Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 4
Fyrir skömmu buðu bændur á Hundastapa á Mýrum öllum áhugasömum að skoða nýtt fjós sem þar er nú risið, en það mun vera eina nýja fjósið sem var í byggingu á Vesturlandi sl. ár. Viðtökur gesta voru góðar við heimboðinu en á staðinn mættu á þriðja hundrað gesta úr nær- liggjandi sveitum og héruðum þrátt fyrir leiðindaveður; vot- viðri og rok auk þess sem ekki bætti úr skák að vegurinn niður sveitina var vart ökufær sökum bleytu. Bændur á Hundastapa eru hjónin Ólafur Egilsson og Ólöf Guðmundsdóttir sem búa þar félagsbúi með ungu fólki, þeim Agnesi Óskarsdóttur og Halldóri Gunnlaugssyni, en Ag- nes er barnabarn þeirra Ólafs og Ólafar. Nýja fjósið er tengt við fjós- hlöðuna og þar með eldra fjós sem er 30 ára gamalt fjós með rörmj- altakerfi. Það verður áfram nýtt fyrir geldneyti og ungviði. Nýja fjósið er um 500 fermetrar að stærð, lausagöngufjós með 59 legubásum og allt hið glæsileg- asta. Um hönnun þess og teikning- ar sá Ámundi Brynjólfsson. Út- veggir hússins eru úr yleiningum frá Límtré, tæknibúnaður og inn- réttingar koma frá Landstólpa og mjaltakerfi frá Remfló á Selfossi. Loftræsting er náttúruleg, þ.e. eng- ar viftur, en opnanlegir gluggar í mæni og lofttúður með útveggjum eiga að tryggja næg loftskipti en kerfinu er stýrt eftir raka- og hita- stigi með tölvu. Flórsköfukerfi er í fjósinu en haughús gamla fjóssins verður áfram nýtt bæði fyrir nýja og gamla fjósið en m.a. með því móti er um hagkvæmari byggingu að ræða en ella. Þess má geta að heildarkostnaður við bygginguna, með tækjum, er um hálf milljón króna á hvern bás, að sögn Ólafs bónda, en það er talsvert lægri byggingarkostnaður en almennt gerist með ný fjós í dag. Bændur á Hundastapa segja ýmsu að þakka þessi lági byggingarkostnaður, m.a. hagstæðu tilboði frá Límtré í sjálft húsið og ekki síður mikilli eigin vinnu en síðast og alls ekki síst góðri aðstoð vina og vanda- manna við bygginguna og frágang allan. Mjaltabás er hluti nýbygg- ingarinnar þar sem hægt er að mjólka 10 kýr samtímis en auk þess er mjólkurhús og starfs- mannaaðstaða í húsinu. Bændur á Hundastapa eiga nú um 160 þúsund lítra mjólkurkvóta en gera ráð fyrir að í fjósinu verði hægt að framleiða 300 þúsund lítra á ári þegar nægur kvóti verður til staðar. „Það mun hinsvegar bíða eitthvað að við kaupum meiri kvóta þar sem verðið á honum gef- ur ekki tilefni til stórfelldra kaupa á honum eins og sakir standa,” sagði Halldór Gunnlaugsson bóndi í samtali við blaðamann. Þrátt fyrir kvótaverð var létt yfir bændum á Hundastapa síðast- liðinn laugardag. Þau hjón Ólafur og Ólöf vildu koma á framfæri hversu þakklát þau eru þeim Ag- nesi og Halldóri sem sýnt hafi því áhuga að hefja búskap þrátt fyrir að hafa fyrir næg verkefni við ann- að. „Unga fólkið á sinn þátt í að við þurfum ekki að ganga frá ævi- starfi okkar og hætta búskap þó við séum komin á þennan aldur. Með því sýna þau mikið áræði sem er virðingarvert hjá ungu fólki í dag. Við munum í staðinn hjálpa þeim áfram við búskapinn eins og við getum og Halldór getur áfram sinnt fyrra starfi sínu að hluta, en hann er einn af starfsmönnum og eigendum verktakafyrirtækisins Tak-malbiks sem m.a. vinnur og selur malað grjót,” sagði Ólöf Guðmundsdóttir húsfreyja. Eftir að gestir höfðu kvatt Hundastapa var framundan síðasti lokafr- ágangur við fjósið áður en kúnum yrði boðið að flytja inn, en það mun verða gert nk. fimmtudag. MM 4 Þriðjudagur 8. febrúar 2005 Á Hlíðarbergi á Mýrum hefur bæst við hinn hefðbundna bú- pening því þar eru nú ræktaðar aligæsir og fasanar í stórum stíl. Fasanar eru