Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 8. febrúar 2005 SKATTAMÁL Lækkun skatta og hækkun bóta Tekjuskattur einstaklinga lækkar Lækkun nemur 4% stigum árin 2004-2007 eða 15,53% lækkun í kr. talið. Staðgreiðsla 2004: 25,75% Staðgreiðsla 2005: 24,75% Staðgreiðsla 2006: 23,75% Staðgreiðsla 2007: 21,75% Afnám eignarskatts einstaklinga og lögaðila Eignarskattur verður 0,6% árið 2004 Eignarskattur verður 0,6% árið 2005 Enginn eignarskattur 2006 og síðar Framtalsskylda eigna og skulda verður þó áfram við lýði Bændur og aðrir eiga þannig eftir að greiða eignaskatt fyrir árið 2004 og 2005 en síðan ekki söguna meir. Persónuafsláttur hækkar um tæp 8% 2005-2007 Þessar upphæðir eru ekki verðtryggðar Persónuafsláttur 2004: 329.948 kr. á ári Persónuafsláttur 2005: 339.846 kr. á ári Persónuafsláttur 2006: 348.343 kr. á ári Persónuafsláttur 2007: 356.180 kr. á ári Frítekjumark barna hækkar um tæp 8% 2005-2007 Þessar upphæðir eru ekki verðtryggðar Frítekjumark 2004: 93.325 kr. á ári Frítekjumark 2005: 96.125 kr. á ári Frítekjumark 2006: 98.528 kr. á ári Frítekjumark 2007: 100.745 kr. á ári Barnabætur hækka Árið 2005 nemur hækkun 3% á bæði tekjutengdum og ótekjutengdum barnabótum ásamt viðmiðunarfjárhæðum. Árið 2006 hækka tekjutengdar barnabætur um 10% Árið 2006 og 2007 hækka viðmiðunarmörk tekna vegna barnabóta um 50%. Árið 2007 lækka skerðingarhlutföll tekna úr 3% í 2% með fyrsta barni og úr 7% í 6% með öðru barni og loks úr 9% í 8% með þriðja barni. Vaxtabætur lækka Útreikningur vaxtabætur árið 2005 vegna vaxtagjalda 2004 verða 95%. Lækkar sem sagt um 5% miðað við það sem þær hefðu orðið. Erfðafjárskattur Nú er aðeins einn skattflokkur 5%, en gjaldstofn hækkar í mörgum tilfellum þar sem nú er miðað við markaðsverð. Erfðafjárskattur af hlutabréfum mun því hækka því áður var miðað við nafnverð. Skattfrelsismörk ein milljón kr. en umfram það 5%. Olíugjald Frá 1. júlí 2005 verður lagt á olíugjald, 45 kr. á lítra. Þessi olía verður lituð. Undanþegin er meðal annars olía til húshitunar og á dráttarvélar í landbúnaði. Þessi olía er ólituð. Veigamesta breytingin er afnám eignaskatts fyrir árið 2006. Hækkun barnabóta er veruleg og eykst á næstu árum. Breyting á olíugjaldi kemur sér ekki vel fyrir þá sem hafa fengið helming fastagjalds endurgreiddan. Erfðafjárskattur verður almennt lægri og réttlátari. Ketill A. Hannesson, ráðgjafi á hagfræðisviði B.Í. Í lok september 2004 lagði ég upp í 14 daga ferðalag til að kynnast ferðaþjónustu bænda í Skotlandi. Ég dvaldi á 5 bæjum þar sem rekin er gisting í heima- húsum og landbúnaður stundað- ur samhliða ferðaþjónustu. Ferðin var farin á vegum Félags ferðaþjónustubænda en styrkur fékkst fyrir ferðinni hjá Leonar- dó da Vinci starfsmenntaáætlun- inni. Tengiliður okkar í Skot- landi var ferðaskrifstofa sem bókar sérstaklega á ferðaþjón- ustubæi. Litlar gistieiningar Skoskir ferðaþjónustubændur reka „bed & breakfast“, þ.e. gistingu með morgunmat í heimahúsi. Að- eins fáein rúm eru í boði á hverjum stað en því betra tækifæri til að kynnast heimilisfólkinu nánar. Herbergi með sérbaði eru algeng og eru svefnherbergin með vand- aðar en gamaldags innréttingar. Bæirnir eru flokkaðar skv. stjörnu- kerfi Ferðamálaráðs í Skotlandi en flestir þeirra bæja sem ég heim- sótti voru með 3-4 stjörnur. Fjölbreytt afþreying í nágrenninu Á þeim bæjum þar sem ég dvaldi var ekki nein skipulögð afþreying í boði en vísað var á afþreyingu í nágrenninu. Meðal annars heimsótti ég tvö svæði þar sem megináhersla var lögð á útivist, ævintýri fyrir börn og ýmsa aðra afþreyingu. Þetta voru útivistarsvæðin Lochwinnoch sem liggur við samnefnt vatn og Kelburn en þar er kastali sem var í eigu efnamikils jarls frá Glasgow