Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 8. febrúar 2005 Bændablaðið Málgagn bænda og landsbyggðar Lífeyrisþegar athugið Ný greiðslutilhögun 2005 Frá og með janúar 2005 hefur Greiðslustofa lífeyrissjóða tekið við greiðslu lífeyris frá Lífeyris- sjóði bænda. Lífeyrir greiðist mánaðarlega eftir á. Greiðslustofan sér um lífeyris- greiðslur fyrir marga lífeyris- sjóði og sér um meðferð skatt- korta vegna allra greiðslnanna. Lífeyrir er greiddur út í einu lagi 1. hvers mánaðar og desember- greiðsla í lok desember. Send er tilkynning til hvers greiðsluþega í hvert skipti með sundurliðun greiðslunnar. Lífeyrisyfirlit, sem Lífeyrissjóður bænda hefur sent út á þriggja mánaða fresti, falla því niður. Lífeyrissjóður bænda Förgun sláturúrgangs Björgvin G. Sigurðsson hefur borið fram á Alþingi fyrirspurn til landbúnaðarráðherra um förg- un sláturúrgangs. Björgvin vill fá að vita hvort sé til skoðunar að taka upp úrvinnslugjald á all- ar sláturafurðir til að tryggja eðlilegan rekstrargrundvöll fyrir verksmiðjur á borð við kjöt- mjölsverksmiðjuna í Hraungerð- ishreppi? Þá spyr hann hvort það sé eitt af skilyrðum fyrir útflutn- ingi lambakjöts til Evrópulanda að hér starfi verksmiðja sem fargar sláturúrgangi? Í þriðja lagi vill hann vita hvort sé til skoðunar að heimila kjötmjöls- verksmiðjum að framleiða mjöl til fóðurs fyrir loðdýr? Í fjórða lagi hvort til standi að samræma reglur urðunarstaða sem taka á móti sláturúrgangi þannig að kjötvinnsla og sláturhús landsins sitji við sama borð hvað varðar gjaldtöku og frágang sláturúr- gangs? Eignarhald á bújörðum Jón Bjarnason hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til landbúnað- arráðherra um eignarhald á bú- jörðum. Hann spyr hversu marg- ar bújarðir með greiðslumarki skiptu um eigendur á árunum 1995–2004? Þá vill hann vita hversu margir voru skráðir eig- endur lögbýla árið 1995 og árið 2004? Sömuleiðis hversu mikið var um að sömu eigendur væru að: a. 2–4 jörðum, b. 5–7 jörð- um, c. 8 eða fleiri jörðum í árs- lok 1995, 1999 og 2004? Að síð- ustu vill þingmaðurinn vita hversu mikið hafi verið um að sömu eigendur væru að: a. 2–4 lögbýlum, b. 5–7 lögbýlum, c. 8 eða fleiri lögbýlum í árslok 1995, 1999 og 2004? Tvær fyrirspurnir um riðuveiki Anna Kristín Gunnarsdóttir hef- ur borið fram á Alþingi tvær fyr- irspurnir til landbúnaðarráðherra um riðusmit og varnaraðgerðir gegn riðu. Spurningar hennar eru eftirfarandi: Hvaða aðferðir eru notaðar til að koma í veg fyrir endurtekið riðusmit? Eru uppi hugmyndir um að end- urskoða núverandi aðferðir við: a. förgun, b. forvarnir? Er vitað hve lengi riðuveira get- ur varðveist í jörð? Hefur komið til álita að brenna hræ og heyfeng þar sem riða hefur komið upp? Hver ber kostnað af förgun fjár- stofns eða heyfengs vegna riðu- veiki? Hver var árlegur kostnaður rík- isins vegna riðuveiki sl. fimm ár: a. vegna förgunar og varnarað- gerða, b. vegna bótagreiðslna, c. annar kostnaður? Nú er fagnað 75 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands sem var var formlega stofnað 1. febrúar 1930 þegar 19 konur, kjörnir fulltrúar kvenfélagasambanda víðs vegar um land, komu saman í kaupþingssalnum í Eimskipafélagshúsinu í Reykjavík. Af fulltrúunum 19 voru fjórir fulltrúar frá Bandalagi kvenna í Reykjavík og tveir frá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands. Umræðuefni þingsins skiptust að mestu í fjóra flokka, þ.e. handavinnu- og matreiðslukennslu í