Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 20
20 Þriðjudagur 8. febrúar 2005 Hér má sjá Glámu sem er nythæsta kýr landsins árið 2004. Við Hlið hennar er Skræpa sem var nythæst árið 2003. Þær stöllur eru þarna í fjósinu í Stóru Hildisey. Það merkilega er að Skræpa mjólkaði um 8.000 lítra á síðasta ári með tvo spena, hinir tveir eru ónýtir og Gláma mjólk- aði tæplega 13 þúsund með sína fjóra. Eins og komið hefur fram ætlar umhverfisráðherra að leggja fram lagafrumvarp þess efnis að rjúpnaveiðar hefjist aftur í haust. Þar er gert ráð fyrir að ráðherra geti takmarkað veið- arnar við ákveðna daga og ákveðinn tíma sólarhringsins og fjölda veiddra fugla á veiði- mann. Ennfremur að umhverf- isráðherra geti bannað sölu á rjúpu sem þýðir hvers konar af- hendingu gegn gjaldi. Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda og bóndi í Suður-Bár í Grundarfirði, segir að margir ferðaþjónustu- bændur hafi haft skotveiðimenn í viðskiptum. Þeir komi og skjóti rjúpur, gæsir eða endur og greiði fyrir skotleyfi. Margir kaupa líka gistingu og fæði. Þannig hafi ferðaþjónustubændur nokkrar tekjur af þessu og því skipti rjúpnafrumvarpið þá máli. Hann bendir á að vísindamenn hafi sagt að rjúpnastofninn hafi hrunið vegna stjórnlausrar veiði áður en til friðunar kom. ,,Þá dettur manni í hug lög um lax- og silungsveiði og hvernig það form varð til. Vegna þeirra mynduðu eigendur veiðiáa með sér veiðifélög sem síðan leigðu árnar til leigutaka. Ákveðið marg- ar stengur eru leyfðar í hverri á. Þeim má ekki fjölga nema með leyfi yfirvalda. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé hægt að koma á svipuðum lögum um rjúpnaveiðar og aðrar fuglaveið- ar. Að mínum dómi er það þrennt sem getur gerst. Í fyrsta lagi að rjúpnaveiðar verði bannaðar með öllu. Í öðru lagi að rjúpnaveiði- menn fái sitt fram og veiði rjúpu sem almenningseign leyfð með ákveðnum takmörkunum og í þriðja lagi að einhver hagsmuna- hópur taki að sér að stjórna veið- unum með faglegri aðstoð þar sem fylgst yrði með afkomu stofna á veiðisvæðum. Það er með rjúpur eins og lax, þær eru stað- bundinn stofn sem heldur sig á ákveðnum veiðisvæðum. Við deilum við skotveiðimenn um þetta því þeir telja rjúpuna flökkufugl og hún sé því ekki bundin eignarlandi. Það teljum við rangt. Það mætti alveg eins taka dúntekjur af bændum og segja að æðarfuglinn sé flökku- fugl sem færi sig á milli jarða,“ segir Marteinn. Hann er ekki að öllu leyti sátt- ur við frumvarpið. Hann bendir á að margir bændur hafi haft tekjur af því að veiða og selja rjúpur í löndum sínum en verði sala bönn- uð þá skerði það tekjur bændur af hlunnindum á sínu landi. „Ferðaþjónusta bænda gæti t.d. með sölukerfi sínu haldið utan um markaðssetningu á veiðisvæð- um í samvinnu við heimamenn, t.d. með útgáfu skotveiðibæklings og kynningu á vefsíðum. Slíkt hlyti að vera til hægindaauka fyrir skotveiðimenn, að geta gengið að slíkum upplýsingum, í stað þess að ganga á milli landeigenda í leit að skotleyfum.