Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 22
22 Þriðjudagur 8. febrúar 2005 Árið 1986 hófu Mýramaður- inn Sigurður Bjarnason og kona hans Birna Rafnkelsdóttir starf- semi loðdýrabús á Klettabrekku - skammt frá Höfn í Hornafirði. Á þessum árum létu sumir ráða- menn í veðri vaka að loðdýra- ræktin væri heppileg aukabúgrein - og auðveld að auki. Staðreyndin var önnur. Fyrsta árið voru þau með 450 læður en illa gekk að selja skinn og þekking á loðdýra- rækt var mun minni en æskilegt hefði verið. Árið 1992 hættu þau í greininni og sneru sér að öðru. „En það var erfitt að horfa á tóm húsin þannig að þremur árum síð- ar við byrjuðum aftur,“ sagði Sig- urður þegar Bændablaðið hitti hann fyrir skömmu. Nú eru læð- urnar orðnar 1000 og hlutirnir ganga betur þrátt fyrir lágt gengi dollarsins og sterka krónu. Ís- lenskir loðdýrabændur hafa náð því marki að standa jafnfætis bróðurparti danskra starfsbræðra í gæðum og stærð en enn er nokk- uð eftir upp á toppinn. Í upphafi var talið heppilegt að loðdýra- bóndi væri með 600 læður en nú er talan komin í 1500. Sigurður segir að loðdýrarækt geti aldrei verið aukastarf eða aukbúgrein - þetta hafi verið al- gengur misskilningur í upphafi. Þau hjón starfa bæði við búið og Sigurður blandar sjálfur fóðrið í minkana. Hráefnið kemur víða að og uppskriftin er ættuð frá loð- dýraráðunautnum Einari Einars- syni. Nákvæmni er upphaf og endir fóðurgerðar, segir Sigurður og sýnir blaðamanni tæki og tól sem hann notar við að blanda matinn ofan í loðdýrin. „Það er ekki nóg að gefa þeim mikið að éta. Fóðrið verður að vera rétt blandað.“ Búið á Klettabrekku er eina sinnar tegundar á stóru svæði þannig að samvinna við fóðurgerð er útilokuð. En gæti Sigurður útbúið fóður fyrir fleiri bú ef þau væru í nágrenni við hann? Sigurður vill ekki útiloka það, tæki og aðstaða sé fyrir hendi en bendir á að fljótlega mundi koma upp sú staða að það þyrfti mann í fóðurstöðina - og þetta væri einfaldlega spurning um hagkvæmni og vinnuálag á eigendur búanna. „Meðan búið er af þessari stærð þá ræð ég við að útbúa fóðrið í dýrin og hugsa um þau að undanskildum álagstímum svo sem pelsunartíma, „ sagði Sigurður. „Við höfum aðeins rætt þann möguleika að fjölga dýrum en ekki tekið ákvörðun um það. Það er gott að vera með loðdýra- bú hérna. Umhverfið er gott. Lík- lega er ekki hægt að finna betra fólk á landinu en einmitt hér!“ Smám saman hafa skinnin frá Klettabrekku verið að batna og þakkar Sigurður það innflutningi Sambands íslenskra loðdýra- bænda á högnum og hvolpum, en SÍL er með einangrunarbú í Vopnafirði og kynbótabú í Skagafirði. Sigurður segir að þessi starfsemi SÍL sé lykillinn að betri árangri. Hann bætir því við að það sé með ólíkindum hvað afkvæmi innfluttra kynbótadýra séu miklu fallegri og betri en ef menn treystu alfarið á eigin stofn. Loðdýrabóndinn segir að tíminn sem líði frá því að nýtt blóð komi í stofninn og þar til hægt sé að sjá árangurinn sé stuttur. „Það er ein- mitt þessi stutti tími sem gefur búgreininni gildi. Loðdýrabónd- inn þarf ekki að bíða í langan tíma,“ sagði Sigurður. „Ef maður sér aldrei fallegt dýr þá veit mað- ur ekki að hverju á að leita. Það er líka merkilegt að dýrin virðast alltaf geta orðið stærri og gæða- meiri .“ Nú eru komin 74 dýr frá kynbótabúi SÍL í loðdýrahópinn á Klettabrekku. Þar af eru 10 högnar sem fluttir hafa verið inn frá Danmörku. Búast má við að Sigurður og Birna eigi eftir að vera ánægð með hvolpana sem eru væntanlegir í heiminn í apríl og maí. Loðdýrarækt getur aldrei verið aukastarf segir Sigurður Bjarnason á Klettabrekku Hagstofa Íslands birtir mánaðarlega breytingar á vísitölu neyslu- verðs. Þar má m.a. fylgjast með breytingum á verðþróun matvæla. Oft er þó líka spurt hvað kostar lítri af mjólk eða kíló af kjöti. Hafa verður í huga að mælingar Hagstofunnar eru ekki ætlaðar til að mæla hæð á