Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 1
Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 22. febrúar Upplag Bændablaðsins 13.000 Þriðjudagur 8. febrúar 2005 3. tölublað 11. árgangur Blað nr. 211 Heimasala afurða 12-13 Svipmyndir frá Agromek 18 Rafmagnsreikningur ylræktarstöðvarinnar að Melum á Flúðum fyrir síðastliðinn desembermánuð var ríflega þrjár milljónir króna. „Yfir háveturinn erum við að borga um eitt hundrað þúsund krónur á dag í rafmagnskostnað fyrir 18 tíma lýsingu á sólarhring,“ segir Guðjón Birgisson, garðyrkjubóndi á Melum. „Tómatplönturnar þurfa 6 tíma næturhvíld með ljósin slökkt og því getum við ekki notfært okkur næturtaxta sem skyldi. Við höfum aukið lýsinguna því það bætir heilbrigði og afurðir plantnanna. Fyrir um 10 árum vorum við að lýsa um 120W á fermetra og þótti gott að uppskera um 0,8 kg/m2. Nú notum við 230-250 W/m2 og uppskerum um 1,5 kg/m2 á viku. Við erum að framleiða 5-6 tonn á viku hérna á Melum og tínum aðeins fullþroskaða tómata af plöntunum. Þeir eru bragðbetri þannig,“ segir Gussi á Melum og býður blaðamanni að smakka nýjasta afbrigðið af tómötum, plómulagaða konfekttómata. /fía. Borgar þrjár milljónir í rafmagn á mánuði Guðjón Birgisson, garðyrkjubóndi að Melum á Flúðum, skoðar annan af tveimur rafmagnsmælum búsins. Hann borgar 100 þúsund krónur á dag fyrir rafmagnsnotkunina. Unnið er nú af fullum krafti að undirbúningi sameiningar Mjólkurbús Flóamanna og Mjólkursamsölunnar í Reykja- vík. Tillaga þar um verður lögð fyrir aðalfundi fyrirtækjanna um miðjan mars nk. Magnús H. Sigurðsson, bóndi í Birtingaholti 1 í Hruna- mannahreppi, er formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að hug- myndinni um sameiningu fyrir- tækjanna hafi verið vel tekið á fulltrúafundum fyrirtækjanna í haust. Þar komu engin mótatkvæði fram og þess vegna væri hann frekar bjartsýnn á að af henni yrði. Aðspurður um hvort bæði bændur og neytendur muni hagnast á sameiningunni sagði Magnús að eins og málið væri lagt upp teldi hann það til góða fyrir báða. ,Krafan um að halda niðri matvælaverði í þjóðfélaginu er mjög skýr. Við ætlum okkur að leita allra leiða til þess að geta greitt bændum það verð sem þeim ber og þeir þurfa að fá fyrir mjólkina. Á sama tíma á að freista þess að halda niðri verðinu og vera þannig betur samkeppnishæf þegar til framtíðar er litið. Flestir telja að rýmkað verði um innflutning land- búnaðarafurða þegar fram í sækir,“ sagði Magnús. Allir reyna að hagræða sem mest þeir geta í fyrirtækjum sínum og sagði Magnús að hér væri auð- vitað um hagræðingu að ræða. Litið hefur verið á Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkursamsöluna sem fyrirtækjasamstæðu í skilningi laga vegna þess hvernig uppgjör við bændur fer fram. Um er að ræða svo kallaða útjöfnun þannig að bændur fá alls staðar á þessu svæði sama verð fyrir mjólkina. Reikningar fyrirtækjanna eru lagðir saman en síðan er hvort þeirra gert upp fyrir sig. Mjólkurbú Flóamanna á og rekur samlag á Egilsstöðum en Mjólkursamsalan á og rekur mjólkursamlögin í Búðardal og á Blönduósi. Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkursamsalan Tillögur um sameiningu lagðar fyrir aðalfundi Freyr tekur breytingum Á síðasta ári varð tímaritið Freyr 100 ára. Á þeim tímamót- um var sett á laggirnar nefnd á vegum Bændasamtakanna til að gera tillögur um framtíðarút- gáfu Freys. Stjórn samtakanna ákvað að ráðast í breytingar sem munu líta dagsins ljós í nýj- um Frey sem gefinn verður út á næstu mánuðum. Matthías Eggertsson lætur af starfi ritstjóra eftir tæplega 25 ára farsælan feril. Tjörvi Bjarnason hefur verið ráðinn til útgáfunnar en hann hefur starfað hjá BÍ um nokkurt skeið og m.a. ritstýrt Handbók bænda. Matthías mun halda áfram í hálfu starfi fyrir út- gáfu- og kynningarsvið BÍ. Að sögn Tjörva má búast við nokkuð breyttum áherslum í út- gáfunni. „Við munum hætta út- gáfu sérblaða og hafa blönduð efnistök. Með því móti verður auðveldara að ná til nýrra lesenda sem verður eitt af markmiðum út- gáfunnar. Blaðið verður stækkað í A4 og tímaritið prentað í lit.“ Bændum fækkar en sóknarfærin liggja víða segir Tjörvi. „Freyr mun kappkosta að bjóða vandaða umfjöllun um málefni landbúnað- arins og skyldra greina. Við byggjum á traustum grunni og eig- um dygga áskrifendur sem við viljum þjóna sem allra best.“ Vetrarkvöld á Fáskrúðsfirði Sauðfé og laufabrauð úr postulíni 24-25

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.