Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 8. febrúar 2005 15 Einar K. Guðfinnsson alþingis- maður hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl., nr. 6/1986, með síð- ari breytingum. Í frumvarpinu stendur að í stað orðanna „12 vikna innlausnarfresti“ í 1. málsl. 4. mgr. 59. gr. laganna, komi fjögurra vikna innlausnar- frestur. Einar Kristinn segir í greinar- gerð að með frumvarpi þessu sé ætlunin að gera breytingar á regl- um um meðferð óskilapenings, hrossa og nautgripa, sem sam- kvæmt gildandi lögum er heimilt að selja að kröfu hreppstjóra við nauðungarsölu með tólf vikna inn- lausnarfresti án þess að sérstakrar áskorunar sé þörf til eiganda. Með gildistöku reglugerðar nr. 463/2003, um merkingu búfjár, er skylt að einstaklingsmerkja (ör- merkja) hross sem fædd eru eftir 1. janúar 2003 og samkvæmt ákvæði til bráðabirgða er skylt að merkja alla nautgripi fædda eftir 1. sept- ember 2003 með plötumerki eða rafrænu merki og skulu allir naut- gripir merktir í samræmi við regl- urnar frá 1. janúar árið 2005. Þá hefur verið nokkuð gert sl. ár í að merkja eldri hross sérstaklega og hefur því tilvikum fækkað þar sem þurft hefur að selja óskilapening á uppboði. Tólf vikna innlausnarfrestur fyrir eigandann er því ekki lengur nauðsynlegur og afar langur sé lit- ið til hagsmuna þess er kaupir óskilapeninginn á uppboði og get- ur átt von á því í tólf vikur að eig- andinn komi og nýti sér brigðarétt. Breytingin mun einnig virka hvetj- andi á eigendur hrossa og naut- gripa til að vera með fullnægjandi merkingar. Sorpstöð Rangár- vallasýslu þarf aukið landrými Sorpstöð Rangárvallasýslu hef- ur haft á leigu landspildu til urðunar á sorpi að Strönd en landið er í eigu Rangárþings ytra. Nú er farið að þrengja að sorpstöðinni og hefur hún gert tilboð í 28 hektara lands að Strönd. Viðræður hafa farið fram milli sorpstöðvarinnar og eignaumsjón- ar Rangárþings ytra og Ásahrepps. Valtýr Valtýsson, formaður stjórn- ar eignaumsjónar, sagði að málinu hafi verið vísað til sveitarfélag- anna en svör ekki borist enn. Hann segir sorpstöðina ekki komna í landþurrð enn þá en að ekki sé langt í að hún þurfi meira land. Vill stytta þann tíma sem hreppstjórar þurfa að geyma óskilapening www.bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.