barnaskólum, umferðarkennslu, heimilisiðnað og húsmæðraskóla. En þó að svo mörg þjóðþrifamál væru á dagskrá tóku samt umræðurnar um lög sambandsins lengstan tíma, því að það var talið mikilvægast af öllu að sem flest félög bæði til sjávar og sveita gætu átt aðildarrétt hversu ólík sem þau væru að stærð og stefnu. Árið 1930 var ár mikilla hræringa í íslensku þjóðlífi. Það ríkti mikil bjartsýni og framfarahugur í þjóðfélaginu, alls staðar var eitthvað að gerast. Skólar voru reistir víða um land og fjölmörg félög stofnuð í því skyni að vinna að þjóðþrifamálum og efla samkennd og föðurlandsást landsmanna. Síðast en ekki síst var Kvenfélagasamband Íslands stofnað, þó að hugmyndin um slík félagasamtök væri raunar löngu fædd. Hin mörgu og dreifðu kvenfélagasambönd um land allt höfðu lengi haft hug á að stofna slíkt landssamband og átti það sannarlega vel við að hrinda þeirri hugmynd í framkvæmd á þessu merka ári. Konurnar sem að þessu störfuðu fengu eldhugann Sigurð Sigurðsson, hinn landskunna framkvæmdastjóra Búnaðarfélags Íslands, til liðs við sig og varð grundvöllur Kvenfélagasambands Íslands að ýmsu leyti lagður með hliðsjón af lögum búnaðarfélagsins, en búnaðarþings árið 1929 hafði einmitt ályktað um málið. Þegar KÍ var stofnað voru rúmlega 100 kvenfélög starfandi á Íslandi og voru sum þeirra um það bil hálfrar aldar gömul. Eins og að líkur lætur höfðu félögin ýmiss konar starfsemi á stefnuskrá sinni, en flest höfðu þau byrjað sem líknarfélög með það markmið í huga að leggja þeim lið sem minna máttu sín, voru sjúkir eða höfðu orðið fyrir skakkaföllum í lífinu en einnig höfðu þau leitast við að aðstoða þá sem bjuggu við erfiðar heimilisaðstæður eða sára fátækt, bæði með vinnuframlögum, styrkjum og gjöfum. Í tímans rás víkkuðu kvenfélögin smátt og smátt starfssvið sitt, beittu sér fyrir fræðslu og menntun í sveitum og kauptúnum og starfræktu jafnvel unglingaskóla. Þá var einnig mikil áhersla lögð á námskeiðahald og umferðarkennslu í verklegum greinum, einkum fyrir konur, svo sem matreiðslu, handavinnu eða garðyrkju. Starfssvið Kvenfélagasambands Íslands hefur víkkað til muna í tímans rás, starfsaðferðir að sjálfsögðu breyst og batnað í samræmi við breytt þjóðfélag. Engum blandast hugur um að sambandið hefur lyft grettistökum í íslensku þjóðfélagi, breytt því og bætt það í samræmi við þær hugsjónir og drauma sem forystukonurnar – og íslenskar konur almennt – til sjávar og sveita – lögðu upp með þegar ferðin var hafin fyrir 75 árum síðan. Smátt og stórt Upplag: 13.000 eintök Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.250. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Næsta blað Næsta blað kemur út 22. febrúar Frestur til að panta stærri auglýsingar er á hádegi miðvikudag fyrir útkomu. Smá- auglýsingar þurfa að að berast í síðasta lagi fyrir fimmtudag fyrir útkomu. Á þessum vettvangi hefur áður verið rætt um það hvaða afleiðingar breytingar á raf- orkusölu gætu haft á hag bænda og fólks í hinum dreifðu byggðum. Það vekur furðu hve margt er óljóst í framkvæmdinni. Bændasam- tökunum er í raun sagt að bíða og sjá til hvaða afleiðingar breytingin hefur í för með sér. Við því hafa Bændasamtökin brugðist með því að setja sig í samband við bændur og fá frá þeim upplýsingar um hvernig afleiðingar birtast þeim. Auðvitað er óásættanlegt að þurfa bíða og vita ekki sína stöðu. Þann tíma sem málið hefur verið í vinnslu hefur legið fyrir að breytingar verða mismunandi eftir söluflokkum og