Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 8. febrúar 2005 19 STEINEFNASTAMPUR FÓÐURBLANDAN HF. Reykjavík, Selfossi, Hvolsvelli Bústólpi ehf. Akureyril Sími 570-9800 www.fodur.is Komum í veg fyrir steinefnaskort, veitum frjálsan aðgang að steinefnum. Forysta í fóðrun Gengið hefur vel að safna upp- lýsingum um staði þar sem milt- isbruni er talinn hafa verið og smit gæti leynst í jörðu. Ég þakka þeim mörgu konum og körlum, sem fram að þessu hafa hringt, sent tölvupóst og skrifað eða komið upplýsingum til skila með öðru móti. Nú eru á skránni um 90 staðir. Þar af eru 14 í Árnessýslu, 13 í Gullbringu- og Kjósarsýslu (með þéttbýlissvæðunum), 8 í Borgar- fjarðar- og Mýrasýslu, 1 á Snæ- fellsnesi, 10 í Dalasýslu, 6 á Vest- fjarðakjálka, 1 á Vatnsnesi, 4 í A- Hún, 1 í Eyjafirði, 2 í S-Þing, 1 í N-Þing., 23 í Múlasýslum, 4 í A- Skaft., 2 í Rangárvallasýslu og 1 í Vestmannaeyjum. Óvissa er um nokkra þessara staða og í sumum tilfellum er vitað um heiti á stað en nákvæm staðsetning óupplýst og jafnvel glötuð. Þess vegna er erfitt enn sem komið er að gefa út opin- beran lista um þessa staði en að því kemur. Hægt er að upplýsa um einstaka staði, ef um er spurt og um leið hvað liggur að baki. Telja verður víst að enn eigi eftir að koma fram upplýsingar um miltis- brunagrafir. Ég hvet menn til að leggja þessu máli lið og hafa það í huga að betra er að vita en vita ekki. Þeir sem vita um miltis- brunagrafir, sem kannski hefur ekki verið látið vita um, eru hvattir til að merkja þær til bráðabirgða með því að reka niður stöng sem sést úr nokkurri fjarlægð, lýsa að- stæðum, hvað og hvenær grafið var og láta síðan vita. Hafa má samband við undirrit- aðan í síma 892 1644 eða í tölvu- pósti: sigsig@hi.is eða í bréfi í póst- fang Tilraunastöðvarinnar á Keld- um. Sigurður Sigurðarson dýralæknir Það stóð ekki á því að okkur bærust svör um nöfn fólksins á gömlu myndinni í síðasta blaði. Fólkið var stjórnarfólk og starfsfólk Matarfélags Bænda- skólans á Hólum 1937 en var í heimsókn að Hólum 1957 þegar myndin var tekin. Konurnar á myndinni heita Sigrún Júlíus- dóttir frá Syðra-Skörðugili sem er vinstra megin en hin konan heitir Guðrún Ásgrímsdóttir frá Efra-Ási í Hjaltadal. Við birtum nöfn þeirra Jónmundar Zop- honíassonar frá Hrafnsstöðum fyrstur t.v á myndinni og Valdi- mars Kristjánsson frá Sigluvík sem er í miðið og sá lengst til hægri er Sigurður Sigurðsson frá Sleitustöðum. Hin gamla myndin var af fyrsta dráttarvélanámskeiðinu sem fram fór hér á landi árið 1930 og var á vegum Búnaðarfélags Íslands. ,,Var kennt í fyrirlestrum, á véla- verkstæði og keyrsla vélanna og vinnsla með þeim. Kennsla fór fram í Reykjavík og að nokkru leyti á jarðeign ríkisins að Reykjum í Ölfusi,“ eins og Júlíus J. Daníels- son, fyrrum ritstjóri Freys, skrifaði um námskeiðið í blað sitt 1955, Hvar eru miltis- brunagrafirnar? Gamla myndin

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.