Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 8. febrúar 2005 21 Fjós eru okkar fag Landstólpi ehf. Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríksson s: 4370023 / 8694275 s: 4865656 / 8989190 Mikið úrval tæknibúnaðar í fjós: Weelink - fóðrunarkerfi o www.weelink-systems.nl Básamilligerðir og átgrindur o www.dcedrachten.nl Básadýnur o www.promatltd.com Steinrimlar o www.appelbeton.nl Flórsköfukerfi o www.dairypower.ie Uno Borgstrand náttúruleg loftræsting o www.uba.se Kjarnfóðurbásar og kálfafóstrur o www.urbanonline.de Propydos - súrdoðabrjótur o www.propydos.nl Plastgrindur í gólf o www.carfed.ch Þráðlausar eftilitsmyndavélar o www.lynx-systemes.com Fjósbyggingar - Hönnun og ráðgjöf Þann 1. janúar sl. sameinuðu Límtré hf. og Vírnet Garðastál hf. innlendan rekstur sinn og heitir hið nýja sameinaða fyrir- tæki Límtré Vírnet ehf. Fram- kvæmdastjóri Límtrés Vírnets ehf. er Stefán Logi Haraldsson, sem áður var framkvæmdastjóri Vírnets Garðastáls hf. Fyrirtækin hafa undanfarin ár haft með sér samstarf en stíga nú skrefið til fulls og sameinast. Um leið var stofnað nýtt fyrir- tæki LVG International ehf. sem sjá mun um erlenda starfsemi sam- stæðunnar Límtré Holding hf. sem er eigandi beggja fyrirtækjanna. Stjórnarformaður fyrirtækj- anna er Hörður Harðarson og framkvæmdastjóri LVG Interna- tional er Guðmundur Ósvaldsson, sem áður var framkvæmdastjóri Límtrés. Fyrirtækin Límtré hf. og Vír- net Garðastál hf. hafa verið rótgró- in fyrirtæki á íslenska bygginga- markaðnum og þjónað honum um áratuga skeið. Límtré hf. var stofnað árið 1982 að Flúðum í Hrunamannahreppi og hefur frá upphafi framleitt límtré, eins og nafnið gefur til kynna, ásamt því að annast hönnun og tæknilausnir á því efni. Árið 1991 kom Límtré hf. að stofnun og byggingu ein- ingaverksmiðjunnar Yleininga, í Reykholti, Biskupstungum, þar sem framleiddar hafa verið húsein- ingar með stályfirborði. Fyrirtæk- ið yfirtók síðan þennan rekstur ár- ið 1995. Vírnet hf. var stofnað ár- ið 1956 í Borgarnesi, þar sem upp- haflega var eingöngu um að ræða framleiðslu á nöglum og vír en síðar völsun á klæðningarefni úr stáli og fleiri málmum, ásamt ým- iss konar þjónustustarfsemi. Bæði þessi fyrirtæki hafa verið kjölfesta í atvinnulífi sinna sveitarfélaga allt frá sofnun þeirra. Það var síðan á miðju árinu 2000 að Límtré keypti Vírnet og í framhaldinu Garðastál í Garða- bænum og var rekstur þeirra fyrir- tækja síðan sameinaður í byrjun árs 2001, undir nafni Vírnets Garðastáls og framleiðslunni allri komið fyrir í Borgarnesi. Í lok árs- ins 2002 var síðan fyrirtækið Lind- ax keypt og sameinað rekstri Vír- nets Garðastáls. Vírnet Garðastál hf. hefur ver- ið rekið sem sjálfstætt dótturfélag Límtrés hf. en samstarfið á milli fyrirtækjanna hefur verið töluvert mikið. Það lá því beinast við að þessi tvö öflugu fyrirtæki á landsbyggð- inni sameinuðust og sú varð raunin 1. janúar sl. Samhliða sameining- unni átti sér stað mikil endurskipu- lagning á öllum rekstri fyrirtækj- anna og liður í því er aðgreining á milli innlendrar og erlendrar starf- semi. Stofnað hefur verið eignar- haldsfélag um reksturinn, Límtré Holding hf., en eigendur þess eru hluthafar Límtrés hf. LVG Inter- national ehf. mun alfarið