Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 8. febrúar 2005 13 Umsóknir um styrki vegna 5 gr. aðlögunarsamnings Samband garðyrkjubænda auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna framlaga til kynninga-, rannsókna-, þróunar- og endurmenntunarverkefna sbr. 5. gr. aðlögunarsamningsins milli ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands/Sambands garðyrkjubænda. Hvað vöruþróun og kynningar þeirra varðar sérstaklega þá er stefnt að því að verja 20 m. kr. á ári á árunum 2005-2007 í grænmeti og kartöflur. Sækja skal um vegna vöruþróunar almennt en ekki einstakra verkefna. Styrkveitingar eru háðar því að umsækjendur hafi mótað vöruþróunarstefnu, hafi virkt vöruþróunarferli og ætli nægilegan manntíma og fjármuni í vöruþróun og kynningar. Framkvæmdastjóri og stjórn Sambands garðyrkjubænda munu reglulega forgangsraða verkefnum innan ofangreinds í samræmi við arðsemina fyrir garðyrkjubændur. Einungis eru veittir styrkir vegna beins útlagðs kostnaðar (t.d. geymsluþolsmælingar og markaðsrannsóknir) en ekki venga mannahalds eða aðstöðu, þ.m.t. vélakaupa. Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum um ofangreint er bent á að senda tölvupóst á fridrike@lbhi.is. Umsóknarfrestur um styrki vegna 5. gr. aðlögunarsamningsins rennur út 1. mars nk. og skulu sendar á netfangið hér að ofan. Stjórn Sambands garðyrkjubænda                                  !!" #     "     $       %  &   '      !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+  Hann sagðist í samtali við Bændablaðið vera vongóður um að þetta mál verði leyst innan tíðar og að bændur fái að selja afurðir sínar beint til neytenda. Hér er ver- ið að tala um heimaunnin matvæli yfirleitt eins og ferðamenn geta keypt hjá bændum í Þýskalandi og raunar víðar. ,,Það sem gerðist í þessu máli var að við Íslendingar tókum allar reglur Evrópusambandsins upp óbreyttar. Hins vegar veit ég að í löndunum innan ESB er hægt að fá undanþágur sem byggðar eru á sérstöðu. Ég fullyrði að óvíða er meiri sérstaða en hér á landi. En því miður voru allar reglur ESB um þetta mál teknar hérna upp og þær hreinlega kokgleyptar. Engar athugasemdir voru gerðar og ekki óskað eftir neinum undanþágum,“ segir Ágúst. Hann bendir á að forsvars- menn norska landbúnaðarins séu nú á kafi í vinnu við að fá undan- þágur vegna nýrrar reglugerðar ESB um hollustuhætti á matvæla- sviðinu sem taka eiga gildi frá og með 1. janúar 2006. Samkvæmt þeim reglum hefur hvert land nokkurt svigrúm til að setja sér sérstakar reglur um milliliðalaus viðskipti framleiðanda/bónda og neytenda þegar um er að ræða lítið magn. Þess má geta að nefnd fór héðan til Noregs í fyrra að kynna sér hvað þarlendir væru að gera í þessum efnum. Ágúst Sigurðsson sagðist ekki sjá nein rök fyrir því að banna bændum að selja afurðir sínar beint til neytenda, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þess vegna hlyti þetta að verða leyft fyrr en seinna. að viðhalda ákveðinni þekkingu. ,,Heill þeim sem hófu þorramatinn okkar til vegs og virðingar aftur fyrir 50 árum eða svo,“ sagði Haraldur og tók fram að Bændasamtökin lýsi yfir fullum vilja til að koma að þessu starfi áfram. Hann lýsti yfir ánægju með viðtökurnar sem Þorrabjórinn, bruggaður úr íslensku byggi, fékk og sagði mikinn áhuga á að halda áfram slíku ,,bruggeríi“. Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda, sagði að nefndin hefði komist að því að lög og reglur væru ekki óhagstæðar bændum. Það færi eftir því hvernig embættismenn túlka reglugerðir og lög hver útkoman væri. Matvælalöggjöfin í Evrópu væri að vísu ströng en síðan koma þessi und- anþáguákvæði sem verða að vera til að skapa svigrúm fyrir sumar þær þjóðir sem eru nýkomnar inn í Evrópusam- bandið. Þess vegna væri nauðsynlegt að láta framkvæma áhættumat þar sem vís- indamenn yrðu fengnir til að fara yfir skoðanir bænda á málinu. Bændur sækja á um að fá að selja afurðir sínar beint til neytenda Félag ferðaþjónustubænda hefur óskað eftir því að Búnað- arþing 2005 feli stjórn Bændasamtaka Íslands að skoða áfram möguleika bænda á að selja afurðir sínar beint til neytenda, líkt og víða er gert í nágrannalöndunum. Vísað er til skýrslu nefndar sem landbúnaðarráðherra skipaði um heimasölu afurða bænda. Gert er ráð fyrir að skýrslan komi út í febrúar. Það var Ágúst Sigurðsson, bóndi í Geitar- skarði, sem sendi erindið inn til Bændasamtakanna í um- boði stjórnar Félags ferðaþjónustubænda.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.