Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 16
16 Þriðjudagur 8. febrúar 2005 Lánatafla 2005 Í gildi frá 1. janúar 2005 Yfirlit yfir helstu lánaflokka og lánskjör Öll ný lán eru verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs Lántökukostnaður er samtals 2,5% (stimpilgjald 1,5% og lántökukostnaður 1,0%). Þar við bætist þinglýsingarkostnaður kr. 1.200 fyrir hvert lán. Gjalddagar eru 12 á ári nema óskað sé eftir færri gjalddögum. Lánaflokkur Lánað Vextir Veð Láns- Láns- Afb. vegna tími hlutfall frestur Jarðakaupalán Jarðakaup 3,85% Í jörð 40 ár 65% Já Jarðakaupalán Jarðakaup 5,95% Í jörð 25 ár 65% Já Bústofnsk.lán Bústofnskaup 3,85% Í jörð 10 ár Sjá lánareglur Nei Vélakaupalán Skráðar vélar 5,95% Í jörð/vél 5-10 ár 65% Nei Vélakaupalán Óskráðar vélar 5,95% Í jörð 10 ár 65% Nei Framkvæmdalán Fjós 3,85-5,95% Í jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Búnaður í fjós 3,85-5,95% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Fjárhús 3,85-5,95% Í jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Búnaður í fjárhús 3,85-5,95% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Svínahús 3,85-5,95% Í jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í svínahús 3,85-5,95% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Alifuglahús 3,85-5,95% Í jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í alif.hús 3,85-5,95% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Hesthús 3,85-5,95% Í jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Reiðskemmur 5,95% Í jörð 25 ár 65% Nei Framkvæmdalán Gróðurhús 3,85-5,95% Í jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í gróðurhús 3,85-5,95% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Garðáv.geymslur 3,85-5,95% Í jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í garðáv.g. 3,85-5,95% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Loðdýrahús 3,85-5,95% Í jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í loðd.hús 3,85-5,95% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Hlöður 3,85-5,95% Í jörð 25-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Búnaður í hlöður 3,85-5,95% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Vélageymslur 3,85-5,95% Í jörð 20-30 ár 65% Já Skuldbr.lán Endurfjármögnun 5,95% Í jörð 15 ár Sjá lánareglur Nei Skuldbr.lán Sk.br. höfuðstóls 5,95% Í jörð 15 ár Sjá lánareglur Nei Önnur lán Leitarm.hús og fjárréttir 5,95% Sv.sj. 15-20 ár 65% Nei Önnur lán Veiðihús 5,95% Fasteign 15-20 ár 65% Nei Önnur lán Veituframkvæmdir 5,95% Í jörð 20 ár 65% Nei Önnur lán Rafstöðvar 5,95% Í jörð 40 ár 65% Nei Afurðastöðvar Afurðastöðvar 5,95% Fasteign 20 ár 65% Nei Lánstími framkvæmdalána er almennt 30 ár vegna nýbygginga, 25 ár vegna viðbygginga og 20 ár vegna endurbóta. Nánari upplýsingar er að finna í lánareglunum á vefsíðu Lánasjóðsins, www.llb.is, eða með því að hafa samband við skrifstofu sjóðsins, sími: 480 6000, fax: 480 6001, netfang: llb@llb.is Gistiheimilið Dagsbrún hefur verið rekið um langt árabil að Túnbraut 1-3 á Skagaströnd. Eigendur hótelsins eru Fisk Se- afood hf. en reksturinn hefur verið í höndum ráðamanna Kántrýbæjar undanfarin ár. Í byrjun desember sl. tók hlutafé- lagið Hörfell við rekstrinum en það eru hjónin Guðrún Magnús- dóttir og Þröstur Líndal sem eiga það. Þröstur sagði í samtali við Bændablaðið að þetta væri fimm herbergja gstistaður með góðum matsal. Húsið hefði verið byggt 1987 af Skagstrendingi. Nú