Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 8. febrúar 2005 7 Ólafur Stefánsson setti þessa sögu og vísu á Leirinn: Árið 1732 var skólapilti nokkrum, Bjarna Jónssyni, vísað úr Skál- holtsskóla, sumir segja fyrir kukl. Galdratilburðir voru ekki óþekktir þar. Má kannski segja um brottreksturinn eins og í auglýsingunni Heppinn! Kannski fékk hann að éta þar sem hann lenti. Ekki vitum við það, en Bjarni orti vísu er hann hélt úr hlaði og er hún svona: Héðan í burt með frið eg fer feginn og hjartaglaður. Veit eg ei, hvort verra er, Víti eða Skálholtsstaður Núna stækkar Reykjahlíð Friðrik Steingrímsson orti þegar jarðskjálfti varð á Norðurlandi í vetur. Þegar jarðskjálfti varð á Indlandi þá gengu flekarnir saman, en á Norðurlandi, þá gliðnar landið. Núna er víða neyðarstand. Núna er ekki tíðin blíð. Núna skelfur Norðurland. Núna stækkar Reykjahlíð. Þingeyingar blása út Kristján Eiríksson bætti við um sama efni: Þingeyingar þykja grand, Þingeyingar eru kjút. Þingeyinga þrútnar land, þingeyingar springa (blása) út. Þrælarnir Davíð Hjálmar Haraldsson orti að gefnu tilefni: Þegar flytja þurfti inn þræla til að pína pöntuðum við pöpulinn í Portúgal og Kína. Meðalmennska Stefán Vilhjálmsson sendi þetta á Leirinn: ,,Skemmtilegar um- ræður voru hér í kaffistofunni á Búgarði um kosti og galla þess að sýna yfirburða hæfileika á einhverjum sviðum. Einn góður maður hélt því fram að meðal- maðurinn væri affarasælastur og sagðist sjálfur hafa það að markmiði að skara fram úr í meðalmennsku. Veltu menn fyrir sér hvort í því fælist þver- sögn! Kveðið var: Afburðamenn að lofa er lenska, leysa þeir skulu flest. Framúrskarandi meðal- mennska mér finnst þó duga best. Kjötfjallið kúnstnerinn reykir Hákon Aðalsteinsson, sá landskunni hagyrðingur á Brekkugerðishúsum í Fljótsdal, er einnig þekktur fyrir natni við að reykja kjöt og gerir talsvert af því fyrir ættingja og vini í að- draganda jólanna. Frændi hans, Baldur Grétarsson á Kirkjubæ, frétti að í kjöthúsi Há- konar stæði barnavagn á gólfi og velti fyrir sér hlutverki hans þar. Sendi hann Hákoni eftirfarandi limru: Kjötfjallið kúnstnerinn reykir og kúnninn um varirnar sleikir en vinnulag nýtt að vagga því blítt í vöggu, það kærleika kveikir. Hákon svaraði að bragði: Á króknum þú krofið metur, komið á tíunda vetur. Ef mýkja þarf upp magál og hupp er vissara´að vagga því betur. Mælt af munni fram Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson Búnaðarþing 2005 verður sett sunnudaginn 6. mars og mun standa til fimmtudagsins 10. mars. Þingið hefst á Æskulýðs- deginum og sagði Haraldur Benediktsson, formaður Bænda- samtakanna, að það muni setja nokkurn svip á setningarathöfn- ina. Barnakór mun syngja og út- gáfu- og kynningarsvið Bænda- samtakanna mun standa fyrir myndlistarsamkeppni meðal grunnskólabarna. Öll innsend listaverk verða hengd upp í fundarsölum meðan á þinginu stendur og veitt verða verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar. Haraldur sagði að enn lægi ekki fyrir endanlegur málalisti þingsins. Hins vegar lægi orðið nokkuð ljóst fyrir hver verða stærstu mál þingsins sem taka verður afstöðu til. Mörg stór mál ,,Það sem ég held að verði harðast rætt á þinginu, þótt allir verði ef- laust sammála, er raforka og raf- orkuverð í dreifbýli. Vonandi verðum við farin að sjá til botns í því máli þegar Búnaðarþing hefst og þá um leið áttað okkur betur á hvað öll þessi breyting á raforku- málunum þýðir í raun og veru. Fyrstu reikningarnir eftir nýju lög- unum verða þá komnir fram og við getum þá rætt í þekktum stærðum um málið. Ég á von á því að Bún- aðarþing álykti mjög eindregið um raforkumál og raforkuverðið. Lánasjóður landbúnaðarins og framtíð hans er stórt og mikið mál sem muna verða fyrirferðamikið á þinginu. Við erum komin með all- mörg mál frá aðildarfélögunum um lánasjóðinn. Það er í gangi starfshópur um stöðu og horfur í rekstri hans og ég vona að hann geti kynnt áfangaskýrslu. Nokkur erindi