjir voru vinsælustu skemmtistaðirnir? Hvert fórstu og afhverju? Ég og minn vinahópur fór alltaf á Bíóbar- inn. Bæði vegna þess að við komumst alltaf inn þarog þarvarlang besta tónlistin spiluð. Við þekktum flesta plötusnúðana þar, og að fara þangað var alltaf ávísun á gott stuð á dansgólfinu. Sérstaklega þegar KGB var að spila. það, og streittist á móti eins lengi og ég gat. Fólk var líka að kynnast hugmyndinni um int- ernetið og svoleiðis. Ég man að í tónlist var Björk náttúrulega aðalmálið, og á tímabili leit út eins og Kolrössurnar og Unun gætu fylgt í kjölfarið en allt kom fyrir ekki. Hvað var mest áber- andi i tiskunni? Hmm... ég man að hár- greiðslurnar voru ýktari, amk mín. Á þessum tíma gekk ég oft um í jakkaföt- um, með ermahnappa og allt. Maður reyndi eins og maður gat að forðast galla- buxur. Man ekki eftir neinu sérstöku sem maður "þurfti" að eiga, en helst varð maður að versla öll sín föt hjá hjálp- ræðishernum! Lumarðu á einhverri skemmtilegri sögu af þér frá þessum tima? Alveg fullt, og ég ætla að luma á þeim að- eins lengur. Hvað voru vin- sælustu bíó- myndirnar og sjónvarpsefnið? Það eina sem ég man eftir að hafa fylgst með í sjónvarpinu þá var MTV, Dagsljós og Frétt- ir. Fargo, Secrets and Lies og Trainspotting komu þetta ár. Hvað var mest áberandi í samfélaginu á þessum tíma? Það var um þetta leyti sem það fór að þykja sjálfsagt að fólk gengi með síma á sér. Ég man að ég var mjög lengi að sætta mig við Hvarsástu sjálfan þig ár- ið 2005? Hmm, mig dreymdi allt- af um að fara til Lond- on og gera tónlist. Von- aðist kannski þá að maður yrði kominn aðeins lengra, en ég hugsa að ég sé á svipuðum stað núna og ég ætlaði mér að vera. Bjóst bara við að vera að gera allt það sem ég er að gera núna með Maus en ekki einn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.