Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 4

Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 4
Ilmandi gemsar Nú er það nýjasta í farsímatækninni tónar sem gefa frá sér ákveðna lykt. Hyundai MP280 gefur frá sér ilm í hvert skipti sem síminn er opnaður. Síminn kemur með sérstakri sprautu sem gefur eigandanum kleift að fylla á símann með því ilmvatni sem er þeim helst að skapi. Eins eru á leiðinni símar sem gefa frá sér mismunandi ilm eftir því hvort um er að ræða símtal eða textaskila- boð. Taktu þér tak Ertu komin með nóg af daglega æfingaprógramminu þínu? Eða geturðu aldrei drullast í ræktina? Hafðu ekki áhyggjur vegna þess að nú getur þú dánlódað á MP3 æfingum sem eru sérhannaðar af jóga/pilates gúruum ásamt vel völdu líkamsræktarliði úr Hollywood. Um er að ræða 11 mismun- andi æfingarprógrömm. Hvert prógramm er þannig úr garði gert að það er eins og hver og einn sé með sinn persónu- lega einkaþjálfara en hægt er að kaupa ákveðið æfingarpró- gramm og geyma það á MP3 spilaranum. Nú þarftu ekki að kvíða því að einhver æpi á þig þegar þú ert við það að gefast upp á hlaupabrettinu en þú hefur held- ur ekki afsökun fyrir því að svíkjast undan æfingum þegar þú ert í fríi vegna þess að nú hefur þú einkaþjálfarann með þér hvert á land sem er. Vantar þig deit í dag eru yfir 20 milljónir iPod eigenda í heiminum og fer þeim hratt fjölgandi. Af öllum þessum fjölda hljóta einhverjir að vera að leita sér að deiti. Þrátt fyrir að vera enn á tilraunstigi þá gerir PodDater fólki með MP3, iPod eða PSP kleift að dánlóda upplýsingum um manneskjur sem það hefur áhuga á að kynnast betur. Um er að ræða einskonar nútíma útgáf u af stefnumóta- leiknum Singles. Það sem fólk gerir er að skrá sig á PodD- ater sem gerir þeim kleift a ð tjékka á einstaklingum sem langar á stefnumót en þetta mun vænta- nlega auðvelda mörgum lífið í því flókna ferli sem stefnumótalífið getur verið. Kíkjið á poddater.com og sjáið hvernig þetta virkar. Skapaðu þinn eigin heim Höfundur Sims tölvu- leikjanna hefur sett nýjan leik á markað- inn. Þessi leikur kallast Spore og gengur líkt og Sims út á það að þátttakendur skapi sinn eigin heim. Að þessu sinni er hins veg- ar ekki um að ræða manneskjur heldur eru spilarar í upphafi með örveru og er þeirra helsta markmið að sjá til þess að þessar örverur þróist í flóknari lífverur. Á hverju þróunarstigi er hægt að velja ákveðna líkamshluta sem maður vill að lífveran sín hafi, þannig að lífveran fer að taka á sig vissa mynd en hin últra góða grafík í leiknum gerir keppandanum kleift að móta lífverur sínar eins og leir. Leikurinn byggist svo á hugmyndum hvers og eins og um- hverfi lífverunnar aðlagast líkamsbyggingu hennar, t.d. ef leikmaður nær að kom fótum á sína lífveru þá færist hún upp á land og ef leikurinn gengur vel þá færist hún upp í fæðukeðjunni. Veran sem spilað er með getur meira að segja þróast svo mikið að hún verður of þróuð fyrir jörðina og flyst þá til fjarlægrar stjörnuþoku. Helsti kosturinn við þennan leik er sá að hann gefur spilaranum færi á að vera mjög skapandi. Að sjálfsögðu er leikurinn ekki eingöngu lík- amlegur heldur getur spilarinn líka látið veruna sína þróa með sér hina ýmsu andlegu hæfileika. Þú getur skapað þitt eigið þorp, verið með þinn eigin her eða bara heilt þorp af þínum lífverum. Jólaplatan I ár Jólasafnskífan Stúfur sem út kom fyrir síðustu jól hefur nú verið dreift á ný. Allur ágóði af sölu plötunnar rennur óskiptur til Mæðrastyrksnefndar, en í fyrra söfnuðust um hundrað þúsund krónur. Það er um að gera að styrkja gott málefni og tryggja sér eintak af þessari skemmtilegu jólaplötu. Á plötunni eru níu jólalög, þrjú frumsamin og sex tökulög, sem framvarð- arsveit ungra hljómsveita á borð við Ókind og Hermi- gervill flytja. Látum gott af okkur leiða um jólin. Hvaða plötu ertu að hlusta á? Ég er að hlusta á Rokkland 2005, enda var hún að koma í hús. Drullugóð! Ég er líka að hlusta á nýju plötuna með Paul Weller og eitt og annað. Hvaða plötu ertu að bíða eftir? Ég er ekki að bíða eftir neinni plötu, heldur bara tíma til að hlusta á allar þær stórkostlegu plötur sem ég á eftir að hlusta á en er með í töskunni minni á hverjum degi, t.d. tónleikaplötuna með Wilco, Rammstein, Madonnu, Banhladesh tónleika-plötuna, Úlpu ofl. MOJITO kvöld Plötusnúðar öll fimmtudagskvöld í desember alla fimmtudaga á Thorvaldsen Bar FINLANDiA Huvuha Club Thorvaldsen Bar JBQ UOSpjBAJOljX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.