verðlagi heldur verðþróun. Það getur þó verið fróðlegt að skoða einingaverð sem liggja þarna að baki og birtir Hagstofan að jafnaði einu sinni á ári verð í febrúar, maí, ágúst og nóvember. Meðfylgjandi tafla sýnir verð á nokkrum kjöt- og mjólkurvörum í nóvember árin 2002, 2003 og 2004. Glöggt má sjá þá niðursveiflu sem varð á kjötverði á árinu 2003 vegna ójafnvæg- is á markaðnum. Einnig þann stöðugleika sem ríkt hefur á verði mjólkurverði síðustu 2 á. Til glöggvunar má geta þess að á þessu tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 6,38%. /EB Vara nóv.02 nóv.03 nóv.04 Nautafilé 2.596 2330 2535 -2,34% Nautagúllas 1.387 1274 1607 15,81% Nautahakk 922 783 953 3,38% Svínakótilettur 957 866 1047 9,32% Svínalundir 1.819 1589 1825 0,33% Svínagúllas 952 875 1049 10,18% Lambakjöt, súpukjöt 550 476 517 -5,97% Lambakjöt, kótelettur 1.177 1215 1300 10,46% Lambakjöt, læri 1.044 867 761 -27,11% Lambakjöt, lærisneiðar 1.204 1462 1460 21,21% Lambakjöt, hryggir 1.116 884 910 -18,52% Lambahryggvöði, lundir og innanlæri 2.629 2501 2301 -12,47% Kjúklingar, frosnir 521 338 351 -32,58% Kjúklingar, ferskir í heilu 587 624 621 5,85% Hamborgarhryggur og reykt svínakjöt annað 1.099 1039 1089 -0,89% Mjólk 81 83 82 0,99% Rjómi 167 172 171 2,06% Kókómjólk 58 61 58 -0,70% Gouda 17% 894 918 914 2,25% Egg 352 370 377 7,07% Smjör 234 223 226 -3,62% Vísitala neysluverðs 125,3 128,5 133,3 6,38% Sigríður Anna Þórðardóttir hef- ur kynnt í ríkisstjórn frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villt- um spendýrum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umhverfis- ráðherra verði heimilt að tak- marka veiðar við ákveðna daga og ákveðinn tíma sólarhringsins og að ráðherra geti við tilteknar aðstæður bannað sölu á veiði- bráð. Frumvarpið er lagt fram til þess að rjúpnaveiðar geti hafist aftur. Í tilkynningu frá umhverfisráð- herra um frumvarið segir að frá því að rjúpnaveiðar voru bannaðar árið 2003 hafi rjúpnastofninn tvö- faldast á milli áranna 2003 og 2004 sem sýni að stofninn sé í upp- sveiflu. Tryggja á að rjúpnaveiðar verði sjálfbærar í framtíðinni svo að ekki þurfi aftur að grípa til veiðibanna. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að ráðherra geti takmarkað veiðar við ákveðna daga og ákveð- inn tíma sólarhringsins. Sömuleiðis að umhverfisráðherra verði heimilt að setja sölubann á þá fugla sem undir lögin falla. Ekki verður heimilt að setja kvóta á veiðarnar. Þegar rjúpnabannið var sett á 2003 urðu miklar umræður um sölubann og hvort ekki væri hægt að setja það á í stað þess að banna veiðarnar. Þá var það niðurstaðan að sölubann gæti aldrei gengið upp því fram hjá því væri auðvelt að komast og veiðibann var sett á. Hvað kosta búvörur úti í búð?Rjúpnafrumvarpið komið fram Landgræðsla ríkisins auglýsir til umsóknar styrki úr Landbótasjóði Landeigendur, félagasamtök og aðrir umráðahafar lands geta sótt um styrk úr Landbótasjóði. Þau verkefni sem hæf eru til að hljóta styrk úr sjóðnum þurfa að falla að markmiðum og áherslum landgræðsluáætlunar 2003 - 2014. Áhersla verður lögð á að styrkja m.a.: Landbætur sem viðurkenndar eru af Landgræðslu ríkisins, þ.m.t. stöðvun hraðfara jarðvegsrofs, uppgræðsla og skipulag landnýtingar. Bætta beitarstjórnun á afréttum og öðrum sameiginlegum beitarsvæðum þ.m.t. friðun viðkvæmra svæða og rofsvæða svo og afmörkun á beitarhæfum svæðum. Heildarframlag í Landbótasjóð á árinu 2005 er 15 milljónir kr. Hámarksfjárhæð styrks getur numið allt að 2/3 kostnaðar vegna vinnu, tækja og hráefnis. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur fyrir Landbótasjóð eru á heimasíðu Landgræðslu ríkisins (http://www.land.is). Nánari upplýsingar eru veittar á héraðssetrum Landgræðslunnar og í Gunnarsholti. Skila skal umsóknum til Landgræðslu ríkisins í síðasta lagi 4. mars 2005.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.