Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 24

Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 24
24 LÆRÐU HUGARLESTUR Hvernig fer hinn magnaði og svolítið sæti Derren Brown að því að gera það sem hann gerir. Fyrir þá sem ekki vita þá er hann alræmdur fyrir að lesa í huga fólks og virðist geta séð fyrir og stjórnað hegðun annarra. í sjónvarpsþáttunum The Trick of the Mind sýnir breski undramaðurinn áhorf- endum ótrúlegustu brellur í þeim tiigangi að sýna fram á að hugarafl mannsins sé ótakmarkað. En hvað er í gangi? Hugsanaflutningur Derren Brown talar um að flestir bregðist á mjög svipaðan hátt við leiðbeiningum og spurningum sem lagðar eru fyrir þá. Þannig á að vera hægt að koma ákveðnum hugmyndum í huga fólks með því að tala við það á vissan hátt eða orða spurningarnar þannig að fram komi ákveðið svar. Eitt af því sem Derren Brown er ótrúlega fær í er að stjórna því hvaða spil fólk fær fram í hugann þegar hann biður það um að ímynda sér eitt spil úr spilabunka. Þegar hann beitir þessu bragði virðist hann vera að lesa hugsanir en það sem hann er í raun að gera er þannig að hann er sjálfur búinn að velja spil fyrirfram og hefur svo áhrif á það hvaða spil fólk kallar fram í hugann. Það sem hann gerir er að orða leiðbeiningar sínar þannig að fólkið fer ómeðvitað að hugsa um ákveðið spil. Þátttakendur fá leiðbein- ingar um að teikna í huganum mjög stóra, bjarta og litríka mynd á stóran skjá sem er inni í herbergi sem fólk á að ímynda sér að það gangi inn í. Svo er fólk beðið um að teikna mynd af því spili sem það hefur í huga á þennan skjá en muna að hafa myndina stóra, bjarta og litríka. Leiðbeiningarnar sem fólkið fær eru orðaðar þannig að lögð er áhersla á ákveðna stafi sem eru þeir sömu og i spilinu sem Derren vill að viðkomandi hugsi sér, ef það er til dæmis tígulkóngur þá er lögð áhersla á að segja t.d. something með áherslu á - thing af því að það minnir á orðið king og þar fram eftir götunum. Með því að biðja fólk um að ímynda sér eitthvað sem er stórt þá hefur það áhrif á gildi spilsins sem fólk kemur til með að hafa í huga (kóngur hefur hátt gildi) og til að kalla fram rautt spil þá á ímyndunin að vera litrík og lífleg en þá dettur fólki frekar í hug rautt spil en svart. Þannig er hægt að hafa áhrif á hugsanir fólks með því að tala við það á ákveðinn hátt. Hvernig vitum við að einhver er að Ijúga? Þegar fólk segir ósatt þá gef- ur það ómeðvitað ýmislegt til kynna með látbragði sínu. Dæmigerð merki eru til dæm- is þegar höndin snertir munn eða nef líkt og viðkomandi sé að reyna að fela það sem hann segir. Eins segir Derren Brown að augnhreyfingar fólks komi upp um það. Ástæðan fyrir því er sú að þegar fólk er til dæmis að segja frá og þarf að rifja upp sjónrænar upplýs- ingar þá hreyfast augun upp á við á meðan manneskjan leitar í huganum að því sem hún þarf að lýsa. Þannig að ef einstaklingur segir ósatt frá einhverjum atburði er mjög ólíklegt að augun leiti upp á við vegna þess að þær upplýsingar sem hann myndi ella geyma í huganum ef um sannan atburð væri að ræða eru ekki til staðar og þar af leiðandi eru engar minningar sem þarf að leita af í hugan- um. Þannig getur fólk hiklaust logið upp í opið geðið á okkur vegna þess að það er ekkert mál að halda augn- sambandi á meðan verið er að segja ósatt. Hins vegar ef manneskjan er að segja satt er líklegra að hún haldi ekki stöðugu augnkontakti vegna þess að hún er að sækja upp- lýsingar í minnið á meðan hún talar við okkur. Málið er samkvæmt Derr- en Brown að fylgjast með ákveðnu mynstri og taka eft- ir þeirri hegðun sem brýtur mynstrið upp. Að sjá framtíðina Sumir virðast vita ýmislegt um okkur og geta sagt okkur persónulega hluti þrátt fyrir að vera okkur alls ókunnug. Þetta er eitt af því sem undramaður- inn Derren Brown gerir en hann gefur sig ekki út fyrir að hafa spádómsgáfu heldur notar hann að- ferð sem kallast "cold reading" sem snýst um að skoða viðbrögð fólks við því sem sagt er við það. Þá er ekki eingöngu átt við greinilega