á Fisk Seafood hf. húsið sem fyrr segir en það fyrirtæki varð til þegar Skag- strendingur og Fiskiðja Skagfirð- inga sameinuðust um síðustu ára- mót. Hann segir að hótelið verði opið allt árið og gisting í eins og tveggja manna herbergjum með morgunmat í boði. Ýmislegt sé á döfinni til að laða gesti að og nefnir hann þar sérstaklega hestaferðir. Annars ætli þau hjón að fara hægt af stað og skoða hlutina vel. Þröstur segist vera sauðfjár- bóndi en vinni jafnframt í áhalda- húsi Höfðahrepps á Skagaströnd. Guðrún Magnúsdóttir, eiginkona hans, mun sjá um hótelreksturinn. Nýir rekstraraðilar að Gistiheimilinu Dagsbrún Skagaströnd VISTOR -nýtt nafn í stað PharmaNor Vegna skyldleika nafnsins PharmaNor við nafn á fyrir- tæki í svipuðum rekstri erlend- is hefur verið ákveðið að starf- semi PharmaNor verði fram- vegis rekin undir nafninu VISTOR. Nafnið er samsett úr íslenska orðinu vist og alþjóð- lega viðskeytinu -or. Það skír- skotar þannig til þess hluta rekstrarins að hýsa starfsemi alþjóðlegra framleiðenda og dreifa vörum þeirra um leið og á þarf að halda. Nýtt kjörorð félgasins er: Bakhjarl fyrir betri líðan. Saga Vistor hófst árið 1956 með stofnun lyfjafyrirtækisins Pharmaco. Í kjölfar útrásar félagsins var því skipt upp árið 2002 og fékk innlendi hlutinn nafnið Pharma- Nor. Vistor er leiðandi fyrirtæki í heildsölu og dreifingu lyfja, lækningatækja og hjúkrunarbún- aðar til sjúkrahúsa, heilbrigðis- stofnana og lyfjaverslana. Vistor er fulltrúi margra af stærstu frumlyfjafyrirtækjum ver- aldar hér á Íslandi svo og helstu framleiðenda lækningatækja og hjúkrunar-búnaðar, og tekur þannig þátt í þróun nýrra lyfja og framförum í læknavísindum. Um leið er Íslendingum tryggður að- gangur að helstu nýjungum á al- þjóðlegum lyfja- og heilbrigðis- markaði. Hjá Vistor starfa 110 manns og eru höfuðstöðvar og dreifing- armiðstöð fyrirtækisins að Hörgatúni 2 í Garðabæ. Velta fé- lagsins á síðasta ári nam um 4,7 milljörðum króna. Forstjóri Vist- or er Hreggviður Jónsson. Fréttatilkynning Þröstur Líndal og Guðrún Magnúsdóttir. Búgreinafélögin samstíga í kjarnfóðurmálum Í síðustu viku funduðu forsvars- menn þeirra fjögurra búgreina sem eiga sameiginlega hags- muni af því að kaupa mikið magns innflutts fóðurs, en þess- ir aðilar eru auk LK, Félag eggjaframleiðenda, Svínarækt- arfélag Íslands og Félag kjúk- lingabænda. Undanfarin misseri hafa margir kúabændur haft samband við skrifstofu LK vegna háa verðs á kjarnfóðri og því sjáanlega ósamræmi sem er á milli kjarnfóðurverðs og þró- un heimsmarkaðsverðs og gengi. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands og útreikn- ingum LK lækkaði innkaups- verð fóðurs til innflytjenda þess verulega á síðari hluta síðasta árs, eða á bilinu 17-30% eftir tegundum. Jafnframt lækkaði flutningskostnaður á fóðri til landsins verulega á sama tíma- bili eða á bilinu 18-27% eftir fóðurtegundum. Þar sem fyrir lá að málið snerti amk. fjórar bú- greinar verulega, var því ákveð- ið að kalla til fundar forsvars- mann ofangreindra búgreina til þess að fara yfir stöðuna. For- svarsmenn félaganna voru sam- mála um helstu þætti sem leggja þarf áherslu á til að ná niður verði á kjarnfóðri og er aðgerða að vænta. Framleiðsla mjólkur aukist Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði kemur fram að innvigtun mjólkur í janúar nam tæpum 9,5 milljónum lítra, sem er um 3,2% meira en í janúar 2004 eftir að tekið hefur verið tillit til