sjá um rekstur verksmiðja í Portúgal og Rúmeníu, auk þess að vinna að frekari útrás og fjárfestingartæki- færum á erlendri grund. Límtré Vírnet ehf. einbeitir sér að inn- lendum markaði hvað varðar fram- leiðslu, sölu og þjónustu við bygg- ingariðnaðinn. Markmið Límtrés Vírnets ehf. er að veita enn meiri og betri þjón- ustu við byggingamarkaðinn en áður. Gildi fyrirtækisins eru alveg skýr en þau eru; Áreiðanleiki - Þjónusta - Árangur Fréttatilkynning Límtré hf. og Vírnet Garðastál hf. sameinast Óvíða á landinu er meiri ferða- þjónusta en í uppsveitum Árnes- sýslu og því til sönnunar má nefna að árið 2004 heimsóttu 415 þúsund gestir, innlendir og erlendir, uppsveitir Árnessýslu. Ásborg Arnþórsdóttir er ferða- málafulltrúi svæðisins. Hún sagði í samtali við Bændablaðið að markvisst hafi verið unnið á svæðinu samkvæmt stefnumót- un í ferðaþjónustu í mörg ár og ber stefnan heitið ,,Gæði og gest- risni“, Á síðasta ári var stefnan svo endurskoðuð og metin og horft til framtíðar. Fjöldi heima- manna tók þátt í vinnunni og komu fram margar skemmtileg- ar hugmyndir. Ein þeirra var að veita Gæða- og gestrisni viðurkenningu fyrir vel unnin störf í ferðamálum og sem kallast Uppsveitabrosið. Við- urkenningin var afhent í fyrsta sinn fyrir árið 2004 og hlaut Ferðaþjónusta bænda viðurkenn- inguna. Ásborg segir að gestum sem heimsækja uppsveitir Árnessýslu fjölgi ár frá ári og uppbygging ferðaþjónustu á svæðinu sé mikil. Víða sé fólk að stækka við sig, bæði ferðaþjónustubændur og hót- eleigendur. ,,Við höfum unnið eftir stefn- unni í nokkur ár og við endurskoð- un okkar á henni í fyrra kom margt athyglisvert fram sem gerst hefur á þessu sviði. Meðal þess var fjölg- un starfa í ferðaþjónustu og t.d. í Bláskógabyggð vinna nú fleiri við ferðaþjónustu en hefðbundinn bú- skap og garðyrkju og hin sveitarfé- lögin þrjú fylgja fast á eftir. Í upp- sveitum Árnessýslu störfuðu 235 manns að ferðaþjónustu árið 2003. Hafði fjölgað um 38% á 6 árum. Þá má einnig geta þess að sumar- húsin á svæðinu eru á fimmta þús- und en íbúar svæðisins eru um 2.500,“ sagði Ásborg. Hún bendir á að það þurfi nokkuð til að taka á móti 415 þús- und gestum á ári auk þess að þjón- usta sumarhúsaeigendurna. ,,Og það er ekkert smáræðis álag á veg- ina í uppsveitunum þegar umferð- in er mest yfir hásumarið,“ sagði Ásborg Arnþórsdóttir. Traktor 2005 Við eigum til nokkur eintök af tímaritinu Traktor 2005. Verð kr. 1.480. Sendum í póstkröfu. Síminn er 563 0300 Tvær milljónir króna í viðgerðir á mann- gerðum hellum í Rangárþingi eystra Fjárlaganefnd Alþingis hefur veitt 3ja milljóna króna styrki árin 2003 og 2004 til viðgerða á manngerðum hellum í Rangárþingi ytra. Unnið hefur verið við hellinn að Hellum í Landsveit. Von- ast er til þess að sá hellir verði orðinn í sýningarhæfu ástandi að viðgerðum loknum. „Horfur eru á því að fjárlaganefnd veiti styrk að nýju þó hann verði eitthvað lægri (2 milljónir króna) á árinu 2005 og verður þá væntanlega unnt að hefja viðgerðir á fleiri hellum í sveitarfélaginu,“ sagði Guðmundur Ingi Gunn- laugsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, í samtali við blaðið. MHH Ferðaþjónusta bænda fékk Uppsveitabrosið

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.