“ Íbúar Víkur í Mýrdal blótuðu þorra eins og margir aðrir Ís- lendingar laug- ardaginn 22. janúar sl. og fór blótið fram að Leikskálum. Sveinn Pálsson sveitarstjóri átti sæti í undirbún- ingsnefndinni og sagði hann skemmtunina hafa farið af- skaplega vel fram í alla staði. Fólk hafi blótað þorra með því að borða mikið af góðum mat sem rennt var niður með við- eigandi veigum. Gestir í blótinu voru á milli 170 og 180. Víkurbú- ar halda árlega þorrablót sem heitir einfaldlega þorrablót Víkur- búa. Íbúar þorpsins sjá um undirbúninginn til skiptis þannig að hver skemmtinefnd kýs fulltrúa í þá næstu. Þannig gengur þetta eins og sjálfs- eignarfélag. Fjörugt þorrablót í Vík Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda Stofna þarf hagsmunafélag landeigenda á skotveiðisvæðum Bú með fleiri en 10 árskýr sem voru með 500 kg af verðefnum úr mjólk eða meira eftir kúna árið 2004 Eigandi Árskýr Mjólk Verðefni Stóra-Hildisey II, A-Landeyjum 33,4 7.376 556 Miðhjáleiga, A-Landeyjum 32,6 7.157 540 Stóru-Akrar, Akrahreppi 36,8 6.842 514 Einholt, Hornafirði 54,2 6.932 513 Hólmar, A-Landeyjum 24,8 6.822 512 Helgastaðir, Borgarbyggð 21,1 6.919 511 Voðmúlastaðir, A-Landeyjum 28,5 6.698 506 Saurbær, Holtum 32,3 6.392 503 Kirkjulækur II, Fljótshlíð 35,2 7.183 501 Birtingaholt I, Hrunamannahr. 43,3 6.504 501 Hvammur, Eyjafjarðarsveit 42,8 6.425 500 Tafla 1. Nokkrar fjölda- og meðaltalstölur úr skýrsluhaldinu árið 2004 Búnaðarsamband Fjöldi búa Fjöldi Árskýr Nyt, kg Kjarn-fóður Kjalarnesþings 5 198 29,3 4.864 1.034 Borgarfjarðar 61 2.303 28,4 5.079 887 Snæfellinga 26 876 24,6 5.320 758 Dalasýslu 16 556 25,1 4.795 922 Vestfjarða 25 804 24,0 4.697 828 Strandamanna 1 38 30,3 5.083 1.102 V-Húnavatnssýslu 20 655 23,8 5.142 930 A-Húnavatnssýslu 34 1.083 30,9 5.037 952 Skagfirðinga 62 2.626 30,8 5.357 918 Eyjafjarðar 109 5.532 36,8 5.158 915 S-Þingeyinga 69 1.986 21,6 5.132 941 Austurlands 32 1.147 27,1 4.813 1.025 A-Skaftafellssýslu 12 472 29,4 5.595 1.205 V-Skaft., Rang. 113 4.642 28,3 5.422 865 Árnessýslu 123 5.813 33,3 5.415 1.059 Landið allt 709 28.731 29,3 5.229 942 Tafla 2. Kýr sem skiluðu yfir 800 kg af verðefnum í mjólk á árinu 2004 Nafn Nr. Faðir Nr. Mjólk MF+MP Bær Gláma 913 Krossi 91032 12.762 918 Stóru-Hildisey II, A-Landeyjum Svört 059 Kani 97160 10.008 889 Voðmúlastöðum, A-Landeyjum Gígja 256 Hafur 90026 11.677 864 Einholti II, Hornafjarðarbæ Hryðja 227 99999 11.013 815 Einholti II, Hornafjarðarbæ Grýla 541 99999 9.648 814 Hofsá, Svarfaðardalshr. Smella 331 Smellur 92028 10.731 810 Stóru-Hildisey II, A-Landeyjum Ragnar Þorsteinsson frá Ytri-Sólheimum hellir brennivíni í staup. Símon Gunnarsson og Sveinn Páls- son fluttu annalinn.Salurinn var þéttsetinn í Leikskálum í Vík. Bændablaðsmyndir / Jónas Þórir Kjartansson forstjóri Víkurprjóns var sögumaður. Jón Hjálmarsson tók sig vel út í vík- ingagallanum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.