Bændablaðið - 27.01.2006, Side 4

Bændablaðið - 27.01.2006, Side 4
4 Þriðjudagur 31. janúar 2006 Kvennakórinn Ljósbrá í Rangár- vallasýslu stefnir á að halda til Salsburg í Austurríki 31. maí til 7. júní og halda þar sjálfstæða tón- leika en ekki á neinu kóramóti. Kórstjóri Ljósbrár, Eyrún Jónas- dóttir úr Ásahreppi, lærði úti í Salsburg á sínum tíma. Talsmaður kórsins, Íris Björk Sigurðardóttir, sagði að kórinn hafi verið stofnaður árið 1989. Hann nær yfir alla Rangárvallasýslu og í kórn- um eru einnig konur frá Selfossi og er einn meðlimurinn frá Reykjavík. Komurnar í kórnum eru nú orðnar 51 talsins. Æfingar hefjast í lok sept- ember og er æft einu sinni í viku. Starfsárinu líkur svo að yfirleitt um mánaðamótin apríl/maí nema á þessu ári því sem fyrr segir ætlar kórinn til Salsburg í Austurríki. En hefur ekki komið til greina að kórinn gefi út hljómdisk? ,,Það er næsta verkefni. Að gefa út plötu er mikið verk og sem stend- ur höfum við nóg að gera við að æfa fyrir Austurríkisferðina,“ sagði Íris Björk. Hún sagði það væri siður að Karlakór Rangæinga, Samkórinn og Kvennakórinn Ljósbrá haldi sameig- inlega jólatónleika og hefur þessi siður haldist sl. sjö ár. ,,Aðsókn hefur verið slík að kórarnir hafa þurft að færa sig í stærsta samkomuhúsið á svæðinu sem er Laugaland. Minna hús hefur ekki dugað,“ sagði Íris Björk. Myndina tók Eymundur Gunnarsson. Á fundi sveitarstjórnar Skaftár- hrepps nýlega var eftirfarandi ályktun samþykkt: ,,Sveitar- stjórn lýsir áhyggjum af fyrir- komulagi læknisþjónustu á Kirkjubæjarklaustri. Fyrir- komulagið felur það í sér að læknislaust er á Kirkjubæjar- klaustri hluta úr mánuði og er það þvert á þá stefnu sem opin- beruð var við sameiningu heil- brigðisstofnana á Suðurlandi. Sveitarstjórn skorar á stjórn og stjórnendur Heilbrigðisstofnun- ar Suðurlands að tryggja lækn- isþjónustu á Kirkjubæjar- klaustri og að viðkomandi lækn- ir verði jafnframt búsettur í Skaftárhreppi.“ Gunnsteinn R. Ómarsson sveit- arstjóri Skaftárhrepps, sagði í samtali við Bændablaðið að áður fyrr hefði læknir alltaf verið bú- settur á Kirkjubæjarklaustri. Síðan gerðist það um áramótin 2004/2005 að Heilbrigðisstofnun Suðurlands varð til og tók yfir heilbrigðismálin á Suðurlandi. Þá var ráðinn læknir á Klaustri en hann hafði ekki búsetu þar. Síðastliðið haust tóku svo tveir læknar yfir læknisþjónustuna og skiptast þeir á að sinna henni. Þannig eru þeir hálfan mánuð í senn. Þessir læknar eru báðir sér- fræðimenntaðir. ,,Þegar skilin verða þá fer sá sem verið hefur í tæpan hálfan mánuð til Selfoss á fimmtudegi eða föstudegi og vinnur þar gjarn- an á föstudegi og laugardegi. Hinn sem á að taka við næstu tvær vik- urnar kemur ekki fyrr en á mánu- degi eða jafnvel þriðjudegi ef hann þarf að vinna á sjúkrahúsinu á Selfossi. Á meðan er læknislaust á Klaustri en sjúkrahúsið á Sel- fossi nýtir sér þessa sérfræðinga,“ sagði Gunnsteinn. Hann segir að unnið sé að því að fá þessu breytt, hvernig sem það muni ganga. Hann segir að steininn hafi tekið úr um jólin en þá var læknislaust á Kirkjubæjar- klaustri í rúma viku og ekki einu sinni hjúkrunarfræðingur starfandi á heilsugæslunni á meðan. Gunn- steinn sagði að á þessu tímabili hefði ung manneskja veikst á Klaustri og varð að flytja hana til læknis í Reykjavík. ,,Ef til vill hefði þess ekki þurft ef læknir hefði verið á svæðinu. Auk þess komu upp veikindi hér á þessum tíma og lyfjaþörf var mik- il en ekki hægt að fá þau. Okkur þykir þetta ástand því óþolandi og vonumst eftir úrbótum,“ sagði Gunnsteinn. Læknislaust aðra hverja helgi í Skaftárhreppi Stjórnun og ábyrgð í félögum Nú er búið að dagsetja námskeið um „Stjórnun og ábyrgð í félög- um“. Námskeiðin eru haldin að frumkvæði og undirlagi stjórnar Bændasamtaka Íslands en eru á vegum endurmenntunar Landbún- aðarháskólans á Hvanneyri (sjá auglýsingu á öðrum stað í blaðinu). Fjallað verður um stjórnun félaga, aðallega hlutafélaga. Gerð verður grein fyrir hlutverki og ábyrgð stjórnenda (félagsstjórnar og fram- kvæmdastjóra), samskiptum þeirra og verkaskiptingu. Einnig verða skoðaðar reglur um viðskipti félaga við