Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 8. febrúar 2005 25 Liðinn er áratugur síðan Birna á Hákonarstöðum dró fram akríllitina og hóf að skapa myndverk á grjót sem bóndi hennar fann í heiðinni fyrir ofan bæinn. Steinarnir eru óregluleg- ir í laginu - eins og steinar eiga að vera - og þeir eru þunnir, harðir og eggsléttir. Gjarnan er skóf á þeim sem Birna nýtir til hins ýtrasta. Hin seinni ár hefur hún líka skapað laufabrauð í ýmsum stærðum úr postulíns- leir. „Þetta er betra en að sitja auðum höndum,“ sagði hús- freyjan á Hákonarstöðum, Birna Jóhannsdóttir, sem í upp- hafi ætlaði bara að útbúa skraut úr steinum til að hafa í garðin- um við húsið. Eins og sjá má á meðfylgj- andi myndum hefur grjótið öðl- ast nýtt líf eftir að Birna hefur skapað á þeim ótrúlega falleg listaverk. Skemmtilegast finnst Birnu að skapa nýtt og fram- andi landslag - með sterkum ís- lenskum einkennum - en marg- oft hefur hún líka málað á stein- ana eftir pöntun. Þá koma menn með ljósmyndir til hennar og á stundum hafa viðskiptavinirnir líka komið með heppilega steina. Skófirnar á steinunum eru af ýmsum toga sem Birna nýtir á margvíslegan hátt. Hæfileikinn til listsköpunar hefur ætíð blundað í Birnu sem gjarnan festi mynd á blað þegar hún var í barnaskóla, en þegar „alvara lífsins“ tók við varð list- in að víkja. Á seinni árum hefur hún tekið þátt í handverkssýn- ingum svo sem að Hrafnagili og verk hennar eru fáanleg á sumr- in í galleríi í Klausturseli í Jök- uldal, en allt árið í Jólagarðin- um í Eyjafirði, Jólahúsinu við Skólavörðustíg og Litlu jólabúð- inni á Grundarstíg. Ferðamenn hafa sýnt litlu laufabrauðskök- unum mikinn áhuga. „Ég hef haft nóg að gera við að búa til laufabrauðið og stein- arnir hafa orðið svolítið útund- an,“ sagði Birna. Þess má geta að laufabrauðin eru í laglegum gjafaöskjum og þeim fylgir ör- smár bæklingur með uppskrift að „venjulegu“ laufabrauði á ensku og þýsku. Síminn hjá Birnu er 471 1063. Nú er unnið að gerð sjö útivist- arkorta af norðausturhorni landsins, þ.e. frá Bakkafirði að Eyjafirði, og mun Atvinnuþró- unarfélag Þingeyinga halda utan um verkið. Fyrstu fjögur kortin verða tilbúin í apríl nk. en þrjú koma út í febrúar á næsta ári. Þriggja manna verkefnisstjórn skipa Gunnar Jóhannsson og Tryggvi Finnsson frá Atvinnu- þróunarfélagi og Helgi M. Arn- grímsson verkefnisstjóri. Atvinnuþróunarfélagið ber fjárhagslega ábyrgð á verkinu en sveitarfélögin munu leggja fram um helming kostnaðar, hinn helm- ingurinn verður fjármagnaður með auglýsingum og styrkjum. Sveitar- félögin á svæðinu leggja til aðstoð við gerð útivistarkortanna. Hvert sveitarfélag skipar allt að þriggja manna nefnd sem sjá mun um samantekt upplýsinga á sínu svæði. Helgi M. Arngrímsson verk- efnastjóri sagði að inn á kortin yrðu settar allar gönguleiðir sem vitað er um, bæði stuttar og langar. Sömuleiðis allar þekktar reiðleiðir og jafnvel snjósleðaleiðir. Þá verða gefnir upp GPS punktar við upphaf allra leiða og þar sem eru merkir staðir á leiðinni. ,,Sem dæmi má nefna að þegar farin er gönguleiðin frá Hólsseli niður í Þistilfjörð þá er farið fram hjá gangnamannaskýlum og þau verða öll sett inn á kortið og GPS punktar gefnir upp. Það verður einnig gert við vöð á þeim ám sem farið er yfir á leiðinni. Í raun má orða þetta svo að inn á kortin verð- ur sett allt sem heimamenn vilja benda aðkomumönnum á á sínu svæði.“ sagði Helgi. Á bakhlið kortanna verður lýs- ing á hverri leið og sagt frá þeim náttúruperlum og merku stöðum sem eru á viðkomandi korti. Kort- in verða öll í mælikvarðanum 1:100.000 og verða öll 50 x 70 cm að stærð. Í vor er leið sá Helgi um gerð þriggja göngu- og útivistarkorta um svæðið austur á Héraði og Vopnafirði og eru þau kort sem unnið er að nú með sama sniði. Myndin hér að ofan sýnir steina sem Birna hefur málað en á neðri myndinni er laufabrauð úr postulíni. Birna á Hákonarstöðum. Unnið að gerð göngu- og útvist- arkorta frá Bakkafirði að Eyjafirði Á stjórnarfundi Bændasamtaka Íslands í síðustu viku var rætt um þau áhrif sem breyting á framleiðslu, sölu og dreifingu rafmagns í landinu mun hafa á bændur og búrekstur í landinu. Haraldur Benediktsson, formað- ur BÍ, sagði að samtökin hefðu fylgst náið með þróun mála og gefið umsagnir um breytingarn- ar. Ætlunin er að semja við nokkra bændur að fylgjast með raforkunotkun og kostnaði og gefa BÍ allar nauðsynlegar upplýsingar. „Við höfum verið beðin um að bíða þar til búið er að innheimta samkvæmt nýjum reglum. Þá munum við líka leggjast yfir þessa vinnu og gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja hags- muni bænda,“ sagði Haraldur. Á stjórnarfundi BÍ kynnti Sveinn Ingvarsson, stjórnarmaður BÍ, ályktun stjórnar RARIK vegna nýrra raforkulaga. Stjórn BÍ lýsti samhljóða eindregnum stuðn- ingi við ályktun stjórnar RARIK frá 29.desember en þar segir að stjórn RARIK telji nauðsynlegt að draga úr þeirri mismunun sem að öllu óbreyttu stefnir í samfara nýju umhverfi raforkumála. „Þessi mis- munun bitnar fyrst og fremst á við- skiptavinum fyrirtækisins í dreif- býli,“ segir í samþykktinni. Haraldur sagði að breytingar í rafmagnsmálum mættu ekki skapa ójafnvægi á milli dreifbýlis og þéttbýlis. „Hér er á ferð gífurlega mikið hagsmunamál fyrir bændur og aðra sem í dreifbýli búa. Bændasamtökin hafa lagt mikla vinnu í þetta mál nú þegar og munu bregðast við,“ sagði Harald- ur. „Í öllum þeim umsögnum sem BÍ sendu frá sér var lögð áhersla á að fyrirhugaðar breytingar mættu ekki íþyngja þeim sem búa í dreif- býli umfram aðra.“ Haraldur sagði að það væri vissulega fagnaðarefni að raforkuverð til fyrirtækja á landsbyggðinni ætti að lækka, en hann lagði áherslu á að málið yrði skoðað í heild strax og búið væri að senda út rafmagnsreikninga og menn hefðu gert sér grein fyrir raunverulegum breytingum. Stjórn BÍ ræðir rafmagnsmálin

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.