Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 8. febrúar 2005 5 Starfsmenn Neytendasamtak- anna fóru í nokkrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu og mældu hitastig í kjarna kældrar mat- vöru úr kjötborðum, kælum og frystum. Mismargar mælingar voru framkvæmdar í hverri verslun, t.d. var sums staðar að- eins einn kælir til staðar, annars staðar var mælt í fleirum kælum og/eða frystum. Í öllum tilvikum voru mæling- ar framkvæmdar í samstarfi við starfsmenn verslana. Einnig var hitastig í matvælum mælt á nokkr- um bensínstöðvum, en það hefur færst í vöxt að þar séu ýmis mat- væli á boðstólum. Tilgangur könnunarinnar var að kanna hvort ákvæðum matvæla- reglugerðar um kælihitastig væri framfylgt en geymsluþol matvæla ræðst af því að svo sé. Minnt er á að kæling er einn mikilvægasti ör- yggisþátturinn í sambandi við framleiðslu og dreifingu matvæla. Því er mikilvægt að kælikeðjan sé óslitin frá framleiðanda til neyt- anda. Hvaða verslanir komu best út? Niðurstaða mælinga Neytenda- samtakanna er í stuttu máli sú að Bónus í Hafnarfirði, Kjöthöllin í Skipholti og Krónan á Bíldshöfða fá engar athugsemdir. Hitastig í hakkinu í kjötborðinu í Kjöthöll- inni mældist meira að segja - 1,2°C, án þess að vera frosið. Þannig standast aðeins 3 af 17 verslunum, eða 18%, reglugerð með tilliti til kælistigs matvöru. Með öðrum orðum, þá eru gerðar athugasemdir við hitastig í 82% þeirra verslana sem athugaðar voru. Þetta verður að teljast allt of hátt hlutfall. Þetta þarf að laga Verulega slæmar niðurstöður voru þó fáar en helst ber að nefna 12.9°C hita í SS sviðasultu hjá Ol- ís við Álfheima og frystana í Nóatúni Austurveri. Þar mældist minnsta frostið -7,7°C og einnig það næstminnsta eða -13,2°C. Annað sem kom á óvart var að mjólkin skuli ekki vera kaldari en mældist hjá Esso í Borgartúni. Væri forvitnilegt að vita hvaða hitastig væri í mjólkinni þegar hún er afhent. Annars er aðeins þrisvar mælt 7°C eða meir í kælivöru, sem gerir þá vöru áhættusamari en aðrar. Frystistig -15°C eða heitara mæld- ist of oft eða í um þriðjungi til- vika. Þetta verður að laga. Fréttin kemur fram á vef Neytendasam- takanna. Fer batnandi Konráð Konráðsson, dýralæknir og fyrrum heilbrigðisfulltrúi, segir að enda þótt gerðar séu athuga- semdir í 82% tilfella við hitastig séu frávikin oft lítil. Hitastig í kælivörum hafi ábygglega batnað á undanförnum árum enda hafi nú til dags margar verslanir eftirlits- kerfi og gæðastjóra sem fylgist með þessum þáttum. Hann segir að erfitt sé að komast hjá því að gerlar séu í landbúnaðarfram- leiðslu alveg frá bónda til borðs. Þess vegna er það mjög mikilvægt á öllum stigum framleiðslunnar að enginn liður varðandi kælinguna bresti og allir geri sitt besta til að tryggja öryggi neytandans. Kæ- lingin í verslununum er lokaliður áður en varan fer til neytandans og því verður hún að vera í lagi. Kæ- lingin á að vera 0 til 4 gráður í kæli. Ef hún er 4,1 gráða þá telst hún ekki vera í lagi og gerð er at- hugasemd við það í könnuninni. Þetta segir Konráð að séu í raun lítil frávik sem verði þó að taka tillit til. Sömuleiðis sé frystingin frekar spurning um gæði matvæla en heilbrigði, hvort frostið er einni gráðunni hærra eða lægra, en reglugerðin segir -18°C og henni verður að fylgja. ,,Að mínu mati eru framfarirn- ar miklar á þessu sviði enda þótt alltaf sé eitthvað hægt að finna að,“ sagði Konráð Konráðsson. Neytendasamtökin könnuðu hitastig matvara í verslunum Gerðu athuga- semdir í næstum öllum búðunum! www.bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.