Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 17
„Tilgangur heimsóknarinnar hingað til Íslands er að skoða að- búnað sauðfjárins og það er lið- ur í að fræðast um allan feril framleiðslunnar á lambakjötinu sem við seljum. Við förum milli landa með þessum hætti og kynnum okkur mismunandi framleiðsluaðstæður fyrir sauð- fjárafurðir á hverjum stað. Við seljum lambakjöt frá Nýja-Sjá- landi, vestursvæðum Bandaríkj- anna og Íslandi og þótt margt sé líkt í framleiðslunni þá eru líka margir þættir mjög ólíkir. Eitt þeirra atriða sem til dæmis skapar sérstöðu er þessi innivera dýranna hér á Íslandi sem er ólík því sem gerist á Nýja-Sjá- landi og í Bandaríkjunum. Heimsókn okkar núna um miðj- an vetur miðar að því að auka vitneskju okkar um aðbúnað dýranna og þær framleiðsluað- stæður sem þið búið við,“ segir Margret Wittenberg frá banda- rísku matvælakeðjunni Whole Foods sem selur lambakjöt frá Norðlenska. Fulltrúar fyrirtæk- isins og frá bandarískum dýra- verndunarsamtökum heimsóttu fjögur sauðfjárbýli í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum á dögunum. Heimsóknin er liður í starfi inn- an fyrirtækisins að móta staðla sem verður að uppfylla til að fá að selja lambakjöt innan keðj- unnar og er ljóst að íslenska kjötið á mikla möguleika á að komast í hæsta gæðaflokk, sem aftur getur leitt til hærra verðs og aukinna tækifæra í sölu hjá verslunum innan keðjunnar. Þeir bæir sem hópurinn heim- sótti voru Laufás í Grýtubakka- hreppi, Þverá í Dalsmynni, Sýr- nes í Aðaldal og Ingjaldsstaðir í Þingeyjarsveit. Með hópnum í för voru fulltrúar Norðlenska, Bændasamtaka Íslands, Búnað- arsambands Suður-Þingeyjar- sýslu og fleiri. „Fyrirtæki okkar starfar með fjölmörgum dýraverndunarsam- tökum og í gegnum þá samvinnu mótum við kröfur sem framleið- endur þurfa að uppfylla til að við tökum framleiðslu þeirra í sölu. Viðskiptavinir okkar eru mjög kröfuharðir og þeir krefjast upp- lýsinga, ekki bara um framleiðend- urna sem slíka heldur ekki síður hvernig aðbúnaður dýranna er. Viðskiptavinir okkar ætlast til þess að við gerum miklar kröfur til þessa þáttar og spyrja spurninga þannig að við verðum að vinna okkar heimavinnu og vera tilbúin að svara. Viðskiptavinir Whole Foods krefjast mun meiri upplýs- inga en venjulegir kjörbúðarvið- skiptavinir gera og sem dæmi má nefna að þeir vilja vita hvers vegna kindurnar á Íslandi eru á húsum stóran hluta úr árinu þegar slíkt er ekki gert annars staðar. Þeir krefj- ast þess um leið af okkur að vissa sé fyrir því að aðbúnaður sé allur eins og best verður á kosið,“ segir Margret Wittenberg. Whole Foods rekur 160 versl- anir í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada og hefur um nokkurra ára skeið selt lambakjöt frá Norð- lenska og er kjötinu dreift fersku á markaðinn á tímabilinu ágúst - desember. Í ár fóru um 100 tonn frá Norðlenska í verslanir Whole Foods. En hvað segir Margret Wit- tenberg um gæði íslenska lamba- kjötsins. Hvað segja viðskiptavinir Whole Foods? „Þeim þykir íslenska kjötið frábærlega gott, bæði bragðgott og áferðarfallegt kjöt. Það myndast alltaf eftirvænting þegar íslenska kjötið kemur á markaðinn,“ sagði Margret Wittenberg og lýsti ánægju sinni með þau sauðfjárbú sem hún sá í Íslandsheimsókninni. Aukinn útflutningur og hærra verð? Sigmundur Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska, segir heimsókn hópsins frá Whole Foods mjög mikilvæga og von- andi skref í þá átt að tryggja ís- lenska lambakjötinu enn betri sess innan Whole Foods keðjunnar. „Vinnu við mótun þessara staðla og krafna sem Whole Foods setur gæti lokið í vor og fari allt á besta veg getur það skilað okkur 5-7% hækkun á verði. Íslenska kjötið á mikla möguleika á að ná inn í hæsta gæðaflokk og það þýð- ir að það fær betra hillurými í verslununum og meiri athygli. Við vitum að eitt af því sem hefur þótt athugavert er hversu lengi sauðfé er lokað á húsi hjá okkur en ég hygg að heimsóknin núna hafi aukið skilning á því hvaða ástæð- ur eru fyrir því. Í öðru lagi eykst skilningurinn á því að lömbin eru ekki hýst heldur ganga á fjalli nánast frá fæðingu og fram til slátrunar en það eru vissulega þættir sem dýraverndunarfólk spyr um, líkt og hvers vegna klippt er í eyrun á kindunum og fleira. Aðbúnaður dýranna og meðferð er ekki síður mikilvægur þáttur en kjötið sjálft,“ segir Sig- mundur. Aðspurður segir Sigmundur að sala til Whole Foods geti átt eftir að aukast, jafnvel um helming. „Kröfurnar eru mjög miklar innan Whole Foods og varan seld dýru verði. Eftirspurninni er því hægt að stjórna nokkuð með verðlagi en okkur sýnist að það sé vel raun- hæft að selja um og yfir 200 tonn og það ráðum við auðveldlega við. Í framhaldi af þessum nýju stöðl- um hjá Whole Foods erum við þegar byrjuð að huga að því innan Norðlenska að útfæra kröfur sem við þurfum að gera til okkar fram- leiðenda. Það er ljóst að þeir þurfa að undirgangast þær til að fá að koma kjöti í þennan útflutning en um leið fá þeir að njóta þess í verðinu fyrir framleiðsluna. Það fæst gott verð fyrir framleiðsluna nú en okkar vandi sem stendur er gengi krónunnar. Þær ytri aðstæð- ur breyta hins vega ekki því að við vinnum að því af fullum krafti að auka við söluna til Whole Foods og ná hærra afurðaverði,“ segir Sigmundur Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska. Þriðjudagur 8. febrúar 2005 17 STALDREN FÓÐURBLANDAN HF. Korngarðar 12 Rvík. FB Selfossi FB Hvolsvelli Bústólpi Akureyri Sími 570 9800 Fax 570 9801 www.fodur.is Komum í veg fyrir smit- notum viðurkennd sóttvarnarefni. STALDREN er borið undir bú- fénað. Einstök samsetning náttúrulegra efna veldur því að efnið er skaðlaust mönnum og dýrum en stórskaðlegt sýklum og annari óáran. Fulltrúar Whole Foods í Bandaríkjunum í heimsókn á sauðfjárbúum norðan heiða: Kynntu sér aðbúnað íslenska sauðfjárins að vetrarlagi - íslenska lambakjötið á möguleika á að standast hæstu gæðastaðla Whole Foods sem nú eru í mótun í samstarfi fyrirtækisins og bandarískra dýraverndunarsamtaka Hér má sjá Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóra Bændasam- takanna, ræða við gesti í fjárhúsinu á Þverá. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmastjóri Norðlenska, ræðir málin í fjárhúsinu í Laufási.            !"  #$     & ' () *  

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.