hegðun held- ur eins stækkun og minnkun augasteinsins og þess háttar. Trixið við að lesa fólk er að byrja á því að persónu- lýsa því á mjög almennan hátt með því að nota frasa sem gætu átt við hvern sem er eins og til dæm- is "þú ert opin manneskja en átt þér þína feimnu hlið" en fólk er mjög gjarnt á að taka svona per- sónulýsingar líkt og þetta eigi sérstaklega við það en engan annan. Derren bendir líka á að það sé mjög auðvelt að draga ályktanir um fólk út frá til dæmis klæða- burði, göngulagi eða öðru sem einkennir manneskj- una. Eins er gott bragð að setja fram spurningar sem eru dulbúnar sem fullyrðingar þannig að fólk bregst við á vissan hátt og svo er lesið í tjáningu við- komandi og upplýsingarnar sem hann gaf sjálfur frá sér eru umorðaðar þannig að það er eins og mið- illinn sé að segja manneskjunni eitthvað sem hann gæti ekki vitað nema að hann væri í sambandi við einhvern að handan. Aðalatriðið í þessu er að vera öruggur með sig þannig að það liti út fyrir að þú vitir svo sannarlega hvað þú ert að gera. Nauðsynlegt er samkvæmt Derren að sannfæra viðkomandi áður en hafist er handa við að spá fyrir honum um að hann þurfi að vera mjög opinn svo að hann hindri ekki flæði upplýsinga að handan þannig að ef þú segir ekkert sem á við þá skellirðu bara skuldinni á viðkomandi vegna þess að hann er svo lokaður að engar upplýsingar komast í gegn. Ef fólk er mjög opiðfyrir svona löguðu er mun auð- veldara að fá allskonar upplýsingar frá því án þess að það geri sér grein fyrir því að það sé að gefa þessar upplýsingar. Gott er að nota einhverja hluti á meðan verið er að spá fyrir einhverjum eins og til dæmis Tarot spil eða kristalkúlu en það skapar ákveðið andrúmsloft og gefur þér tíma til þess að undirbúa næstu spurn- ingu. Síðast en ekki síst segðu manneskjunni það sem hún vill heyra en fólk er sérstaklega hrifið af því að heyra góða hluti um sjálft sig. Hilda Cotez Hugarlestur Derren Brown segir að það sé hægt að lesa í annað fólk þannig að það líti út fyrir að um hugarlestur sé að ræða. Málið snýst ein- faldlega um að hlusta mjög vel eftir því sem fólk segir og í staðinn fyrir að setja það í samhengi við sjálfan sig á að reyna að setja það í stærra samhengi við allt annað sem maður veit um manneskjuna. Það skiptir þó miklu máli að ná góðu sambandi við þann sem talað er við en þetta er hægt að gera þannig að líkamstjáning viðmæl- andans er endurspegluð á mjög varfærinn hátt en þá er ekki átt við að fólk eigi að herma eftir þeim sem það talar við (það væri bæði óhugnalegt og óþolandi) heldur frekar að það sé talað á svipuð- um hraða, líkaminn hafður í svipaðri stellingu og annað í þeim dúr. Á þennan hátt myndast afslappað andrúmsloft og betra tækifæri gefst til þess að skilja þann sem talað er við. Með þessu móti er hægt að komast að ýmsu um viðmælandann og þá er auðveldara að skynja það hvernig manneskjan sér heiminn og bregst við ákveðnum áreitum. Þegar þú ert farin að skilja hvernig einhver annar hugsar þá getur þú staðsett þig mentally í hausnum á þeim og getur spáð fyrir um hver viðbrögð þeirra eru við hinum og þessum áreitum með því að sjá aðstæðurnar með þeirra augum. Þannig snýst hugarlestur um að beina athyglinni frá sjálfum sér í samskiptum við aðra og einbeita sér að því sem þeir segja og gera og þykjast svo vera ótrúlega klár og einbeittur hugsanalesari. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér efnið enn frekar kíktu þá á þessar síður: http://www.channel4.com/entertainment/tv/microsites/M/ mindcontrol/fom/index.html Hjá stöð 4 í Bretlandi geturðu lesið þér nánar til um Derren Brown og hans brellur og þar eru lika stutt myndbönd þar sem sýnt er hvernig Mr. Brown beitir sínum brögðum. http://www.subliminalpersuasion.co.uk/ Á þessari síðu er hægt að kynna sér efnið nánar en þar er líka hægt að kaupa sér rafrænar bækur um efnið. http://www.ellusionist.com/ Hér er hægt að skoða ýmis töfrabrögð en einnig er hægt að kaupa bækur og DVD um efnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.