sem þarna bjó og lagði stóran hlut af landi sínu undir útivistarsvæði fyrir ferðamenn með merktum göngustigum í gegnum skóglendi. Til þess að komast inn á síðar- nefnda svæðið þurfti að greiða að- gangseyri en það er algengt á mörgum útivistarsvæðum og stór- um görðum í kringum kastala. Þá vakti athygli mína að staðir sem bjóða upp á afþreyingu eru flokk- aðir skv. stjörnukerfi Ferðamála- ráðs í Skotlandi. Í snertingu við landbúnaðinn Búféð er yfirleitt á túnum heima við bæinn þannig að ferðamenn geta alltaf fylgst með því. Á þeim bæjum sem ég heimsótti bjóða bændur ekki upp á leiðsögn um búið fyrir gesti sína en þeim er þó frjálst að ganga um svæðið utan girðingar og virða skepnur fyrir sér. Margir bændur ala pelalömb heima á bænum sem gæludýr fyrir ferðamenn. Sauðfé og geitur ganga úti allt árið en nautgripir og svín mestan hluta ársins. Upp í sveit í Skotlandi Þeim, sem áhuga hafa að fræðast um bændagistingu og afþreyinga- staði í Skotlandi, er bent á heima- síður: www.dotdestination.co.uk www.visitscotland.co.uk www.clydemuirshiel.co.uk www.langsidefarm.co.uk www.baendaferdir.is Andrea Laible frá Neðra Vatnshorni í Vestur-Húnavatns- sýslu vatnshorn@simnet.is, www.simnet.is/vatnshorn Heimsókn til ferðaþjón- ustubænda í Skotlandi Andrea greinarhöfundur ásamt Scott, bóndanum á bænum Gate- side Farm, sem sýndi henni ýmsa áhugaverða staði í nágrenninu. Gistiheimilið Ár- gerði í Svarfaðar- dal nær viðmiðum Green Globe 21 Gistiheimilið Árgerði (http://www.argerdi.com/ ), sem er innan vé- banda Ferðaþjón- ustu bænda og býður upp á gist- ingu og afþreyingu í Svarfaðardal, hefur nýverið náð viðmiðum Green Globe 21 umhverfismerkisins. Unn- ið hefur verið að þessu mark- miði í rúmt ár en næsta skref er að vinna að því að fá vott- un Green Globe 21. Til að fá slíka vottun þarf óháður þriðji aðili að votta að ferða- þjónustufyrirtæki hafi náð að uppfylla kröfur Green Globe 21 með tilliti til umhverfis- mála. Gistiheimilið Árgerði fær viðurkenningu fyrir ár- angurinn sem gildir til eins árs í senn, en á hverju ári þarf að staðfesta og betrum- bæta árangurinn. Gistiheimil- ið Árgerði hefur lagt mikla vinnu í að mæla viðmið vegna orku- og vatnsnotkun- ar, sorpmyndunar og -förgun- ar og koma í framkvæmd samþættri umhverfis- og samfélagsstefnu. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir fyrir- tækið og góð hvatning fyrir þá sem eru að stuðla að um- hverfisvænni starfsháttum í samstarfi við Green Globe 21. Green Globe 21 eru al- þjóðleg samtök sem vinna að umhverfismálum með neyt- endum, fyrirtækjum og sam- félögum að þróun sjálfbærari ferðaþjónustu í anda Dag- skrár 21. Þess má geta að nú eru 33 fyrirtæki og 1 áfanga- staður á Íslandi aðilar að Green Globe 21, þar af eru 28 fyrirtæki innan vébanda Ferðaþjónustu bænda. Gisti- heimilið Árgerði er sjötta fyr- irtækið á Íslandi til að ná við- miðum Green Globe 21 síðan starfsemi umhverfismerkisins hófst hér á landi árið 2002. Hólaskóli - Háskólinn á Hól- um er úttektaraðili fyrir Green Globe 21 hér á Íslandi. Nánari upplýsingar um Green Globe 21 ferlið er að finna á heimasíðu Hólaskóla www.holar.is og Green Globe 21 www.green- globe21.com. Á síðasta ári var tekið saman yf- irlit yfir samspil eyðublaða frá RSK sem varða launagreiðslur, reiknað endurgjald og virðis- aukaskatt. Umfjöllunin er nú birt aftur til fróðleiks og upprifj- unar. Eins og taflan sýnir er í grund- vallaratriðum um þrjár leiðir að velja fyrir hjón og samskattað sambúðarfólk þegar kemur að skil- um á eyðublöðum og skráningu fyrir rekstri. Rétt er að benda á að ef annar aðilinn vinnur umtalsvert við annað en búrekstur hefur það áhrif á hvaða kost á að velja. Ekk- ert mælir á móti því í skattalögum