Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 8. febrúar 2005 27 Traktoratröll Við eigum til nokkur eintök af bókinni Traktoratröll heimsins. Verð kr. 2.680. Sendum í póstkröfu. Síminn er 563 0300 Jörð til sölu Til sölu jörðin Bræðrabrekka í Broddaneshrepp, Strandasýslu. Byggingar á jörðinni; 400 kinda fjárhús byggð árið 1975, flatgryfja byggð 1974, eldri fjárhús 200 kinda mikið endurnýjuð, vélageymsla byggð 1985. Tún um 30 ha. Íbúðarhús úr steini 150 m2 og kjallari sömu stærðar, byggt 1979. 560 ærgilda greiðslumark í sauðfé. Bústofn, vélar og tæki geta fylgt. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar veitir Bjarni í síma 451-3354. Bændur og aðrir rekstraraðilar Nú fer í hönd tími skattauppgjörs og ársreikningagerðar. Við tökum að okkur alla þjónustu er lýtur að bókhaldi og launauppgjöri, hvort sem er fyrir einstaklinga, án og í rekstri, lögaðila eða félagasamtök. Gerum verðtilboð í einstök verk. Starfsfólk bókhaldsdeildar Forsvars ehf Sími: 455-2500. Símbréf 455-2509. Netfang: forsvar@forsvar.is Veffang: http://forsvar.is   # ,-.#   -# /             000"#" Lánasjóður landbúnaðarins veitir lán til byggingar hvers konar landbúnaðarbygginga og getur lán numið allt að 65% af metnum byggingakostnaði. Bændur eru hvattir til að tryggja sér lánsloforð frá sjóðnum áður en framkvæmdir eru hafnar. Athygli bænda er vakin á að eftir að lánsloforð vegna framkvæmda hefur verið veitt, er nú hægt að fá allt að 25% lánsloforðs afgreitt strax við upphaf framkvæmda að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Við fokheldi er síðan veitt 50% lán og 25% við lokaúttekt. Þá býður sjóðurinn ýmis konar skuldbreytingar og skuldbreytingalán. Sjóðurinn veitir lán til endurfjármögnunar á lausaskuldum bænda, lán til endurfjármögnunar afborgana af lánum, möguleika á lengingu lánstíma og frystingu afborgana og vaxta í allt að þrjú ár við sérstakar aðstæður. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.llb.is eða á skrifstofu sjóðins. Lánasjóður landbúnaðarins Austurvegi 10, 800 Selfoss Sími 480 6000 - Fax 480 6001 Netfang llb@llb.is - Veffang www.llb.is Ákveðin hafa verið einkunnalágmörk kynbótahrossa til þátttöku á fjórðungsmóti Vestlenskra hestamanna á Kaldármelum dagana 29.6. – 3.7. næsta sumar. Þau eru eftirfarandi: Stóðhestar 4v. 7,85 Stóðhestar 5v. 7,95 Stóðhestar 6v., og eldri 8,05 Hryssur 4v. 7,75 Hryssur 5v. 7,85 Hryssur 6v. 7,90 Hryssur 7v., og eldri 8,00 Héraðssýning kynbótahrossa á Vesturlandi fer fram í Borgarfirði dagana 30.5. – 3.6. næstkomandi. Staðsetning hefur ekki verið ákveðin en ræðst að nokkru af þátttöku og vallaraðstæðum. Æfingar hafnar í Freyvangi Freyvangsleikhúsið hóf æfingar á leikritinu Taktu lagið Lóa! eft- ir Jim Cartwright um síðustu mánaðamót og er þetta í þriðja sinn sem verkið er sett upp hér á landi og í fyrsta skipti norðan heiða. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson, ungur leikstjóri frá Selfossi sem nam leikstjórn við hinn virta leikstjórnarskóla Bristol Old Vic á Bretlandi. Ól- afur Jens hefur leikstýrt all- nokkrum uppfærslum hjá Leik- félagi Selfoss og Leikfélagi Hveragerðis auk sýninga hjá skólaleikfélögum frá því hann lauk námi en þetta er í fyrsta sinn sem hann setur upp sýn- ingu á Norðurlandi. Taktu lagið Lóa! fjallar um einræna stúlku sem býr með drykkfelldri móður sinni og eyðir öllum sínum tíma í að hlusta á plötur með frægum söngkonum og herma eftir þeim. Hún er síðan uppgötvuð af umboðsmanni sem móðirin er í tygjum við og fylgst er með hvað gerist þegar frægðin bankar á dyrnar. Leikarar í verkinu eru 7 og hafa æfingar gengið vel. Frumsýn- ingardagur hefur verið ákveðinn föstudagurinn 25. febrúar í Frey- vangi. Héraðssýning kynbótahrossa á Vesturlandi 2005 og fjórðungsmót

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.