Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 11
Reynir Ingibjartsson hefur lokið við að gefa úr kortaröð af Snæ- fellsnesi og eru kortin fjögur. Um er að ræða sérkort og leiðarlýs- ingu á nesinu. Reynir segist vera með á kortunum alla vegi, reið- vegi, gönguleiðir og örnefni sem til séu á Snæfellsnesi. Hann byrjaði á að gefa út kort árið 2003 sem heitir Inn-Snæfells- nes. Það er um svæði sem nær yfir tvö sveitarfélög á sunnanverðu Snæfellsnesi; Kolbeinsstaðarhrepp og Eyja- og Miklaholtshrepp. Á bakhlið þessa korts er mjög löng og ítarleg lýsing á Snæfellsnesi sem að sjálfsögðu tengist kortunum. Næstu kort voru Mið-Snæfells- nes og Kringum Snæfellsjökul, bæði sérkort og leiðarlýsingar. Síð- asta kortið er svo Snæfellsnes eins og það leggur sig, leiðakort og þjónustuskrá sem inniheldur öll fyr- irtæki og þjónustuaðila sem til eru á Snæfellsnesi. Á kortunum eru öll örnefni á Snæfellsnesi og nöfn eyðibýla og hafa sum þeirra aldrei fyrr verið merkt inn á kort. Reynir hefur látið búa til öskju, sem öll kortin fjögur eru í, og kostar hún 1500 kr. Hann hefur nú samið við sveit- arfélögin í Dalasýslu, Dalabyggð og Saurbæjarhrepp um að gera sams konar kort fyrir þessi svæði. Þar verður um að ræða þrjú kort og munu Breiðafjarðareyjar kom inn á eitt þeirra. Hann segist stefna að því að ljúka þessari kortagerð fyrir sumarið 2006. Draumurinn hjá Reyni er að gera kort af Borgarfirði og svæð- unum sunnan hans. Nú þegar hefur hann rætt við forráðamenn sveitar- félaganna umhverfis Hvalfjörð og kringum Skarðsheiði um að gera svona kort af þeim svæðum. Þriðjudagur 8. febrúar 2005 11 Austurvegi 69 - Selfossi - Sími 4 800 400 jotunn.isjotunn.is Bigab - Bögballe -Claas - Duun - Engcon - Fendt - Fermec - Fisher - Kuhn - Kverneland - Lister - Massey Ferguson MF þreskivélar - NC - Niemeyer - OMC - Perkins - PZ - Pöttinger - Sampo - Scan - Schaffer - Trima Valtra Vermeer - Vicon - Og fleira Eigum spjót í flestar gerðir greipa og skóflufestingar Eigum og útvegum varahluti í: Gerni háþrýstidælur verð frá: 7995.- 4,5 milljónir í refa- eyðingu í Þingeyjarsveit Stærsti liður umhverfismála í Þingeyjarsveit á þessu ári er minka- og refaeyðing, um 4,5 m. kr., en endurgreiðslur veiði- málastjóra nema um 700 þús. kr. samkvæmt áætluninni. Hef- ur endurgreiðsluhlutfall lækk- að úr 50% í 30% þrátt fyrir ít- rekuð og eindregin tilmæli sveitarstjórna til alþingismanna um að hækka hlutdeild ríkis- sjóðs og ekkert bólar á endur- greiðslu virðisaukaskatts þrátt fyrir eindregnar óskir þar um. Kortaröð af Snæ- fellsnesi komin út

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.