Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 8. febrúar 2005 Kjötmjölsverksmiðjunni hefur verið breytt úr verksmiðju sem framleiðir kjötmjöl til sölu á mark- aði og í verksmiðju sem framleiðir kjötmjöl til eyðingar. Það þýðir að verksmiðjan getur ekki lengur selt afurðir sínar heldur þarf að borga fyrir urðun þeirra á sorpförgunar- stað, nú í Kirkjuferjuhjáleigu í Ölf- usi, hjá Sorpstöð Suðurlands. Þar er aðeins tekið við hitameðhöndl- uðum úrgangi og að sögn Guð- mundar Tryggva Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Sorpstöðvarinnar, hefur ekki komið til tals að þeim reglum verði breytt. „Ástæður fyr- ir því eru fleiri en ein,“ segir Tryggvi, „og fyrst að telja að sam- kvæmt starfsleyfi ber okkur að vinna að lágmarks áhættu vegna útbreiðslu smitefna. Hitameð- höndlunin minnkar líka umfang úrgangsins og vatnsinnihald hans. Eftir að hætt var að taka við sorpi af höfuðborgarsvæðinu, er rúmmál annars sorps sem þarf til að hylja sláturúrganginn of lítið, aðallega í sláturtíð. Ómeðhöndlaður sláturúr- gangur er mjög blautur og þarf mikið af þurrefni til að hægt sé að vinna á urðunarsvæðinu.“ „Það eru ýmsar leiðir til við förgun sláturúrgangs á viðunandi hátt,“ segir Cornelis Meyles, sér- fræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Það er samt ljóst að ein leið er alls ekki viðunandi og það er urðun ómeðhöndlaðs sláturúrgangs.“ Á Norðurlandi er unnið að verkefni um jarðgerð sláturúr- gangs, en þar eru ekki notaðar sauðfjárafurðir, vegna hættu á riðusmiti. Hjá SS er þróun í gangi um notkun á hakkavél sem enn- fremur síar vökva úr og síðan eru þurrefnin urðuð. Slíkt lækkar flutningskostnað á úrganginum um 40%. Cornelis segir hökkunina breyta miklu, því órofnar himnur á líffærunum verji þau fyrir rotnun og reynslan sýni að sláturúrgangur rotni jafnvel ekki eftir áratugi á urðunarstað. „Þetta þarf að skoða betur,“ segir hann, „og til greina kemur líka að blanda saman hökk- uðum og pressuðum sláturúrgangi og garðaúrgangi til að jarðgera og stuðla þannig að minnkun úrgangs til urðunar.“ „Markaðslegar forsendur kjöt- mjölsverksmiðjunnar breyttust við kúariðuna,“ segir Torfi, „og síðan þá hefur verið ljóst að móta þyrfti nýja stefnu. Það verður hins vegar ekki gert nema ráðuneyti landbún- aðar og umhverfismála geri það og þar á bæjum hafa málin dregist úr öllu viti. Ég tel lang skynsamlegast að eyða sláturúrgangi í svona verk- smiðju, þar eru allir hlutar hans meðhöndlaðir, þurrefnin, fitan og vökvinn. Sumt af þessum afurðum má nýta í skepnufóður eða land- græðslu og kannski þarf að með- höndla sauðfjárafurðir sér. Þetta mál þarf að leysa. KB-banki leysir það ekki, hann bara lokar ef ráð- herrar halda áfram að snúa sér und- an.