hvergi annars stað- ar ræktaðir á landinu og aðeins eitt annað andabú er hér á landi. Reynir Sigursteinsson, bóndi á Hlíðarbergi, keypti fas- anabú austan af Héraði þar sem það hafði verið starfrækt um nokkurra ára skeið. Hann segist lítillega hafa slátrað af fasönum í hittiðfyrra en þetta hafi verið stærsta fasanaslátrunin. Um miðjan desember hafi í fyrsta sinn verði slátrað öndum en stefnt sé að andaslátrun einu sinni í viku mest allt árið. Reynir leigir húsnæðið af Kaupfélagi Austur-Skaftafells- sýslu en á sjálfur öll tæki sem þarf til vinnslunnar. Allt kjötið er framleitt undir merkjum Íslenskra matvæla sem sér um alla sölu og dreifingu á bæði öndunum og fas- önunum. Fasanarnir eru algerlega ræktaðir heima en Reynir segist fá stofnegg frá Bretlandi einu sinni á ári til að endurnýja andastofninn. Þannig viðhaldist vaxtahraðinn og kjötgæðin. Reynir segir anda- og fasanaræktunina vera aukabúgrein og hálfgerða tilraun og áfram sé búið hefðbundnum búskap í Hlíð- arbergi. /SMH Starfsfólk Reynis í slátruninni: Frá vinstri: Eiríkur Sigurðsson, Samúel Jóhannsson, Ingunn Guðmundsdóttir, Hörður Guðjónsson og Reynir Sigursteinsson, bóndi á Hlíðarbergi. „Sláturhús andanna“ er á Höfn Slóg úr íslenskum eldislaxi notað í loðdýrafóður „Um er að ræða tveggja daga ráðstefnu þar sem fyrri dagurinn verður helgaður því sem við höfum kosið að kalla búskaparskógrækt, þ.e hvernig skógrækt fer saman með kvikfjárrækt og akuryrkju. Að- aláherslan verður lögð á samþætt- ingu beitarlands og skógræktar, en einnig farið yfir aðra þætti, s.s. ræktun verðmætra timburtegunda á ökrum og hönnun skjólbelta m.a. til að auka sumarhita og þar með ör- yggi kornræktar,“ sagði Sæmundur Þorvaldsson hjá Skjólskógum. „Tveir erlendir gestir munu heiðra okkur með nærveru sinni, það eru þeir Alan Sibbald, prófessor í Aberdeen sem ræðir um búskapar- skógrækt í Bretlandi, rannsóknir og reynslu, og Alistair MacLeod, for- stöðumaður á rannsóknarstöð Skóg- ræktar ríkisins í Norður-Skotlandi. Hann hefur unnið með bændum nyrst í Skotlandi og mun fræða okk- ur um skjólbeltahönnun. Seinni dagurinn verður helgað- ur spurningunni um lausagöngu sauðfjár sem talsvert hefur verið til umræðu síðustu árin. Þar verður málið reifað frá ýmsum hliðum; lagarammi, hefðir og venjur, vellíð- an sauðfjár, markaðsmöguleikar, ábyrgð búfjáreigenda, kostnaður, gróðurvernd, breytt eignarhald og fleira. Tilgangur ráðstefnunnar er fyrst og fremst að afla okkur enn frekari verkfæra til að skógrækt geti eins og önnur ræktun gagnast þeirri byggð og þeirri landnýtingu sem fyrir er í sveitum landsins og ræða núningsfleti mismunandi landnýt- ingar.“ Ráðstefnan verður haldin dag- ana 16. og 17. mars að Núpi í Dýra- firði. Frekari upplýsingar og dag- skrá ráðstefnunnar verður kynnt þegar nær dregur. Nýtt fjós fullbúið á Hundastapa Bændurnir á Hundastapa þeir Halldór Gunnlaugsson og Ólafur Egilsson. Samvinna er á milli laxeldis- stöðvarinnar Sæsilfurs, sem er með laxeldi í Mjóafirði, Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað, sem sér um slátrun á laxinum, og fóðurstöðva er framleiða loð- dýrafóður um að nýta það laxa- slóg sem til fellur í loðdýarfóð- ur. Um er að ræða 500 til 700 tonn á ári. Samskonar samvinna er á milli Íslandslax í Grindavík og Fóðurstöðvar Suðurlands. Nokkuð er um að laxinn sé flak- aður og þá fellur meira til því þá fara hausar, sporðar og annað sem eftir verður í loðdýrafóðrið. Í Grindavík falla til á milli 300 til 400 lestir af slógi og úrgangi á ári. Jón Ingi Ingimarsson hjá Síld- arvinnslunni í Neskaupstað, sem á Sæsilfur ásamt Samherja á Akur- eyri, sagði