afhend- ingarstað, en aldrei hefur það komið fram að dreifbýli og þéttbýli yrði mismunað jafn mikið og raun ber vitni. Aldrei nefndi nokkur stjórnmálamaður að húshitun með rafmagni í sveitum gæti orðið að þungum bagga, en á þessari stundu lítur út fyrir það. Þetta virðist vera að gerast þrátt fyrir góð- an vilja til að auka fé til að greiða niður orkuna. Getur verið að stjórnmálamenn hafi ekki sé fyrir afleiðingu þess að breyta skipulagi raforku- sölunnar? Því hefur verið haldið fram að svo sé og orkufyrirtækin hafi notað um- rótið til að laga slæman rekst- ur! Íbúar í dreifbýli tóku eftir orðum sem féllu á Alþingi og treysta því að svo sé ekki - en þeir ætlast til þess að byrðun- um verði jafnað. Eins og áður segir hafa Bændasamtökin „lagt netin“ til að fá sem besta mynd af afleiðingum þessara breytinga. Þegar þetta er skrifað hefur staða garðyrkjubænda sem nota raf- lýsingu við framleiðslu sína ekki komist á hreint. /HB Kvenfélagasamband Íslands Breyting á raforkusölu Leiðarinn Trúlega hefur ekkert eitt tæki átt jafn mik- inn þátt í að umbylta íslensku þjóðfélagi og bíllinn. Nú fara menn vart af bæ nema á bíl en sú var tíðin að ferðalag frá Reykja- vík til Akureyrar tók hálfan mánuð þótt notaðir væru góðir hestar. Það er ekki heiglum hent að skrifa fróðlega bók um jafn viðamikið efni og bílaöldina á Íslandi en það hefur Sigurður Hreiðar Hreiðarsson, blaða- maður og kennari, gert af miklum myndarskap. Bók hans, Saga bílsins á Íslandi 1904-2004, kom út fyrir jól og seldist ágætlega. Ástæðan er fyrst og fremst sú að Sigurði tókst að setja saman bók, byggða á mikilli þekkingu, sem hann miðlar lesendum í hæfi- lega stórum skömmtum. Upp- setning lesefnis og fróðlegir innskotsrammar auðvelda lestur bókarinnar. Kápa henn- ar er augnayndi og mættu hönnuðir taka vinnu Guðrúnar Birnu Ólafsdóttur til fyrir- myndar. Auðvitað spila ljósmyndir stórt hlutverk í bók af þessu tagi enda segir góð mynd meira en mörg orð. Það hlýtur að hafa verið mikil vinna að safna myndum í bókina og ljóst að höfundur hefur víða farið og skoðað mörg rykfall- in albúm. Hann hefur og lagt alúð í gerð myndatexta en of oft hafa höfundar heimildarbóka verið kærulausir á því sviði. Þessi natni Sigurðar skilar sér því lesandinn skynjar vel erfiðleikana sem fólk mætti þegar það hélt af stað yfir mýrar og móa á vanbúnum bílum. Staðfestan skín úr svip ökumanna og aðstoðarfólks sem lét sig ekki muna um að ro- gast með grjóthnullunga svo ökutækið gæti haldið sína leið. Fram kemur í umsögn útgef- anda að um ,,300 þeirra nær 400 mynda sem bókina prýða hafa ekki birst opinberlega áður og um helmingur hinna eru afar sjaldséðar.“ Bókin Saga bílsins á Íslandi verður ekki lesin í einum hvelli. Þvert á móti. Hér er prent- gripur á ferð sem menn geta gluggað í um ókomnar stundir. Sigurður ætti hiklaust að halda áfram að skrifa sögu véla og tækja á Íslandi. Vissulega tók lífið nýja stefnu eftir að bíllinn kom á ís- lenska grund en eftir er að skrifa um önnur tæki og tól. Nefna má tækjabúnað í landbúnaði sem gerði bændum kleift að ryðja land og slétta tún á áður óþekktum hraða. Þá skiptir ekki síður máli að segja frá tækjum sem notuð voru í vegagerð og gröfum sem dýpkuðu hafnir. Hér á Sigurður eftir mikið verk. Bókin er 384 blaðsíður, í stóru broti. Útgef- andi er Saga bílsins á Íslandi. Pjaxi ehf. sér um dreifingu. Saga bílsins á Íslandi 1904-2004 eftir Sigurð Hreiðar Hreiðarsson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.