“ - fía. Myndlist á Búnaðarþingi Ákveðið hefur verið að efna til myndlistarsamkeppni meðal grunnskólabarna í tengslum við næsta Búnaðarþing. Myndirnar þurfa á einn eða annan hátt að sýna lífið í íslenskum sveitum. Myndum á að skila á A4 blöð- um og á bakhlið þeirra verður að koma fram nafn, heimili og sími. Einnig væri gott að fá net- fang ef um það er að ræða. Veitt verða þrenn verðlaun í upphafi Búnaðarþings 6. mars. Verðlaunamyndirnar verða einnig birtar í Bændablaðinu. Öll inn- send listaverk verða hengd upp í fundarsölum Búnaðarþings. Börn eru hvött til að taka þátt í samkeppninni. Myndlistarkennar- ar eru einnig beðnir um að segja nemendum sínum frá þessari sam- keppni. Myndirnar þurfa að hafa borist til Bændasamtakanna eigi síðar en 23. febrúar. Nánari upp- lýsingar gefur Vilborg Stefáns- dóttir hjá Bændasamtökum Ís- lands. Síminn er 563 0300. Minnt á skil fjárbóka fyrir árið 2004 Eins og fram kom í síðasta blaði eru skil á fjárbókum frá haust- inu 2004 þegar mikil. Rétt er samt að minna á það að loka- frestur til að skila skýrsluhald- inu fyrir þá sem eru þátttakend- ur í gæðastýringu í sauðfjár- rækt er fyrir 1. mars. Stærstur hluti fjárbúa í land- inu er skráður til þátttöku í gæða- stýringunni þannig að þó að mjög stór hópur hafi þegar lokið sínum skilum eru samt fjölmargir sem þurfa á þeim tæpa mánuði sem enn er til stefnu að ganga frá sín- um málum. Á það skal bent að þeir sem ekki hafa skilað skýrsl- um fyrir 1. mars og eru skráðir þátttakendur í gæðastýringu missa rétt sinn til álagsgreiðslna vegna gæðastýringar fyrir framleiðsluna árið 2005. Stofnað hefur verið á Blönduósi fyrirtækið Matgæði ehf. Fyrir- tækinu er ætlað að vera ráðgef- andi á sviði vöruþróunar, rann- sókna- og markaðsstarfs hjá fyr- irtækjum í matvælaiðnaði. Hlut- verk þess er að stuðla að þróun, frumkvöðlastarfi og nýsköpun. Stofnendur eru Blönduósbær, Sölufélag Austur-Húnvetninga, Rannsóknarþjónustan Sýni ehf., Mjólkursamlag Húnvetninga, Norðurós ehf., Húnakaup ehf. og Frumherji hf. - matvælasvið. Soffía M. Gústafsdóttir, verk- efnastjóri Matgæða ehf., segir að byrjað verði á því að ræða við fyr- irtæki í matvælaiðnaði á Norður- landi og kanna hvort þau vilja nýta sér þjónustu fyrirtækisins. Þar er um að ræða ráðgjöf varðandi vöru- þróun og markaðsmál sem og rannsóknavinnu í samstarfi við rannsóknastofuna Sýni. Fyrirtækið var stofnað í kjölfar stefnumótunar í atvinnumálum sem Blönduósbær gerði þar sem stefnt er að því að bærinn verði gerður að sérstökum matvælabæ. Soffía segir að í raun ætti allt Norðurland vestra að koma sér upp ímynd sem matvælasvæði og segist hún lengi hafa haft áhuga á að vinna að því máli og nú fái hún tækifæri til þess í gegnum Mat- gæði ehf. Blönduóssbær óskar skýringa Bæjarstjórn Blönduóss hefur óskað skýringa hjá sjávarút- vegsráðuneytinu á úthlutun byggðakvóta í desember sl. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjar- stjóri á Blönduósi, sagði að í fréttatilkynningu frá sjávarút- vegsráðuneytinu gæfi það sér ýmsar forsendur og ástæður fyrir úthlutun til nær allra byggðalaga en þegar kemur að úthlutun 69 tonna til Blönduóss væri alls engin skýring gefin. Þess vegna sagðist hún hafa rit- að ráðuneytinu eftirfarandi bréf. ,,Á fundi bæjarstjórnar hinn 18. janúar sl. var úthlutun byggða- kvóta samanber reglugerð nr. 960, 6. desember 2004 til almennrar umfjöllunar. Samkvæmt töfluyfirlit sem gefið var út og sýnir úthlutun til einstakra byggða gefur ráðuneytið sér ýmsar forsendur svo sem hag- stæðasta viðmiðunarár, breytingar á aflaheimildum, punktafjölda og fleira. Hvað forsendur úthlutunar fyrir Blönduósbæ og nokkur önn- ur sveitarfélög varðar koma þess- ar forsendur þó ekki fram. Bæjarstjórn Blönduóssbæjar fer þess því hér með á leit við sjávarútvegsráðuneytið að skýrðar verði nánar þær forsendur sem liggja að baki úthlutun byggða- kvóta til Blönduósbæjar, saman- ber reglugerð nr. 960, 6. des. 2004.