eru komin inn varðandi samþjöppun á greiðslumarki og bústærðir og ég efast ekki um að hátt verð á greiðslumarki og fram- tíð framsals þess verði til umræðu á þinginu,“ sagði Haraldur. Hann sagði að menn muni vafalaust ræða um Lífeyrissjóð bænda og skuldbindingar hans, tryggingasjóð og framtíð sjúkra- sjóðsins sem komið var á fót á síð- asta Búnaðarþingi. Þá segir hann að heimasala afurða verði líka tek- in til umræðu enda nýkomin vönd- uð skýrsla um það mál. Haraldur segir að rjúpnaveiði og eyðing minks komi til umræðu. Markaðsskrifstofa landbúnaðarins ,,Þá verður á þinginu rædd hug- mynd að stofnun markaðsskrif- stofu landbúnaðarins sem ætlað er að taka yfir það starf sem hefur verið unnið í átaksverkefnum í út- flutningsmálum. Þá er ekki ein- göngu horft til dilkakjöts heldur fleiri afurða og þjónustu. Búnaðar- þing þarf að ræða hvaða stefnu við eigum að taka í þessum málum. Fyrir þinginu liggur nokkuð mótuð tillaga um hvernig Bændasamtökin í samvinnu við aðra ættu að bera sig að í þessum efnum. Þá er að nefna málefni Nautastöðvar Bændasamtakanna. Það er komið að því að Bændasamtökin verða að ákveða og ganga til verks í að end- urbæta aðbúnað gripa stöðvarinn- ar. Það er komið að tímamótum og þá held ég að gefist tími til að stokka reksturinn upp. Mörg fleiri mál munu eflaust verða rædd á komandi Búnaðarþingi og ekki alltaf gott að spá fyrir um hver verða fyrirferðarmest,“ sagði Har- aldur Benediktsson. Danskir kúabændur látnir taka 36.000 jarðvegssýni 1.845 kúabændur sem eru með meira en eina dýraeiningu á ha (ein mjólkurkýr (Jersey) er ein dýraein- ing), skulu taka jarðvegssýni úr fimmta hverjum hektara fyrir 1. ág- úst nk. Geri þeir það ekki eiga þeir á hættu að stuðningur frá ESB skerðist þar sem krafan um sýnatök- una fylgir umbótum á landbúnaðar- stefnu ESB. Í allt á að taka 36.000 jarðvegssýni, það veitir því ekki af að byrja á töku þeirra sem fyrst, segir í bréfi til bændanna frá Dansk Kvæg. Kúabændur hafa margoft bent á að faglegt gildi svona gríðar- lega umfangsmikillar jarðvegssýna- töku sé lítið en þau rök hafa ekki dugað til. Þó hefur kúabændum tek- ist að halda í undanþáguákvæði þess efnis að leyfilegt sé að halda meira en 1,7 dýraeiningar á ha. til 1. ágúst 2008. Kúabændur eru hvattir til að leita ráða um sýnatöku hjá ráðgjafamiðstöðvum sínum þar sem bæði nautgripa- og jarðræktarráðu- nautar eru viðbúnir verkefninu. www.landbrugsavisen.dk Sérstakt stjórnsýslu- svæði algerlega óraunhæf hugmynd að sögn Fischlers Íslendingar geta ekki gert ráð fyrir því að fá að stjórna áfram fiskveið- um við Ísland gangi þeir í Evrópu- sambandið og sama gildir um Norð- menn. Þetta sagði Franz Fischler, fyrrverandi sjávarútvegsstjóri sam- bandsins, í viðtali við norska blaðið Nationen stuttu áður en hann lét af embætti fyrir síðustu jól. Að sögn blaðsins gerði Fischler þar með að litlu vonir íslenskra og norskra jafn- aðarmanna um að fá það í gegn að löndin gætu fengið einhvers konar sérstakt stjórnsýslusvæði viðurkennt í lögsögum sínum kæmi til aðildar þeirra að Evrópusambandinu. Fischler sagði að það yrði einfald- lega órökrétt af hálfu Evrópusam- bandsins að samþykkja að Íslend- ingar héldu yfirráðum sínum yfir miðunum við Íslands og að Norð- menn héldu yfirráðum yfir sinni lögsögu, kæmi til aðildar landanna að sambandinu. „Svo lengi sem við höfum sameiginlega sjávarútvegs- stefnu [innan Evrópusambandsins] verða allir að virða sömu reglurn- ar,“ sagði Fischler að lokum. Ein- ungis yrði hugsanlega í boði ákveð- inn tímabundinn aðlögunartími. Hér er að vitanlega ekki neitt nýtt á ferðinni heldur ítrekun á því sem hver forystumaðurinn innan Evr- ópusambandsins á fætur öðrum hef- ur haldið fram á undanförnum ár- um. Nægir þar að nefna Franz Fi- schler og Ben Bradshaw, sjávarút- vegsráðherra Breta. Kvótaverð á Írlandi 14 kr. lítrinn Verð á mjólkurkvóta hefur lækkað á Írlandi, úr 24 í 14 kr. á næsta kvóta- ári (2005-2006) og árið þar á eftir lækkar það enn