Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 18
18 Þriðjudagur 8. febrúar 2005 Staðardagskrá samþykkt í Húnaþingi vestra Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti 1. útgáfuna af Stað- ardagskrá 21 fyrir sveitarfélagið á 100. fundi sínum, sem haldinn var á Gauksmýri þann 29. des- ember sl. Þar með hafa 22 ís- lensk sveitarfélög náð þessum áfanga. Vinna við gerð Staðardagskrár 21 fyrir Húnaþing vestra hófst árið 1999. Síðustu mánuði hefur sex manna vinnuhópur unnið mjög markvisst að því að ljúka verkinu. Umhverfis- og garðyrkjustjóri sveitarfélagsins, Arnar Birgir Ól- afsson, hefur leitt þetta starf, og hefur sú vinna nú skilað sér í formlegri samþykkt sveitarstjórn- ar á langtímaáætlun um sjálfbæra þróun í Húnaþingi vestra. Fyrsta útgáfa Staðardagskrár 21 fyrir Húnaþing vestra nær til 7 málaflokka. Í hverjum málaflokki um sig hafa verið skilgreind nokk- ur markmið í anda sjálfbærrar þró- unar og í meðfylgjandi fram- kvæmdaáætlun eru tiltekin þau verk sem á að ljúka fyrir árslok 2007. Endurskoðuð Staðardagskrá verður lögð fyrir sveitarstjórn í síðasta lagi 1. febrúar 2007. Nán- ari upplýsingar um Staðardagskrá 21 fyrir Húnaþing vestra er að finna á vefsíðu sveitarfélagsins www.hunathing.is/. Nýi mjaltaþjónninn frá DeLaval, VMS 2005, er talsvert endurbættur frá eldri gerð. Til nýjunga telst t.d. að nú er armi mjaltaþjónsins stjórnað með vökvatjakki í stað þrýstilofts áður. Þetta þýðir nákvæmari og hrað- ari hreyfingar og þar með fljótari mjaltir og meiri afköst. Önnur nýjung er að gölluð mjólk er sjálfvirkt skilin frá á grundvelli blóð- og leiðnimæl- inga. Viðmiðunarmörkin getur bóndinn sjálfur ákveðið og stillt í tölvu mjaltaþjónsins. Hugbúnaður mjaltaþjónsins er nýr og fullkomnari og gefur viðkomandi bónda betri möguleika á að fylgjast með kúnum. Sjálfvirkur heilfóðurblandari og gjafavagn frá Mullerup. Vagninn gengur á sporbraut yfir fóðurganginum. Í hann er hægt að setja saxað gróffóður og kjarnfóður, nokkrar teg- undir af hvoru, sem hræribún- aður vagnsins blandar síðan saman. Áfyllingin getur verið algjörlega sjálfvirk frá „áfyll- ingarstöðvum“ sem komið er fyrir meðfram vagnbrautinni inni í fóðuraðstöðuhúsinu. Þegar allar fóðurtegundirnar eru komnar í vagninn færist hann að rafmótor sem þá fer í gang og tengist sjálfvirkt við hræribúnað vagnsins og snýr honum í ákveðinn tíma. Síðan ekur vagninn inn í fjósið og gefur á fóðurganginn. Svona vagn hefur verið settur upp í nokkrum fjósum hér á landi. Margar tegundir af flórsköfum mátti sjá á Agromek 2005. Til hægri á myndinni er léttbyggð, gúmmíklædd skafa til að hreinsa skít ofan af rimla- gólfi, í miðjunni skafa með gúmmítönn til að hreinsa flóra sem gerðir eru úr sérstökum, forsteyptum einingum með rásum fyrir hlandið. Vinstra megin er skafa fyrir staðsteypta, slétta flóra. Hliðgrindur eru hluti af innrétt- ingu legubásafjósa. Hér skoðar Sigurður Björnsson, tæknifræð- ingur hjá byggingaþjónustu Bændasamtaka Íslands, eina slíka sem er afar létt og auðveld í umgengni vegna stuðnings- hjólanna. LELY