Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 8. febrúar 2005 Hitlisti ársins 2004 Fjöldi Scanblack skinna Hárgæði Særð Stig 1 Þel ehf. Sauðárkróki 163 123 103 3.804 2 Jón Sigurðsson Mel. 125 114 103 3.768 3 Björgvin og Rúna. Torfastöðum 639 107 99 3.701 4 Ásgerði II ehf. Hrunamannahreppi. 323 108 98 3.689 5 Urðarköttur ehf. Syðra-Skörðugili 262 93 105 3.684 6 Sigurður Bjarnason, Klettabrekku. 231 103 100 3.677 7 Dýrholt ehf. Dalvík. 243 97 103 3.666 8 Katrín og Stefán, Mön. 221 105 100 3.654 9 Rándýr ehf. Grenivík. 300 96 101 3.632 10 Steinn Logi Guðmundsson, Neðri Dal. 160 94 98 3.601 Scanbrown 1 Félagsbúið Engihlíð, Vopnafirði. 298 120 105 2.196 2 Björgvin og Rúna, Torfastöðum. 433 117 99 2.098 3 Loðdýrabúið Skálanesi ehf. Vopnafirði 407 105 107 2.097 4 Þel ehf. Sauðárkróki 1.966 110 102 2.080 5 Elís og Fanney. Vopnafirði. 529 106 104 2.067 6 Sigurður Bjarnason. Klettabrekku 375 103 105 2.059 7 Benidikt Agnarsson. Sauðárkróki 222 108 101 2.057 8 Katrín og Stefán, Mön. 777 101 101 2.000 9 Rándýr ehf. Grenivík. 863 96 103 1.993 10 Urðarköttur ehf. Syðra-Skörðugili 249 98 100 1.966 Scanglow 1 Félagsbúið Engihlíð, Vopnafirði. 271 113 107 2.226 2 Loðdýrabúið Skálanesi ehf. Vopnafirði 421 99 108 2.125 3 Björgvin og Rúna, Torfastöðum. 822 110 101 2.121 4 Þel ehf. Sauðárkróki 2.406 108 101 2.110 5 Elís og Fanney. Vopnafirði. 636 102 105 2.109 6 Katrín og Stefán, Mön. 985 105 103 2.102 7 Sigurður Bjarnason. Klettabrekku 918 100 104 2.073 8 Benidikt Agnarsson. Sauðárkróki 819 103 99 2.051 9 Ásgerði II ehf. Hrunamannahreppi. 751 99 102 2.046 10 Urðarköttur ehf. Syðra-Skörðugili 510 98 101 2.020 Mahogany 1 Félagsbúið Engihlíð, Vopnafirði. 150 119 106 2.151 2 Þel ehf. Sauðárkróki 598 115 102 2.073 3 Elís og Fanney. Vopnafirði. 266 105 105 2.021 4 Jón Sigurðsson. Mel Skagafirði 324 112 100 2.014 5 Björgvin og Rúna, Torfastöðum. 831 112 99 2.008 6 Loðdýrabúið Skálanesi ehf. Vopnafirði 217 99 106 1.986 7 Katrín og Stefán, Mön. 777 103 102 1.977 8 Sigurður Bjarnason, Klettabrekku 310 104 101 1.973 9 Ásgerði II ehf. Hrunamannahreppi. 265 104 99 1.951 10 Rándýr ehf. Grenivík. 537 96 104 1.946 Hvítur 1 Björgvin og Rúna, Torfastöðum. 453 135 101 2.951 2 Elís og Fanney, Vopnafirði. 256 110 105 2.864 3 Þel ehf. Sauðárkróki 451 111 103 2.805 4 Félagsbúið Engihlíð, Vopnafirði. 245 100 105 2.763 5 Urðarköttur ehf. Syrða-Skörðugili 244 101 104 2.748 6 Ásgerði II ehf. Hrunamannahreppi. 130 101 97 2.722 7 Hraunbú ehf./Katrín og Stefán, Mön. 224 104 97 2.720 8 Sigurjon Tobiasson 130 95 102 2.716 9 Katrín og Stefán, Mön. 779 103 98 2.714 10 Sigurður Bjarnason, Klettabrekku 635 94 101 2.693 Safír 1 Urðarköttur ehf. Syðra-Skörðugili 32 120 108 3.773 2 Sigurdur Hansen 26 115 106 3.723 3 Björgvin og Rúna, Torfastöðum. 154 107 100 3.491 4 Katrín og Stefán, Mön. 138 98 107 3.482 5 Félagsbúið Engihlíð, Vopnafirði. 82 92 101 3.453 6 Elís og Fanney, Vopnafirði. 99 87 88 3.320 Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýra- bænda, sagði í samtali við Bændablaðið að innflutningur á minkahögnum verði tvöfaldað- ur í ár miðað við síðustu ár. ,,Þrjú síðastliðin ár höfum við flutt inn 120 til 140 högna á ári frá mjög góðum búum í Dan- mörku. Um er að ræða högna sem Danirnir hafa notað árið áður og þess vegna erum við öruggir með að um mjög góð dýr sé að ræða. Við erum með samning við Dan- ina um forkaupsrétt á þessum högnum. Nú ætlum við að flytja inn 290 högna sem koma til landsins í mars,“ sagði Björn. Högnarnir fara fyrst í 6 mán- aða sóttkví. Síðan fer hluti þeirra á kynbótabú Sambands íslenskra loðdýrabænda að Holtsmúla í Skagafirði en afganginn kaupa loðdýrabændur. Hver högni kom- inn úr sóttkvínni kostar 21 til 22 þúsund krónur en Danirnir selja þá á um 9 þúsund krónur. Á kynbótabúinu að Holtsmúla eru læður sem fluttar voru inn fyr- ir rúmum 5 árum og til þeirra hafa verið keyptir nýir högnar á hverju ári. Bændur geta svo keypt úr þessu