stjórnendur þeirra. Kennari verð- ur Áslaug Björgvinsdóttir, lögfræðingur og dósent við lagadeild Háskól- ans í Reykjavík. Rekstrarumhverfi fyrirtækja er síbreytilegt. Sérstaklega hafa verið miklar breytingar á síðustu árum. Það er því afar mikilvægt að stjórnar- menn fyrirtækja séu vel meðvitaðir um ábyrgð, réttindi og skyldur, sem fylgir stjórnarsetu. Stjórnarmenn afurðarstöðva og félaga á vegum bænda eru því eindregið hvattir til að nýta sér þetta tækifæri og fjölmenna á námskeiðin. Kvennakórinn Ljósbrá með tónleika í Salsburg í vor Sameining Bún- aðarsambanda við Húnaflóa? Nú eru að hefjast viðræður milli stjórna búnaðarsamband- anna við Húnaflóa, þ.e. Búnað- arsambands A.-Hún., V.-Hún. og Strandamanna, um hvort skynsamlegt geti verið að sam- eina þessi búnaðarsambönd, en ályktun um slíka skoðun var samþykkt í fyrra á aðalfundum búnaðarsambandanna í V.- Hún. og á Ströndum. Frá árinu 2002 hafa þessi þrjú búnaðarsambönd rekið sameigin- lega leiðbeiningaþjónustu undir merkjum „Ráðunautaþjónustu Húnaþings og Stranda“ og hefur sú samvinna gengið vel. Nú finnst mönnum tímabært að skoða hvort sameining Búnaðar- sambandanna sé rökrétt og væn- legt skref í þróuninni. Helst er þá horft til þess að einfalda „stoð- kerfið“ eins og bændur hafa lagt ríka áherslu á á undanförnum árum og samhliða því að ná fram ákveðinni hagræðingu í rekstri en jafnframt aukinni skilvirkni með stofnun slíkra heildarsam- taka. Stefnt er að því að vinna mál- ið nokuð hratt og ljúka viðræð- um í febrúar-mars þannig að hægt sé að leggja tillögur um sameiningu fyrir aðalfundi bún- aðarsambandanna í vor ef niður- stöður viðræðna leiða í ljós að þessi sameining sé vænlegur kostur. Hin nýja Landbúnaðarstofnun tók formlega til starfa um síðustu ára- mót með aðsetur á Selfossi. Að sögn Jóns Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar, er hún í bráða- birgðahúsnæði þar sem Lánasjóð- ur landbúnaðarins var áður til húsa. Í haust flytur stofnunin síðan í nýtt húsnæði sem Merkiland ehf., sem eignarhaldsfélag í eigu MS, er að byggja við Austurveg 64 á Sel- fossi. Jón sagði að þegar væri farið að ráða starfsfólk og því yrði haldið áfram fram eftir árinu og tekur nokk- uð mið af nýja húsnæðinu. Hann segir að gert sé ráð fyrir því að þegar flutt verður í nýja húsnæðið verði starfsmenn stofnunarinnar á Selfossi um 30 og svipaður fjöldi mun vinna á umdæmisskrifstofum sem eru um- dæmi héraðsdýralækna út um allt land. Síðan verður inn og útflutn- ingseftirlit staðsett á Stór-Reykjavík- ursvæð-inu. Jón segir að árið 2007 verði fleira fólk ráðið til starfa og þá fyrst og fremst á Selfossi. Stofnuninni skipt í svið Jón segir að Landbúnaðarstofnun muni taka yfir ákveðin verkefni sem Bændasamtökin hafa séð um. Þar er um að ræða verkefni samkvæmt bú- vörulögum og lögum um búfjárhald ofl. s.s. að halda skrár um greiðslu- mark, handhafa beingreiðslna og en það er skrá yfir alla sem halda búfé í landinu. Einnig að staðfesta hvaða bændur standast kröfur um gæða- stýrða sauðfjárframleiðslu. Jón segir að verið sé að leggja lokahönd á samkomulag við Bænda- samtökin um að vinna hluta af þess- um verkefnum áfram s.s. að halda skrá um búfjáreign og fóðurforða, taka á móti og yfirfara tilkynningar um aðilaskipti að greiðslumarki og tilkynningar um breytingar á hand- höfum beingreiðslna. Allar ákvarð- anir um rétt eða skyldur einstaklinga eða lögaðila, sem kunna að leiða af framkvæmd þeirra verkefna sem BÍ eru falin verði hins vegar teknar og tilkynntar af Landbúnaðarstofnun. Landbúnaðarstofnun mun síðan taka við allri framkvæmd þessara verkefna þegar hún hefur fengið til þess fjármagn og starfsfólk til að sinna þessum þáttum. Auglýst verður eftir því starfsfólki þegar þar að kem- ur. Skiptingu stofnunarinnar í svið eftir viðfangsefnum verður frestað til 1. apríl nk. Þá verður um að ræða rekstrar- og þjónustusvið, matvæla- og umhverfissvið, dýra- heilbrigðissvið, stjórnsýslusvið og umdæmisskrifstofur. Öll þessi svið heyra undir yfirstjórn Landbúnað- arstofnunar. Landbúnaðarstofnun fer í nýtt húsnæði á árinu

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.