Bændablaðið - 27.01.2006, Side 1
Auglýsingasíminn er 563 0300
Netfang augl@bondi.is
Næsta blað kemur
út 14. febrúar
Upplag Bændablaðsins
14.167
Þriðjudagur 31. janúar 2006
2. tölublað 12. árgangur
Blað nr. 231
Lítil vatnsföll Brunavarnir
Virkjun
getur
malað
gull!
2
25
Brunavið-
vörunar-
kerfi fyrir
gripahús
Landbúnaðarráð-
herra með fimm ný
lagafrumvörp um
lax- og silungsveiði:
Skerpt á
allri stjórn-
sýslu veiði-
mála
„Við endurskoðun á löggjöf um
lax og silungsveiði hefur verið
áhersluatriði af minni hálfu að
þessi mikilvæga auðlind lands-
byggðarinnar standi áfram
sterkum fótum í löggjöfinni.
Endurskoðun á lagaumhverfi
hennar var jafnframt orðin
brýn og þar sem málið er mjög
flókið og sömuleiðis viðkvæmt
þurfi að kalla til þá lögfræðinga
sem best þekkja til eignarréttar
og hlunnindanýtingar,“ segir
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra.
Samþykkt hefur verið í ríkis-
stjórn að leggja fyrir Alþingi þrjú
lagafrumvörp landbúnaðarráð-
herra sem snúa að lax- og silungs-
veiði, en á síðustu misserum hefur
nefnd á vegum ráðherrans unnið
að endurskoðun á lögum um lax-
og silungsveiði nr. 76/1970. Tvö
önnur lagafrumvörp sem snerta
þennan málaflokk verða svo
væntanlega afgreidd frá ríkisstjórn
alveg á næstunni, en ætlunin er að
öll fimm frumvörpin verði orðin
að lögum nú á vorþingi.
Sjá bls. 14.
Bændur vilja ekki selja
Hótel Sögu og Hótel Ísland
Í upphafi búnaðarþings í gær fengu þingfulltrúar margvísleg skjöl sem vörðuðu tilboðið. Baldvin Kr. Baldvinsson í Torfunesi (t.v.) og Guðmundur
Jónsson á Reykjum, voru að velta vöngum yfir tilboðinu þegar myndin var tekin í gær.
Fulltrúar á búnaðarþingi, sem haldið
var í gær til að taka afstöðu til
kauptilboðs í Hótel Sögu og Hótel
Ísland, höfnuðu því að selja hótelin.
Niðurstaðan var mjög afgerandi. “Nei”
sögðu 36 en “já” 13. Enginn skilaði
auðu. Atkvæðagreiðslan var leynileg.
Haraldur Benediktsson, formaður
Bændasamtaka Íslands, sagði að með því
að kalla saman búnaðarþing til að fjalla
um kauptilboðið, hefði stjórn BÍ verið að
framkvæma ítrekaðan vilja búnaðarþinga.
“Á búnaðarþinginu í fyrra var það mat
margra þingfulltrúa að stjórn BÍ bæri að
stefna ákveðið að því að selja hótelin.
Þegar stjórnin fékk tilboð í eignirnar fyrir
skömmu var það mat hennar að rétt væri
að boða til búnaðarþings og fá fram vilja
þingfulltrúa. Nú hefur komið fram að
söluhugmyndirnar áttu sér ekki þann
hljómgrunn sem ætla mátti.”
Haraldur sagði að afgerandi afstaða
búnaðarþingsfulltrúa hefði komið sér á
óvart. “Nú bíður stjórnar það verkefni að
ræða ítarlega þau sjónarmið sem komu
fram á fundinum. Hvað sem öðru líður þá
er ljóst að þessar eignir verða ekki seldar í
bráð.”
En hvað gerist næst? “Það kom fram í
umræðum á búnaðarþinginu að það gæti
væri skynsamlegt að taka þriðju hæð Hótel
Sögu undir hótelrekstur, en nú eru þar
höfuðstöðvar Bændasamtakanna. Rekstur
hótelsins hefur gengið vel að undanförnu
og þingfulltrúar töldu að með því að
hótelið tæki við þessari hæð væri hægt að
gera reksturinn enn arðsamari.
Haraldur sagði að hann væri ánægður
með það hve niðurstaða búnaðarþings var
afgerandi. “Nú verður mun auðveldara fyrir
stjórn BÍ að vinna áfram að þessu máli.
Ekki leikur lengur vafi á vilja bænda”
Hagnaður hjá
Ístex í fyrsta
sinn í átta ár
Á aðalfundi Ístex þann 25. janú-
ar sl. kom fram að hagnaður
varð af rekstri fyrirtækisins á
árinu 2005 og er það í fyrsta
sinn síðan 1997 að það gerist.
Guðjón Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði
í samtali við Bændablaðið að á
liðnu ári hafi hagnaður Ístex num-
ið 35,5 milljónum króna eftir
skatta. Hluti af þessu er söluhagn-
aður, m.a. af sölu þvottastöðvar-
innar í Hveragerði eftir að fyrir-
tækið flutti þvottastöð sína til
Blönduóss. En Guðjón tók fram
að reksturinn hafi líka verið betri
en í langan tíma áður vegna hærri
tekna og minni tilkostnaðar.
Framhald á bls. 12