að bæði hjónin séu skráð fyrir rekstrinum. Sérstök athygli er vak- in á því að ríkið greiðir mótfram- lag atvinnurekanda (6%) vegna bænda og maka þeirra. Mikilvægt er að fylgjast með því að maki sé skráður í Lífeyrissjóð bænda til að njóta mótframlagsins frá ríkinu. Við frágang skattframtals er rétt að bera saman iðgjaldagreiðslur og reiknað endurgjald vegna landbún- aðar. Komi í ljós að vangreitt sé skal snúa sér til Lífeyrissjóðs bænda til að ganga frá greiðslu á mismuninum til að komast hjá óþarfa kostnaði við innheimtu. Standi bæði hjón eða samskatt- að sambúðarfólk að rekstrinum er fylgt þeim upplýsingum sem koma fram í fyrsta dálki. Hagnaði eða tapi er þá skipt á milli rekstraraðila í hlutfalli við reiknað endurgjald. Sérstök athygli er vakin á að heim- ilt er að skrá það hjóna sem ekki er skráð fyrir VSK-númeri sem sam- rekstraraðila. Reikningar vegna innkaupa sem tilheyra rekstrinum og eru á kennitölu samrekstraraðil- ans eru þá innskattshæfir í bók- haldinu. Öll sala verður hins vegar að fara fram á kennitölu þess sem skráður er fyrir VSK-númerinu. Starfi maki við búreksturinn en stendur ekki fyrir honum er farin leiðin í miðdálkinum. Gerð er grein fyrir reiknuðu endurgjaldi makans á eyðublaði RSK 5.11 og er þar skráður sem maki sem ekki stendur fyrir rekstri (reitur 16). Mikilvægt er þá að rekstraðili fylli út eyðublað RSK 5.06 svo tryggt sé að það skili sér að greitt hafi verið tryggingagjald af reiknuðu endurgjaldi maka. Hagnaður eða tap færist þá alfarið á þann aðila sem skráður er fyrir rekstrinum. Síðasti dálkurinn felur í sér að maki hefur engar tekjur af búinu og á eingöngu við ef maki starfar ekkert við reksturinn. EB/JÓ Reiknað endurgjald Eyðublað Bæði standa fyrir rekstri Maki með reiknað endurgjald en stendur ekki fyrir búi Maki á launum eða engar tekjur af búi 10.22 Annað, hitt samrek.aðili, eitt vsk-númer Rekstraraðili skilar Rekstraraðili skilar 5.02 Bæði hjón skila Rekstraraðili skilar Rekstraraðili skilar 5.11 Bæði hjón skila merkja við reit 15 Bæði skila 5.11. Rekstraraðili merkir við reit 15 en hitt reit 16 Rekstraraðili skilar 5.12 Bæði hjón skila Rekstraraðili skilar Rekstraraðili skilar 5.06 Hvorugt, nema um launagreiðslur sé að ræða Rekstraraðili fyllir út og skráir hinn aðilann á blaðið og merkir í reit 8 Rekstraraðili skilar Hjón og skil eyðublaða              Þann 13. janúar sl. rituðu Bænda- samtök Íslands fjármálaráðherra bréf þar sem farið var fram á við- ræður um endurskoðun á þeirri ákvörðun að hækka reiknað endur- gjald sauðfjárbænda milli áranna 2004 og 2005 um 4,5%. Í svari ráðuneytisins, sem hefur nú borist, segir að með reiknuðu endurgjaldi í staðgreiðslu sé verið að meta til verðs vinnuframlag viðkomandi manns, óháð afrakstri hans af rekstrinum. Hins vegar sé stað- greiðsla af endurgjaldi bráða- birgðagreiðsla tekjuskatts og út- svars og er miðað við það að gera sjálfstætt starfandi mann hliðstæð- an launamanni að því er varðar samtímaskattgreiðslu á stað- greiðsluári. Endanleg ákvörðun um reiknað endurgjald verður ekki tekin fyrr en við endurskoðun á framtali gjaldanda. Hluti af því sem þá kemur til athugunar er m.a. afkoma af rekstrinum þar sem heimilt er skattaðila að lækka áður ákvarðað endurgjald á stað- greiðsluári, þannig að tap af rekstr- inum verði eigi hærra en sem nem- ur samanlögðum almennum fyrn- ingum skv. 37. gr. laga nr. 90/2003. Ef um elli- eða örorkulíf- eyrir er að ræða má lækka áður ákvarðað endurgjald þannig að ekki myndist tap af rekstrinum. Í ljósi þessa telur ráðuneytið ekki efni til að lækka fjárhæð reiknaðs endurgjalds sauðfjárbænda fyrir árið 2005. /EB Reiknað endurgjald og sauðfjárbændur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.