að slóginu væri safnað í safntanka þegar búið er að slægja fiskinn. Síðan er það fryst í lóð- réttum frystitækjum, þá verða til frosnar plötur sem raðað er á bretti og þær síðan geymdar í frystiklefa Síldarvinnslunnar þar til slógið fer til fóðurstöðva. Loðdýrabændur þíða þetta svo upp og blanda sam- an við annað loðdýrafóður eftir ákveðnum uppskriftum. Bændur fá þarna mjög ódýrt og gott fóður sem laxaslógið er. Jón Ingi segir að það sé mjög gott fyrir laxavinnsluna að losna við slógið á þennan hátt þar sem ekki má setja eldislaxaúrgang í bræðslu. Eldislax má ekki éta fóð- ur gert úr mjöli og lýsi úr eldislaxi en fiskimjölsverksmiðjan í Nes- kaupstað framleiðir m.a. mjöl til fiskeldis. Hann telur að líklega hefði slógið verið flutt úr landi ef loðdýrabændur tækju það ekki. ,,Þarna eru tvær greinar í land- inu að hjálpast að sem er að sjálf- sögðu mjög gott fyrir báða aðila,“ sagði Jón Ingi. Nýja bújörðin - ráðstefna í mars Hvernig fara saman skógrækt, kvikfjárrækt og akuryrkja? Landshlutabundin skógræktarverkefni hafa undanfarin ár staðið fyrir fagráðstefnum um ýmis mál tengd starfsemi sinni. Nú er komið að Skjólskógum á Vestfjörðum að halda þessa ráðstefnu og til liðs við Skjólskóga koma að þessu sinni: Landbúnaðar-háskóli Íslands, Landgræðslan og Skógrækt ríkisins. Gunnar Sigurðsson, bóndi á Stóru-Ökrum í Skagafirði, skrifar pistil á vef LK www.naut.is, þar sem hann heldur því fram að með því að selja framleiðslurétt á skyri til útlanda sé verið að selja gullgæsina úr landi í stað þess að láta hana verpa hér heima. Fram hefur komið að á undanförnum misserum hefur verið unnið unnið að því af hérlendu fyrirtæki að selja þekkingu á skyrfram- leiðslu til erlendra aðila en Gunnar telur að hægt sé að selja skyr úr landi í talsverðu magni á ágætis verði. Þess má geta að nokkrar tilraunir hafa verið gerðar í þessu sambandi og tilraun Akur- eyringa fyrir nokkrum árum til að selja skyr til Danmerk- ur heppnaðist ágætlega, þótt hætt hafi verið við verkefnið. Bent hefur verið á að ís- lenskir bændur fá rúmar 80 kr. fyrir mjólkurlítrann en bændur í Evrópusambandinu innan við 30 kr. Gunnar segir þetta engu máli skipta: „Við erum ekki að keppa við erlenda bændur með því að selja íslenskt skyr úr landi, það er afurð sem enginn annar er að framleiða í heimin- um.“ Hann segist sannfærður um að fólk í útlöndum sé tilbú- ið til að kaupa íslenska skyrið á hærra verði en jógúrt fram- leidda í heimalandinu. Og Gunnar ítrekar að hægt sé að fá hátt skilaverð fyrir skyrið. ,,Ég tel að þarna sé tækifæri til að fá gott verð fyrir mjólk erlend- is. Það er nauðsynlegt að selja mjólk úr landi því á Íslandi eru ekki nógu margir neytendur“. Í þessu sambandi má geta þess að Bbl. hefur heimildir fyrir því að stjórn Samtaka af- urðastöðva í mjólkuriðnaði hefur ákveðið að skipa vinnu- hóp með Landssambandi kúa- bænda til að fara ofan í saum- ana á útflutningsamálum mjólkurafurða. Gullgæsin seld úr landi? Spurt um Lífeyr- issjóð bænda Drífa Hjartardóttir alþingis- maður hefur lagt nokkrar spurningar fyrir fjármálaráð- herra um Lífeyrissjóð bænda. Hún spyr: Hve margir sjóð- félagar fá nú greitt úr Lífeyris- sjóði bænda? Hve margir sjóðfélagar greiða í sjóðinn? Hve margir sjóðfélagar, sundurliðað eftir kyni, fá nú mánaðarlega greiddar: 0-10 þús. kr., 10-20 þús. kr., 20-30 þús. kr., 30-40 þús. kr., 40-50 þús. kr., meira en 50 þús. kr.? Eru réttindi sjóðfélaga sambærileg við réttindi hjá hliðstæðum sjóð- um? Eru fyrirhugaðar breytingar á réttindaávinnslu hjá sjóðnum eða greiðslum úr honum?

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.