“ Félag kúabænda á Suðurlandi 20 ára Félag kúabænda á Suðurlandi á 20 ára afmæli þann 13. mars nk. Félagið var stofnað á Hvol- svelli þann 13. mars 1985. Fé- lagssvæðið nær yfir Árnes-, Rangárvalla- og V-Skaftafells- sýslur. Sigurður Loftsson, for- maður félagsins, sagði að í und- irbúningi væri veglegt afmælis- rit þar sem litið verður til baka yfir þau 20 ár sem liðin eru frá stofnun félagsins og þróun í greininni skoðuð bæði á félags- legum og faglegum nótum. Þá verða í ritinu viðtöl við starf- andi bændur í greininni og aðra aðila henni tengda þar sem horft verður til framtíðar. Aðalfundur Landsambands kúabænda verður haldinn 8. og 9. apríl á Hótel Selfossi og endar á árshátíð kúabænda laugardags- kvöldið 9. apríl. Segir Sigurður að það megi telja hápunkt afmælisins enda sé ekki ætlunin að setja fé- lagið sem slíkt á oddinn heldur greinina sjálfa. Öllu starfsfólki kjötmjölsverksmiðju Förgunar á Suðurlandi var sagt upp um síðustu mánaðamót, með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Torfi Ás- kelsson, framkvæmdastjóri verksmiðjunnar, segir ekki ljóst á þessi stigi hvort verksmiðjan muni starfa allan þann tíma. KB-banki eignaðist verk- smiðjuna eftir að fyrri rekstraraðili varð gjald- þrota. Helgi Sigurðsson, lögfræðingur bankans, segir viðræður hafa átt sér stað við bæði umhverf- is- og landbúnaðarráðuneyti um framtíð verk- smiðjunnar. „Verksmiðjan er og hefur verið rekin með halla síðan hún hætti að geta framleitt fyrir sölumarkað eftir að kúariðan breytti öllum kjöt- mjölsmarkaði,“ segir Helgi. „Ef stjórnvöld vilja fara þessa leið í förgun sláturúrgangs verða þau að tryggja fjárhagslegan grundvöll reksturs verk- smiðjunnar, með úrvinnslugjaldi eða á annan hátt.“ Kjötmjölsverksmiðja Förguna Kjötmjölinu verður lokað Matgæði ehf. á Blönduósi Nýtt ráðgjafar- og markaðsfyrirtæki Hér má sjá Vattarnesvita á Vattarnesi við Reyðarfjörð. Vitinn var reistur árið 1957 og er steinsteyptur. Vita- turninn sjálfur er 9,3 m hár en með ljóshúsi er hann 12,3 m á hæð. Ljóshúsið er sænskt, úr járnsteypu, og var á vita sem stóð á Vattarnesi árin 1912 til 1957. Birtuskilyrði voru afar sérstök þegar myndin var tekin í lok janúar. Ef vel er að gáð má sjá mánann glenna sig efst á myndinni. Innganga í Ferða- þjónustu bænda Þeir bændur sem hafa hug á aðild að Félagi ferðaþjón- ustubænda og komast í bæk- ling Ferðaþjónustu bænda fyrir sumarið 2005 eru beðn- ir um að senda inn umsókn fyrir 22. febrúar. Vinna við útgáfu íslenska bæklingsins er komin í gang og verður hann tilbúinn fyrir Ferða- torgið sem haldið verður 2. og 3. apríl. Nánari upplýs- ingar varðandi leyfi, flokkun gistingar og umsóknareyðu- blöð er að finna á heimasíð- unni www.sveit.is. Þá er einnig hægt að hafa samband við Berglindi gæðastjóra í síma 570-2707.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.