frekar, eða niður í 9,70 ísk. Írska landbúnaðarráðuneytið hefur nýlega lagt fram reglur um viðskipti með mjólkurkvóta þar í landi. Vegna hræðslu við hækkun á kvótaverði er eng- inn kvótamarkað- ur þar í landi og verðið ákveðið af ráðuneytinu, það hefur nú ákveðið að lækka verðið um heil 43%. Sem margfeldi af mjólkurverði fer það úr ca 1 niður í 0,6 (hér er það 4,5-5). Segja má að Írar syndi gegn straumnum þar sem mörg aðildar- ríki ESB hafa sett frjálslyndari regl- ur um kvótaviðskipti á sl. árum. Rök Íra fyrir verðlækkun á kvóta er minnkandi opinber stuðningur við mjólkurframleiðsluna, verðlækkun á mjólk til framleiðenda og að ekki skuli lagðar of þungar byrðar á herðar þeirra framleiðenda sem vilja stækka bú sín. Af þeim kvóta sem til skiptanna er bjóðast 25% til frumbýlinga. 2/3 af því sem þá er eftir bjóðast bændum með minni kvóta en 350.000 l og restin til bænda sem eru með meiri kvóta en 350.000 l. Þá má ekki flytja kvóta milli svæða, markmið Íra er að halda núverandi dreifingu mjólkur- framleiðslu og mjólkurvinnslu. /www.landbrugsavisen.dk, BHB Danskur slátur- iðnaður í hættu Hætta er á að danskir slátrar leggi upp laupana að mati sérfræðinga. Faglærðir slátrarar eru deyjandi stétt. Þrátt fyrir að flokksleiðtogar og ráðherrar í kosningabaráttu yfirbjóði hver annan með loforðum til verkamanna í sláturhúsum, sem eiga uppsagnarbréf yfir höfði sér, munu mörg þúsund störf hverfa úr þessum iðnaði. Líkurnar á að fá annað starf eru litlar þar sem þessa verkamenn vantar hæfileika og menntun, að sögn sérfræðinga og trúnaðarmanna í vikuriti verkalýðsfélags iðnaðarmanna, www.nnf.dk. -Slátrarar sitja uppi með tapið og atvinnuleysið þegar framleiðslan er flutt til útlanda og sláturhúsið lokar vegna þess að þá, sem sagt er upp, vantar nauðsynlegar forsendur til að fá nýja vinnu, segir Trine Panton, sérfræðingur við dönsku Iðntæknistofnunina. Aðrir sérfræðingar deila svartsýninni með henni og gagnrýna sláturhúsin fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að mennta og endurmennta starfsmennina svo þeir hafi möguleika á að bjarga sér eftir að vinnustaður þeirra hefur verið lagður niður. Danish Crown (stærsta sláturhús og kjötvinnsla Danmerkur) hefur nú þegar gefið út að tækniþróun og flutningur á framleiðslunni til útlanda muni kosta nálægt 4.000 störf í dönskum sláturhúsum á komandi árum. www.nnf.dk. /BHB. Óætu kjöti smyglað til Danmerkur Miklu magni af kjöti er smyglað til Danmerkur og er það oft geymt við svo lélegar aðstæður að matvælaeft- irlit Suður-Jótlands lýsir kjötinu sem ómeti og óæti. Síðan í sumar hefur tollgæslan, lögregla og matvælaeftirlit Suður- Jótlands lagt hald á 20 tonn af kjöti í vörubílum, fólksbílum og sendibíl- um. Um það bil 80% af kjötinu var geymt við svo lélegar aðstæður að því varð að eyða. Kjötið var aðal- lega ætlað til sérverslana (trúar- legra, sk. halal-kjöt), veitingastaða og pítsastaða, segir Eva Rosenørn matvælafræðingur hjá matvælaeftir- liti Suður-Jótlands við dagblaðið Jydske Vestkysten. Nýlega fundust tvö tonn af fiski, skelfiski og kjöti sem átti að afhenda í „íbúð í Vi- borg“. Matvælaeftirlitið hefur lagt fram aukafjárveitingu sem á að nota í baráttunni gegn ólöglegu smygli á kjöti til landsins og aðstoðarforstjóri Matvælaeftirlits Danmerkur, Henrik G. Jensen, kallar smyglið „hrylli- legt“, að sögn www.infopaq.dk. Samtök danskra sláturhúsa lýsa yfir ánægju sinni með aðgerðir hins op- inbera gegn hinum ólöglega inn- flutningi: „Við erum ánægðir með hversu Matvælaeftirlitið er virkt í baráttunni gegn smygli á kjöti til Danmerkur. Það er gífurlega mikil- vægt til að hindra að smitandi bú- fjársjúkdómar á borð við svínapest og gin- og klaufaveiki berist til landsins,“ segir Erik Bisgaard Mad- sen, dýralæknaforstjóri hjá Danske Slagterier. AÐ UTAN Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtanna Raforkumál í dreifbýli verða fyrirferðarmikil á Búnaðarþingi Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.