búi lífdýr til kynbóta því Holtsmúlabúið er talið vera besta minkabú landsins. Þeir högnar sem fluttir eru inn eru aðeins not- aðir einu sinni á Holtsmúlabúinu og seldir bændum eftir eina notk- un en almennt eru högnar ekki notaðir nema í 4 ár þá er þeim fargað. Hér á landi hefur farið fram gríðarlega mikið og árang- ursríkt kynbótastarf í loðdýra- ræktinni. Neytendur um allt land verða á næstu vikum varir við miklar breytingar á útliti umbúða í öll- um stærðum fyrir nýmjólk, létt- mjólk og undanrennu. Nýju um- búðirnar koma á markaðinn jafnóðum og birgðir af eldri um- búðum klárast. Mjólkin verður nú seld undir merkjum MUU en fernurnar eru í mismunandi lit- um. Nýmjólk og léttmjólk verða áfram í bláum og gulum fernum en undanrennan fær fagurbleik- an búning, sem er nýjung. Merkið MUU sem og útlit nýju fernanna mun áreiðanlega koma mörgum íslenskum neytendum kunnuglega fyrir sjónir enda var hvoru tveggja kynnt í nýstárlegu markaðsátaki fyrir mjólk sem hófst árið 2003. Markmið átaksins var að gera mjólkina sýnilegri og skapa jákvætt viðhorf til hennar með léttleika og gamansemi. Nýju mjólkurfernurnar eru liður í þessu átaki. Karlakórinn Jökull gefur út geisladisk Eins og áður hefur komið í blað- inu hafa verið vel ásættanlegar framfarir í bæði feldgæðum og stærð minka hér á landi og að sögn Einars Einarssonar ráðu- nauts var árið 2004 engin undan- tekning á því. Einar segir að eins og undanfarin ár hafi framfarir milli áranna 2003 og 2004 verið meiri en fagráð í loðdýrarækt gerði ráð fyrir. Það ánægjuleg- asta af öllu er hins vegar að árið 2004 fór að skila sér til framleið- enda ávinningur af framförum síðustu ára, en meðalskinnaverð til íslenskra bænda var í öllum aðal litartegundunum ýmist í 2. eða 3. sæti ef miðað er við alla skinnasölu hjá Copenhagen Fur á skinnum frá Danmörku, Nor- egi, Svíþjóð, Hollandi, Finnlandi og Íslandi. „Á þeim lista erum við því að fara upp um næstum tvö sæti á síðasta ári og nánast úr botnsætinu ef farið er lengra aft- ur í tímann,“ sagði Einar. „Markaðsverð á skinnum var líka í sögulegu hámarki á síðasta ári en meðalskilaverð á minka- skinnum til bænda var 2.609 kr. Rétt er þó að benda á að árið þar á undan var undir framleiðslu- kostnaði en framfarirnar eru bændum nauðsynlegar til að eiga möguleika á að lifa af því það ríkir engin kyrrstaða í sam- keppnislöndunum,“ sagði Einar að lokum. Meðfylgjandi er listi yfir þau bú sem röðuðu sér efst á Íslandi ár- ið 2004, miðað við sölu skinna hjá Copenhagen Fur. Góðar framfarir í feld- gæðum og stærð minka Kórinn á æfingu. Mjólk í nýjum MUU fernum Innflutningur á minkahögn- um tvöfaldaður í ár „Kórstarfið gengur vel og áhugi manna á því er mikill. Félagar í Karlakórnum Jökli eru tæplega 40,“ sagði Heimir Heiðarsson, formaður kórsins, þegar Bændablaðið leit inn á æfingu hjá kórnum í Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði. Karlakórinn Jökull var stofn- aður í ársbyrjun 1973 en á bænda- fundi árið áður hafði verið ákveð- ið að stofna karlakór með þátttöku manna úr sem flestum hreppum Austur-Skaftafellssýslu. Fyrsti kórstjóri var Sigjón Bjarnason og stjórnaði hann kórnum um tuttugu ára skeið. Fyrsti formaður Jökuls var Benedikt Stefánsson frá Hval- nesi. Kórinn gaf út geisladisk fyrir jólin. Hann endurspeglar lagaval kórsins í gegnum árin, innlend og erlend lög, allt frá óperukórum til ættjarðarlaga. Áður hefur kórinn gefið út einn geisladisk „Í jöklanna skjóli“. Lagið Hornafjörður, eftir Egil Jónsson og Þorvarð Stefánsson, hefur verið einkennislag karla- kórsins Jökuls um árabil. Á þess- um diski er það í fyrsta sinn flutt með hljómsveitarundirleik. Stjórnandi kórsins frá árinu 1992 er Jóhann Moravek. Guðlaug Hestnes hefur verið undirleikari frá 1974 en auk þess er hún radd- þjálfari kórsins. Þeir sem vilja kaupa diskinn geta hringt í Heimi Heiðarsson í síma 478 1577 eða 894 4107.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.