Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 12
Fyrir skömmu var kynnt ný skýrsla nefndar sem fjallað hef- ur um heimasölu afurða bænda. Mikill áhugi er hjá bændum að fá að selja ferðamönnum mat- væli sem búin væru til heima á bæjunum eins og víða er gert í Evrópu. Bændur geta að vísu komið sér upp aðstöðu til að framleiða mat til sölu en kröfur Evrópusambandsins eru svo strangar að það kostar milljónir að koma upp slíku eldhúsi. Á fréttamannafundinum var ein- mitt boðið upp á marga alís- lenska rétti og var þar mikið sælgæti á ferðinni. Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra, sem stýrði frétta- mannafundinum, sagði í samtali við Bændablaðið að hann teldi þróunina í þessum málum hafna hér á landi og að ekki yrði aftur snúið. Hann sagði mikinn áhuga hjá bændum að koma sér upp að- stöðu til matsendar til að mæta óskum bæði innlendra og erlendra ferðamanna um íslenskan heima- tilbúin mat. ,,Ég tel mjög mikilvægt að fylgja þessari skýrslu fast eftir í samstarfi milli margra ráðuneyta, Bændasamtakanna og ferðaþjón- ustubænda,” sagði ráðherra. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdótt- ir, lögfræðingur í landbúnaðar- ráðuneytinu, var formaður nefnd- arinnar sem samdi skýrsluna. Hún sagði að þau Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaskrifstofu- bænda, hefðu farið til Noregs á síðasta ári til að kynna sér stöðu þessara mála í þar. Sagði hún Norðmenn vera komna mun lengra í þessum málum en Íslend- ingar. Þeir hefðu sankað að sér efni um boð og bönn Evrópusam- bandsins. Í þeim væri ýmislegt sem hægt er að komast fram hjá eða reyna að fá undanþágu frá. Norðmenn eru að semja viðmið- unarreglur í málinu og munu Ís- lendingar fá þær í hendur þegar þær verða tilbúnar. Í nefndinni áttu sæti auk Ingi- bjargar Ólafar, Marteinn Njáls- son, formaður Félags ferðaþjón- ustubænda, Baldvin Valgarðsson, forstjóri á matvælasviði Umhverf- isstofnunar, Laufey Haraldsdóttir, dýralæknir og kennari við Hóla- skóla og Bjarni Guðmundsson, prófessor við Landbúnaðarhá- skóla Íslands. Í skýrslunni leggur nefndin til átta tillögur í málinu sem beinast annarsvegar að bænd- um sjálfum og hins vegar ríkis- valdinu. 12 Þriðjudagur 8. febrúar 2005                                           !" " #! $%!&'(") !"'" ) #! "*+),,!$!-$ !-. ) " "'(% /) *0$#1  /)!! ! 2 0  "  %$!) /1 !'(")*0$%!! /.)3! )'4!$ ) %$!"!! 0//!  2-  )*0 $/)1/! )" % )!)   " "'(% /)*0#/  $#&'5 '6 )'!$)+7)')" " !)" "#! #8 !&1/!/ !$6) !) !  " "  3 !  ) ! 9)": ;.%!/"$ ) ! " "/) ! )  /<. )=! !>: ;?    ! )/"97,/)" "/ !  )$"!+7) @/!  A 5! "B ) =/%,'" "/!"/)!    /!)$ .%!/"$ )   < 2CCD" 1  /%!  $0 !E"   ) " " /)-#=" - % . ! ' )" "? #! " "$/)#6 !/    =  A")  ! 'D !! !FG" " -$) $ ! /!/*  !- $ #)% / "$/!# # )@  1 # *  # ") $.$) ) )! /!  ! ) -6$H'" )6/+/ #" " +7)" ""/ $#F&'5 '6 )?                                      !  "           Mikil ánægja kom fram á frétta- mannafundinum þar sem skýrsla um heimasölu afurða bænda var kynnt. Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, þakkaði landbún- aðarráðherra fyrir það að hafa komið þessu máli af stað. Hann sagði það hafa verið mjög í umræðunni hjá ferðaþjón- ustubændum að koma þessu máli í kring. Það væri heiður fyrir Ferðaþjón- ustu bænda að fá að taka þátt í svona verkefni því það væri mikilvægt að koma að málinu strax í byrjun. Hann benti á að þegar ferðast er um Evrópu sæju menn einmitt svona heimafram- leiðslu til sölu á mörgum bæjunum. Það væri mikil sérstaða fyrir íslenska bænd- ur að geta boðið upp á þjónustu sem þessa. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, byrjaði á að þakka nefndinni fyrir hennar störf. Sagði hann skýrsluna vel unna og í anda þess sem um hefur verið rætt á vettvangi bænda. Haraldur sagði að ferðaþjónust- an væri sú búgrein sem væri hvað fram- sæknust við að leita nýrra leiða og hafi átt hvað mestan þátt í því að styrkja byggðirnar í sveitunum. Varðandi boð og bönn við að selja ferðamönnum mat tók Haraldur dæmi af því að ef bændur fá iðnaðarmenn til sín er þeim boðið að borða með heima- mönnum og það er allt í lagi. Ef selja ætti iðnaðarmönnunum matinn þá mætti það alls ekki því þá þyrftu bændur að uppfylla aðrar reglur. Hann sagði að heimavinnsla matvæla væri menning til Sláturhús í endurnýjun lífdaga? Þegar að því kemur að bændur fara að selja heimaafurðir sínar þarf aðstöðu til slátrunar á því sauðfé eða öðrum gripum sem nota á í þessa matargerð eða sölu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra staðfesti í samtali við Bændablaðið að upp hefði skotið þeirri hugmynd að nota sláturhús SS við Laxá í Leirársveit til þessa. Ekkert hefði þó verið ákveðið í málinu. Sláturhúsinu var lokað vegna þess að það stenst ekki kröfur Evr- ópusambandsins og Bandaríkjanna um búnað þar sem slátrað er fé til kjötútflutnings. Húsið er samt í hinu besta ástandi og gæti vel hentað til þessa verkefnis. Það helsta í tillögunum er að bændur sem nýta vilja sér heimasölu afurða, efli með sér samtök til þess að skilgreina og fylgja eftir þeirri þörf sem hér virðist vera til staðar. Að stjórn- völd og yfirumsjónaaðilar eftir- lits flýti þeirri vinnu sem hafin er við að einfalda framkvæmd eft- irlits með frumframleiðslu, fram- leiðslu og dreifingu matvæla. Að kannaður verði með áhættu- mati grundvöllur tilslakana á kröfu um gerilsneyðingu mjólk- ur og mjólkurvara þegar um milliliðalausa sölu frá frumfram- leiðanda er að ræða.. Að stjórnvöld við mótun reglna gæti eðlilegs samræmis um heilbrigðis- og hollustukröfur á milli afurða að teknu tilliti til mis- munandi eðlist þeirra. Að sam- tök bænda gefi út handbók með öllum helstu upplýsingum um lög og reglur sem í gildi eru. Að þeim aðilum sem hefja vilja heimavinnslu og sölu afurða verði gefin kostur á tilhlýðileg- um námskeiðum um viðfangs- efnið. Að stjórnvöld og bændur leiti samninga um að ákveðinn hluti mjólkurframleiðslu verði heimil- aður til nota í heimavinnslu. Þannig verði ákveðnum hluta mjólkurframleiðslunnar haldið fyrir utan búvörusamninginn. Að samtökin sbr. 1. tillögu leiti eftir fjármunum til að standa straum af ráðgjöf og þekkingar- miðlun um viðfangsefnið til dæmis með 5 ára verkefni sem verði á ábyrgð Bændasamtaka Íslands og/eða landbúnaðar- og umhverfisráðuneyta. Ný skýrsla nefndar sem fjallað hefur um heimasölu afurða bænda Skýrslunni fagnað

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.