fjölda innvigtunardaga. Innvigtun mjólkur nú var hins- vegar mun minni en í janúar ár- ið 2003. Á þessu verðlagsári nemur innvigtunin nú um 44,3 milljónum lítra miðað við 41,9 milljónir lítra á sama tíma í fyrra og er framleiðsluaukning- in á þessu verðlagsári er því um 5,8%. Nýting greiðslumarks er jafnframt betri nú en í fyrra en þegar er búið að nýta um 41,8% af heildar greiðslumarki, en á sama tíma í fyrra var nýtingar- hlutfallið 39,9%. Metár í framleiðslu ungnautakjöts Á síðasta ári var meira framleitt af ungnautakjöti (UN og KIU) en síðustu 5 ár og nam fram- leiðslan 2.252 tonnum á árinu. Ef horft er til framleiðslu á UN hefur framleiðsla þess aukist um tæp 10% á síðustu 5 árum og mest hlutfallsleg aukning er í UN-úrvali eða um 78,6%. Hlut- fall ungnautakjöts á markaði var í árslok 2004 um 70%, eftir að tekið hefur verið tillitit til hlutfalls kjöts/beina í fallþunga- tölum. Skipting ungnautakjöts- ins niður á flokka á síðasta ári var eftirfarandi: UN-úrval 224 tonn, UN 1.747 tonn og KIU 281 tonn. Norðmenn rannsaka íslenska mjólk Samstarfsverkefni LK, SAM og Landbúnaðarháskólans um rannsókn á magni frjálsra fitu- sýra í mjólk hófst formlega nú í byrjun vikunnar með því að tek- in voru mjólkursýni hjá bænd- um og afurðastöðvum. Sýnin voru send til Noregs þar sem þau verða rannsökuð á rann- sóknarstofu þarlends mjólkur- iðnaðar. Vænta má fyrstu niður- staðna þessa verkefnis fyrir sumarbyrjun en Framleiðni- sjóður landbúnaðarins styrkir verkefnið. Umsjón Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ráðið Ingvar Jóhanns- son, bónda í Víðidalstungu II, sem eftirlitsmann með banni við lausagöngu búfjár sem er bönnuð á vegsvæði þjóðvegar nr. 1 - og að þéttbýli að Hvammstanga og Laugabakka. Ingvar er ráðinn til tveggja ára. Hann sagðist í samtali við Bændablaðið hafa verið ráðinn í júlí sl. til áramóta í þetta eftirlits- starf. Nú er búið að samþykkja að ráða hann til tveggja ára en ekki búið að ganga formlega frá málinu. Ingvar sagði að síðastlið- ið sumar hefði starf hans farið þannig fram að Neyðarlínan, lög- reglan, Vegagerðin og sveitarfé- lagið, sem öll höfðu símanúmer hans, hringdu og létu hann vita ef kvartanir bárust frá bifreiðastjór- um um að búfé væri við veginn. Ingvar sagðist þá fyrst hafa haft samband við bændur á svæðinu og benti þeim á að fjarlægja bú- féð, sem oftast voru kindur. Ef hann náði ekki í bændur fór hann sjálfur á staðinn og rak skepnurn- ar í burtu. Ingvar segir að mikið hafi verið að gera í þessu fyrst eftir að hann var ráðinn sl. sumar enda Vegargerðin varla komin af stað með viðgerðir á girðingum. En eftir því sem leið á sumarið og girðingarnar komust í lag fækk- aði kvörtunum yfir sauðfé á veg- um mjög mikið. Um leið og snjó kyngdi niður í janúar komust hross úr girðingum yfir ristahlið- in sem fyllst höfðu af snjó og þá varð allmikið að gera. Ingvar hefur líka tekið að sér að sjá um óskilahross. Hann segir að farið sé eftir marki og merk- ingum til að finna eigendur en það hafi komið fyrir að fundist hafi algjörlega ómerkt hross. Í slíkum tilvikum eru hrossin aug- lýst og menn þurfa að sanna eignarrétt sinn. Tvö slík tilfelli komu upp í Víðidalstungurétt í haust og réttir eigendur fundust. Svæðið sem Ingvar hefur eftirlit með er frá botni Hrútafjarðar að Gljúfurá en þar eru sýslumörkin. Húnaþing vestra Eftirlitsmaður ráðinn með banni við lausagöngu búfjár

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.