Discovery hreinsar rimlagólf í fjósum. Þessi litli gólfhreinsari frá LELY er rafhlöðuknúinn og ek- ur sjálfvirkt um fjósið eftir ákveðnu leiðakerfi sem forritað er í „heila“ hans. Neðan á honum er skafa sem skefur mykjuna niður um rifur í rimlagólfinu. Hægt er að láta hann fara um alla króka og kima á rimlagólfinu og að yfirferð lokinni fer hann aftur að hleðslu- stöðinni sem staðsett er á vegg einhvers staðar í fjósinu. Þar er rafhlaðan endurhlaðin eftir þörf- um. Víða erlendis er algengt að byggja legubásafjós þannig að gólfin eru gerð úr forsteyptum einingum sem raðað er saman. Hér má sjá for- steypta báshellu „með öllu“. Á Agromek eru ekki bara sýndar landbúnaðarvélar heldur einnig ýmsar vélar og tæki fyrir garða og golfvelli. Svipmyndir frá AGROMEK Myndir og texti Magnús Sigsteinsson Strætisvagnaferðir milli Akraness og Reykjavíkur? Akurnesingar hafa mikinn áhuga á að tengjast inn á kerfi Strætó bs og koma á strætis- vagnaferðum milli Akraness og Reykjavíkur. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari á Akranesi, sagði í samtali við Bændablaðið að menn væru með bættari samgöngur við höfuðborgina í huga þar sem mjög stór hópur fólks fer þarna á milli bæði vegna atvinnu sinnar og náms. Því teldu Skagamenn skynsam- legt að komast inn í þetta kerfi og gefa fólki þannig kost á að ferðast ódýrara en með einkabílum og komast inn á tengikerfi strætisvagnanna í Reykjavík. Þannig yrði þetta ekki eins og venjuleg rútubifreið sem fer á milli tveggja staða. Annar möguleiki væri sá, að sögn Jóns Pálma, að gera samning við verktaka sem semdi síðan við Strætó bs um að farþegarnir fengju aðgang að tengikerfinu í Reykjavík og gætu farið þaðan í allar áttir. Forráðamenn Strætó bs hafa sýnt því áhuga að vagnarnir sem ganga í Mosfellsbæ og Kjalarnes fari líka upp á Akranes. Jón Pálmi sagði að nú væri þetta fyrst og fremst orðið spurning um fjármagn. Fyrir lægju grófar útlínur á kostnaði og ætluðu menn að leita til samgönguráðuneytisins um hvort ekki væri hægt að fá það fé sem nú er verið að greiða inn í sérleyfið sem mun hætta næsta sumar. Þar er um 12 til 13 milljónir króna að ræða. Hann sagði fólk óánægt með sérleyfið eins og það er. Skagamenn hafa verið með hugmyndir um allt að 10 ferðir á daga á milli Akraness og Reykja- víkur. Jón Pálmi sagði það ef til vill of mikið en 6 til 7 ferðir væri raunhæfur kostur. Atvinnumálanefnd samþykkti þessa hugmynd á fundi sínum fyrir skömmu og sendi skýrslu um málið til bæjarráðs. Ýmsar smávélar eða fjósvélar voru mjög áberandi og úrval fylgitækja á þær eykst stöðugt. Þessi var ein af þeim minnstu, hér sýnd með bursta til að sópa t.d. rimlagólf og bása. Ib Göttler í Ísmörk ehf. stendur hér við kjarnfóðurgjafakerfi fyrir bása- fjós. Fóðrið er flutt með keðju í röri að skammtara við hvern bás. Þetta skemmtilega par mætti okkur á einum sýningarbásnum. Karlinn mokar flórinn og kerlingin rekur hann áfram með heykvísl. Eru sjálfvirk- ar flórsköfur ef til vill óþarfar?

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.